Hvenær er eiginlega opið? Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2016 11:00 Páskahátíðin hefst á morgun og eru landsmenn margir hverjir í fríi og hugsa sér sjálfsagt gott til glóðarinnar þegar kemur að hvers kyns skemmtun á komandi dögum. Á hverju ári skapast umræða á samfélagsmiðlum um það hvenær skemmtistaðir landsins eru opnir. Þó töluvert auðvelt sé að nálgast upplýsingarnar á vef lögreglunnar þá skellti Fréttablaðið í einfalt yfirlit um hvenær heimilt er að hafa opið yfir hátíðarnar en skemmtanir eru bannaðar á ákveðnum tíma um páska. Undir skemmtanir falla dansleikir eða einkasamkvæmi sem efnt er til á opinberum veitingastöðum eða öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að. Um opinberar sýningar og skemmtanir gildir hið sama en þó skal því haldið til haga að kvikmynda- og leiksýningar, tónleikar og listsýningar eru undanþegnar banni um helgidagafrið á föstudaginn langa og páskadag en viðburðirnir mega þó ekki hefjast fyrr en klukkan 15.00.Miðvikudagur 23. mars Flestir eru í fríi daginn eftir og er því kvöldið í kvöld svokallað djammkvöld en opið er til 03.00 eða 04.30 samkvæmt leyfi þeirra staða sem um er að ræða.Fimmtudagur 24. mars Á morgun er skírdagur sem er lögbundinn frídagur en skírdagur var upphafsdagur hinnar fornu páskahátíðar gyðinga og minnast þeir sem eru kristinnar trúar þess að Kristur þvoði fætur lærisveinanna fyrir síðustu kvöldmáltíðina.Föstudagurinn 25. mars Föstudagurinn langi er einnig lögbundinn frídagur líkt og skírdagur. Lokað er til miðnættis en staðir mega opna þá og líkt og á skírdag er opið til 03.00 eða 04.30 samkvæmt leyfi.Laugardagurinn 26. mars Næstkomandi laugardagur er bara venjulegur laugardagur og ekki um lögbundinn frídag að ræða. Laugardagar eru þó fremur ánægjulegir dagar þar sem þeir sem vinna ekki vaktavinnu eru í flestum tilfellum í fríi á laugardögum og sunnudögum. Opið er til klukkan 03.00.Sunnudagur 27. mars Hinn eini sanni páskadagur. Hér er um að ræða þriðja lögbundna frídag páskahátíðarinnar og má fastlega gera ráð fyrir að flestir landsmenn verði vant við látnir við að rífa í sig páskaegg í ólíkum útfærslum. Lokað er á flestum stöðum en opna má á miðnætti og vera opið til 03.00 eða 04.30 samkvæmt leyfi.Mánudagur 28. mars Annar í páskum er svo fjórði og síðasti lögbundni frídagur hátíðarinnar og má vera opið til klukkan 01.00 líkt og á venjulegum vikudögum.Vísir/StefánAugljóst mál að það verður alltaf einhver að djamma„Ég man alltaf eftir því að fyrir rúmum tíu árum þá var páskasunnudagur stærsti dagurinn og einhvern veginn núna er hann sá minnsti að mínu mati. Núna er það aðallega dagurinn fyrir skírdag því þá er frí daginn eftir. Á skírdag er lokað klukkan tólf og það var allt dautt en núna er það einhvern veginn komið inn að djamma til tólf,“ segir Óli Hjörtur Ólafsson, listrænn stjórnandi Tivoli bars í Hafnarstræti. Hann segir föstudaginn langa einnig hafa breyst en hér áður fyrr mátti ekki hafa opið á þeim degi en núna má opna á miðnætti. Einnig hafi páskasunnudagur minnkað og hans upplifun sé sú að fólk jafni djammið meira út yfir fleiri daga og hinir dagarnir séu að koma sterkir inn. Þó séu alltaf einhverjir sem láti sjá sig á barnum. „Það verður alltaf eitthvert fólk að djamma, það er bara augljóst mál.“ Óli Hjörtur segir bareigendur einnig hafa varann á og gæta þess að birgja sig vel upp. „Það eru alltaf páskarnir og jólin sem fólk passar að hafa vel „stokkað“, ég hef aldrei lent í því því að það hafi allt klárast. Það hefur svona næstum því gerst en við höfum alltaf getað reddað okkur.“ Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Páskahátíðin hefst á morgun og eru landsmenn margir hverjir í fríi og hugsa sér sjálfsagt gott til glóðarinnar þegar kemur að hvers kyns skemmtun á komandi dögum. Á hverju ári skapast umræða á samfélagsmiðlum um það hvenær skemmtistaðir landsins eru opnir. Þó töluvert auðvelt sé að nálgast upplýsingarnar á vef lögreglunnar þá skellti Fréttablaðið í einfalt yfirlit um hvenær heimilt er að hafa opið yfir hátíðarnar en skemmtanir eru bannaðar á ákveðnum tíma um páska. Undir skemmtanir falla dansleikir eða einkasamkvæmi sem efnt er til á opinberum veitingastöðum eða öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að. Um opinberar sýningar og skemmtanir gildir hið sama en þó skal því haldið til haga að kvikmynda- og leiksýningar, tónleikar og listsýningar eru undanþegnar banni um helgidagafrið á föstudaginn langa og páskadag en viðburðirnir mega þó ekki hefjast fyrr en klukkan 15.00.Miðvikudagur 23. mars Flestir eru í fríi daginn eftir og er því kvöldið í kvöld svokallað djammkvöld en opið er til 03.00 eða 04.30 samkvæmt leyfi þeirra staða sem um er að ræða.Fimmtudagur 24. mars Á morgun er skírdagur sem er lögbundinn frídagur en skírdagur var upphafsdagur hinnar fornu páskahátíðar gyðinga og minnast þeir sem eru kristinnar trúar þess að Kristur þvoði fætur lærisveinanna fyrir síðustu kvöldmáltíðina.Föstudagurinn 25. mars Föstudagurinn langi er einnig lögbundinn frídagur líkt og skírdagur. Lokað er til miðnættis en staðir mega opna þá og líkt og á skírdag er opið til 03.00 eða 04.30 samkvæmt leyfi.Laugardagurinn 26. mars Næstkomandi laugardagur er bara venjulegur laugardagur og ekki um lögbundinn frídag að ræða. Laugardagar eru þó fremur ánægjulegir dagar þar sem þeir sem vinna ekki vaktavinnu eru í flestum tilfellum í fríi á laugardögum og sunnudögum. Opið er til klukkan 03.00.Sunnudagur 27. mars Hinn eini sanni páskadagur. Hér er um að ræða þriðja lögbundna frídag páskahátíðarinnar og má fastlega gera ráð fyrir að flestir landsmenn verði vant við látnir við að rífa í sig páskaegg í ólíkum útfærslum. Lokað er á flestum stöðum en opna má á miðnætti og vera opið til 03.00 eða 04.30 samkvæmt leyfi.Mánudagur 28. mars Annar í páskum er svo fjórði og síðasti lögbundni frídagur hátíðarinnar og má vera opið til klukkan 01.00 líkt og á venjulegum vikudögum.Vísir/StefánAugljóst mál að það verður alltaf einhver að djamma„Ég man alltaf eftir því að fyrir rúmum tíu árum þá var páskasunnudagur stærsti dagurinn og einhvern veginn núna er hann sá minnsti að mínu mati. Núna er það aðallega dagurinn fyrir skírdag því þá er frí daginn eftir. Á skírdag er lokað klukkan tólf og það var allt dautt en núna er það einhvern veginn komið inn að djamma til tólf,“ segir Óli Hjörtur Ólafsson, listrænn stjórnandi Tivoli bars í Hafnarstræti. Hann segir föstudaginn langa einnig hafa breyst en hér áður fyrr mátti ekki hafa opið á þeim degi en núna má opna á miðnætti. Einnig hafi páskasunnudagur minnkað og hans upplifun sé sú að fólk jafni djammið meira út yfir fleiri daga og hinir dagarnir séu að koma sterkir inn. Þó séu alltaf einhverjir sem láti sjá sig á barnum. „Það verður alltaf eitthvert fólk að djamma, það er bara augljóst mál.“ Óli Hjörtur segir bareigendur einnig hafa varann á og gæta þess að birgja sig vel upp. „Það eru alltaf páskarnir og jólin sem fólk passar að hafa vel „stokkað“, ég hef aldrei lent í því því að það hafi allt klárast. Það hefur svona næstum því gerst en við höfum alltaf getað reddað okkur.“
Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira