Maður þarf að leggja smá á sig til að ná árangri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. mars 2016 13:15 Katrín Agla Tómasdóttir segir spurningakeppni í Hagaskóla hafa espað upp í henni frettablaðið/hanna Vísir/Hanna „Ég var í spurningaliði Hagaskóla þegar ég var í 10. bekk, það var ágætur undirbúningur og espaði upp keppnisandann í mér. Svo var ég liðsstjóri í MR í fyrra, svo það var næsta skref að reyna að komast inn í liðið,“ segir Katrín Agla Tómasdóttir, einn þriggja keppenda Menntaskólans í Reykjavík sem unnu Gettu betur þetta árið með glans. Katrín Agla er á öðru ári í MR og verður þar tvö ár í viðbót en þarf að finna sér nýja fylgismenn í keppnina að ári því hinir eru að útskrifast. „Því miður,“ segir hún „En það eru alltaf liðsstjórar að hjálpa okkur á æfingum og þeir gætu komið inn.“ En hvernig fer hún að því að vita alla skapaða hluti? „Ég reyni að fylgjast vel með fréttum, það er örugglega það mikilvægasta,“ segir hún og henni er kurteislega bent á að tæplega læri hún að þekkja hljóðin í vaðfuglinum jaðrakan þar. „Nei, það er grúskað inn á milli,“ segir hún hlæjandi. Nú vil ég vita hverra manna daman er. „Anna Guðmundsdóttir, kennari í Melaskóla, er mamma mín og Tómas Sigurðsson, lögfræðingur í Íslandsbanka, pabbi minn,“ upplýsir hún og er spurð hvort hún sé sjálf farin að velta fyrir sér framtíðarbraut. „Ég hugsa að ég fari í háskólann í verkfræði. Það er það sem heillar mig mest núna en veit samt ekki alveg hvað verður.“ Í sumar kveðst Katrín Agla að öllum líkindum vinna í Vínberinu á Laugavegi. „Ég var þar í fyrrasumar og það er rosalega góður vinnustaður. Reyndar er það að fara í gegnum breytingar núna og verður opnað sem ný búð í júní,“ segir hún. „Miðbæjarrotta? Ég er náttúrlega í MR sem er í hjarta borgarinnar og bý í Vesturbænum svo ég er ansi mikið í miðbænum. Pabbi býr reyndar í Grafarvoginum svo ég fer stöku sinnum upp fyrir Elliðaár,“ segir hún glaðlega og kveðst líka hafa dálæti á Vestfjörðum. Nú tekur okkar kona lífinu með ró og situr á kaffihúsi með vinum sínum niðri í bæ enda er komið langþráð páskafrí. Viðurkennir að undirbúningur keppnanna hafi kostað talsverða yfirlegu. „Maður þarf alltaf að leggja smá á sig til að ganga vel og ná árangri.“Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Ég var í spurningaliði Hagaskóla þegar ég var í 10. bekk, það var ágætur undirbúningur og espaði upp keppnisandann í mér. Svo var ég liðsstjóri í MR í fyrra, svo það var næsta skref að reyna að komast inn í liðið,“ segir Katrín Agla Tómasdóttir, einn þriggja keppenda Menntaskólans í Reykjavík sem unnu Gettu betur þetta árið með glans. Katrín Agla er á öðru ári í MR og verður þar tvö ár í viðbót en þarf að finna sér nýja fylgismenn í keppnina að ári því hinir eru að útskrifast. „Því miður,“ segir hún „En það eru alltaf liðsstjórar að hjálpa okkur á æfingum og þeir gætu komið inn.“ En hvernig fer hún að því að vita alla skapaða hluti? „Ég reyni að fylgjast vel með fréttum, það er örugglega það mikilvægasta,“ segir hún og henni er kurteislega bent á að tæplega læri hún að þekkja hljóðin í vaðfuglinum jaðrakan þar. „Nei, það er grúskað inn á milli,“ segir hún hlæjandi. Nú vil ég vita hverra manna daman er. „Anna Guðmundsdóttir, kennari í Melaskóla, er mamma mín og Tómas Sigurðsson, lögfræðingur í Íslandsbanka, pabbi minn,“ upplýsir hún og er spurð hvort hún sé sjálf farin að velta fyrir sér framtíðarbraut. „Ég hugsa að ég fari í háskólann í verkfræði. Það er það sem heillar mig mest núna en veit samt ekki alveg hvað verður.“ Í sumar kveðst Katrín Agla að öllum líkindum vinna í Vínberinu á Laugavegi. „Ég var þar í fyrrasumar og það er rosalega góður vinnustaður. Reyndar er það að fara í gegnum breytingar núna og verður opnað sem ný búð í júní,“ segir hún. „Miðbæjarrotta? Ég er náttúrlega í MR sem er í hjarta borgarinnar og bý í Vesturbænum svo ég er ansi mikið í miðbænum. Pabbi býr reyndar í Grafarvoginum svo ég fer stöku sinnum upp fyrir Elliðaár,“ segir hún glaðlega og kveðst líka hafa dálæti á Vestfjörðum. Nú tekur okkar kona lífinu með ró og situr á kaffihúsi með vinum sínum niðri í bæ enda er komið langþráð páskafrí. Viðurkennir að undirbúningur keppnanna hafi kostað talsverða yfirlegu. „Maður þarf alltaf að leggja smá á sig til að ganga vel og ná árangri.“Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira