Hvenær er eiginlega opið? Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2016 11:00 Páskahátíðin hefst á morgun og eru landsmenn margir hverjir í fríi og hugsa sér sjálfsagt gott til glóðarinnar þegar kemur að hvers kyns skemmtun á komandi dögum. Á hverju ári skapast umræða á samfélagsmiðlum um það hvenær skemmtistaðir landsins eru opnir. Þó töluvert auðvelt sé að nálgast upplýsingarnar á vef lögreglunnar þá skellti Fréttablaðið í einfalt yfirlit um hvenær heimilt er að hafa opið yfir hátíðarnar en skemmtanir eru bannaðar á ákveðnum tíma um páska. Undir skemmtanir falla dansleikir eða einkasamkvæmi sem efnt er til á opinberum veitingastöðum eða öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að. Um opinberar sýningar og skemmtanir gildir hið sama en þó skal því haldið til haga að kvikmynda- og leiksýningar, tónleikar og listsýningar eru undanþegnar banni um helgidagafrið á föstudaginn langa og páskadag en viðburðirnir mega þó ekki hefjast fyrr en klukkan 15.00.Miðvikudagur 23. mars Flestir eru í fríi daginn eftir og er því kvöldið í kvöld svokallað djammkvöld en opið er til 03.00 eða 04.30 samkvæmt leyfi þeirra staða sem um er að ræða.Fimmtudagur 24. mars Á morgun er skírdagur sem er lögbundinn frídagur en skírdagur var upphafsdagur hinnar fornu páskahátíðar gyðinga og minnast þeir sem eru kristinnar trúar þess að Kristur þvoði fætur lærisveinanna fyrir síðustu kvöldmáltíðina.Föstudagurinn 25. mars Föstudagurinn langi er einnig lögbundinn frídagur líkt og skírdagur. Lokað er til miðnættis en staðir mega opna þá og líkt og á skírdag er opið til 03.00 eða 04.30 samkvæmt leyfi.Laugardagurinn 26. mars Næstkomandi laugardagur er bara venjulegur laugardagur og ekki um lögbundinn frídag að ræða. Laugardagar eru þó fremur ánægjulegir dagar þar sem þeir sem vinna ekki vaktavinnu eru í flestum tilfellum í fríi á laugardögum og sunnudögum. Opið er til klukkan 03.00.Sunnudagur 27. mars Hinn eini sanni páskadagur. Hér er um að ræða þriðja lögbundna frídag páskahátíðarinnar og má fastlega gera ráð fyrir að flestir landsmenn verði vant við látnir við að rífa í sig páskaegg í ólíkum útfærslum. Lokað er á flestum stöðum en opna má á miðnætti og vera opið til 03.00 eða 04.30 samkvæmt leyfi.Mánudagur 28. mars Annar í páskum er svo fjórði og síðasti lögbundni frídagur hátíðarinnar og má vera opið til klukkan 01.00 líkt og á venjulegum vikudögum.Vísir/StefánAugljóst mál að það verður alltaf einhver að djamma„Ég man alltaf eftir því að fyrir rúmum tíu árum þá var páskasunnudagur stærsti dagurinn og einhvern veginn núna er hann sá minnsti að mínu mati. Núna er það aðallega dagurinn fyrir skírdag því þá er frí daginn eftir. Á skírdag er lokað klukkan tólf og það var allt dautt en núna er það einhvern veginn komið inn að djamma til tólf,“ segir Óli Hjörtur Ólafsson, listrænn stjórnandi Tivoli bars í Hafnarstræti. Hann segir föstudaginn langa einnig hafa breyst en hér áður fyrr mátti ekki hafa opið á þeim degi en núna má opna á miðnætti. Einnig hafi páskasunnudagur minnkað og hans upplifun sé sú að fólk jafni djammið meira út yfir fleiri daga og hinir dagarnir séu að koma sterkir inn. Þó séu alltaf einhverjir sem láti sjá sig á barnum. „Það verður alltaf eitthvert fólk að djamma, það er bara augljóst mál.“ Óli Hjörtur segir bareigendur einnig hafa varann á og gæta þess að birgja sig vel upp. „Það eru alltaf páskarnir og jólin sem fólk passar að hafa vel „stokkað“, ég hef aldrei lent í því því að það hafi allt klárast. Það hefur svona næstum því gerst en við höfum alltaf getað reddað okkur.“ Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Sjá meira
Páskahátíðin hefst á morgun og eru landsmenn margir hverjir í fríi og hugsa sér sjálfsagt gott til glóðarinnar þegar kemur að hvers kyns skemmtun á komandi dögum. Á hverju ári skapast umræða á samfélagsmiðlum um það hvenær skemmtistaðir landsins eru opnir. Þó töluvert auðvelt sé að nálgast upplýsingarnar á vef lögreglunnar þá skellti Fréttablaðið í einfalt yfirlit um hvenær heimilt er að hafa opið yfir hátíðarnar en skemmtanir eru bannaðar á ákveðnum tíma um páska. Undir skemmtanir falla dansleikir eða einkasamkvæmi sem efnt er til á opinberum veitingastöðum eða öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að. Um opinberar sýningar og skemmtanir gildir hið sama en þó skal því haldið til haga að kvikmynda- og leiksýningar, tónleikar og listsýningar eru undanþegnar banni um helgidagafrið á föstudaginn langa og páskadag en viðburðirnir mega þó ekki hefjast fyrr en klukkan 15.00.Miðvikudagur 23. mars Flestir eru í fríi daginn eftir og er því kvöldið í kvöld svokallað djammkvöld en opið er til 03.00 eða 04.30 samkvæmt leyfi þeirra staða sem um er að ræða.Fimmtudagur 24. mars Á morgun er skírdagur sem er lögbundinn frídagur en skírdagur var upphafsdagur hinnar fornu páskahátíðar gyðinga og minnast þeir sem eru kristinnar trúar þess að Kristur þvoði fætur lærisveinanna fyrir síðustu kvöldmáltíðina.Föstudagurinn 25. mars Föstudagurinn langi er einnig lögbundinn frídagur líkt og skírdagur. Lokað er til miðnættis en staðir mega opna þá og líkt og á skírdag er opið til 03.00 eða 04.30 samkvæmt leyfi.Laugardagurinn 26. mars Næstkomandi laugardagur er bara venjulegur laugardagur og ekki um lögbundinn frídag að ræða. Laugardagar eru þó fremur ánægjulegir dagar þar sem þeir sem vinna ekki vaktavinnu eru í flestum tilfellum í fríi á laugardögum og sunnudögum. Opið er til klukkan 03.00.Sunnudagur 27. mars Hinn eini sanni páskadagur. Hér er um að ræða þriðja lögbundna frídag páskahátíðarinnar og má fastlega gera ráð fyrir að flestir landsmenn verði vant við látnir við að rífa í sig páskaegg í ólíkum útfærslum. Lokað er á flestum stöðum en opna má á miðnætti og vera opið til 03.00 eða 04.30 samkvæmt leyfi.Mánudagur 28. mars Annar í páskum er svo fjórði og síðasti lögbundni frídagur hátíðarinnar og má vera opið til klukkan 01.00 líkt og á venjulegum vikudögum.Vísir/StefánAugljóst mál að það verður alltaf einhver að djamma„Ég man alltaf eftir því að fyrir rúmum tíu árum þá var páskasunnudagur stærsti dagurinn og einhvern veginn núna er hann sá minnsti að mínu mati. Núna er það aðallega dagurinn fyrir skírdag því þá er frí daginn eftir. Á skírdag er lokað klukkan tólf og það var allt dautt en núna er það einhvern veginn komið inn að djamma til tólf,“ segir Óli Hjörtur Ólafsson, listrænn stjórnandi Tivoli bars í Hafnarstræti. Hann segir föstudaginn langa einnig hafa breyst en hér áður fyrr mátti ekki hafa opið á þeim degi en núna má opna á miðnætti. Einnig hafi páskasunnudagur minnkað og hans upplifun sé sú að fólk jafni djammið meira út yfir fleiri daga og hinir dagarnir séu að koma sterkir inn. Þó séu alltaf einhverjir sem láti sjá sig á barnum. „Það verður alltaf eitthvert fólk að djamma, það er bara augljóst mál.“ Óli Hjörtur segir bareigendur einnig hafa varann á og gæta þess að birgja sig vel upp. „Það eru alltaf páskarnir og jólin sem fólk passar að hafa vel „stokkað“, ég hef aldrei lent í því því að það hafi allt klárast. Það hefur svona næstum því gerst en við höfum alltaf getað reddað okkur.“
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Sjá meira