Brynjar hefði viljað að upplýsingar um Wintris hefðu legið fyrir Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. mars 2016 16:28 „Þó nokkuð hefur verið kvartað yfir þögn sjálfstæðismanna um stöðu forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar vegna þessara krafna eiginkonu hans á slitabú föllnu bankanna. Eftir að hafa kynnt mér staðreyndir og farið yfir upplýsingar forsætisráðherra sem hann birti á Páskadag er ég tilbúinn að aflétta þagnarbindindinu.“ Svona hefst færsla Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem hann birti á Facebook í dag. Þar rekur hann mál málanna síðustu daga; aflandsfélag eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og kröfurnar sem félagið, Wintris Inc., lýsti í þrotabú föllnu bankanna.Sjá einnig: Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Brynjar segir í þessu samhengi að stjórnmálamenn þurfi að taka ákvarðanir sem geti haft áhrif á persónulega hagsmuni þeirra og nefnir neyðarlögin sem dæmi. Með þeim fengu innistæður í föllnu bönknum forgang umfram aðrar kröfur. Þingmaðurinn segir engan hafa þá spurt um eignir stjórnmálamanna á innlánsreikningum. „Enn betra dæmi er þegar síðasta ríkisstjórn ákvað í tengslum við auðlegðarskattinn að undanskilja lífeyriseignir frá skattstofni. Þeir sem áttu sinn sparnað í öðru formi, t.d. hlutabréfum eða sparnaðarreikningum þurftu að greiða auðlegðarskatt af þeim eignum. Hverjir skyldu nú hafa átt meiri eignir í lífeyrissjóði en aðrir og þar að auki lífeyri með ríkisábyrgð?“ spyr Brynjar sem svarar sér um hæl: „Jú, oddvitar vinstri stjórnarinnar. Þarna var verið að setja lög sem voru ívilnandi fyrir þetta fólk, öfugt við skerðingar á eignum þeirra sem áttu kröfur á föllnu bankanna, eins og eiginkona forsætisráðherra."Segir umræðuna vera erfiða Brynjar segir að það svo vera útbreiddan misskilning að eiginkona forsætisráðherra hafi grætt þar sem samið var við kröfuhafana um stöðugleikaframlag í stað þess að skattur hefði verið lagður á. „Stöðuleikaskatturinn var aldrei hugsaður sem tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Aldrei stóð til að innheimta meira af kröfuhöfunum en nauðsynlegt var til að efnhagslegur stöðuleiki væri tryggður við afnám hafta samkvæmt mati Seðlabankans. Hefði skatturinn átt að ná eitthvað umfram það hefði hann verið í andstöðu við stjórnarskrána.“ Brynjar segir að hann geti ekki séð að málið hafi mikil áhrif á stöðu forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar - „þótt umræðan sé auðvitað erfið." „Ríkisstjórnin vann þrekvirki við að tryggja efnahagslegan stöðugleika, sem að mestu leyti var á kostnað kröfuhafa bankanna og þar með eiginkonu forsætisráðherra. Hins vegar hefði ég kosið að þessar upplýsingar hefði legið fyrir, svona í þágu vandaðri stjórnarhátta, sem og upplýsingar um lífeyriseignir Jóhönnu og Steingríms þegar auðlegðarskatturinn var lagður á.“ Tengdar fréttir Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóli Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug Pálsdóttir birtu samantekt um Wintris málið. 27. mars 2016 11:58 Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Tíu þúsund manns kalla eftir afsögn Tíu þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður. 29. mars 2016 15:06 Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
„Þó nokkuð hefur verið kvartað yfir þögn sjálfstæðismanna um stöðu forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar vegna þessara krafna eiginkonu hans á slitabú föllnu bankanna. Eftir að hafa kynnt mér staðreyndir og farið yfir upplýsingar forsætisráðherra sem hann birti á Páskadag er ég tilbúinn að aflétta þagnarbindindinu.“ Svona hefst færsla Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem hann birti á Facebook í dag. Þar rekur hann mál málanna síðustu daga; aflandsfélag eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og kröfurnar sem félagið, Wintris Inc., lýsti í þrotabú föllnu bankanna.Sjá einnig: Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Brynjar segir í þessu samhengi að stjórnmálamenn þurfi að taka ákvarðanir sem geti haft áhrif á persónulega hagsmuni þeirra og nefnir neyðarlögin sem dæmi. Með þeim fengu innistæður í föllnu bönknum forgang umfram aðrar kröfur. Þingmaðurinn segir engan hafa þá spurt um eignir stjórnmálamanna á innlánsreikningum. „Enn betra dæmi er þegar síðasta ríkisstjórn ákvað í tengslum við auðlegðarskattinn að undanskilja lífeyriseignir frá skattstofni. Þeir sem áttu sinn sparnað í öðru formi, t.d. hlutabréfum eða sparnaðarreikningum þurftu að greiða auðlegðarskatt af þeim eignum. Hverjir skyldu nú hafa átt meiri eignir í lífeyrissjóði en aðrir og þar að auki lífeyri með ríkisábyrgð?“ spyr Brynjar sem svarar sér um hæl: „Jú, oddvitar vinstri stjórnarinnar. Þarna var verið að setja lög sem voru ívilnandi fyrir þetta fólk, öfugt við skerðingar á eignum þeirra sem áttu kröfur á föllnu bankanna, eins og eiginkona forsætisráðherra."Segir umræðuna vera erfiða Brynjar segir að það svo vera útbreiddan misskilning að eiginkona forsætisráðherra hafi grætt þar sem samið var við kröfuhafana um stöðugleikaframlag í stað þess að skattur hefði verið lagður á. „Stöðuleikaskatturinn var aldrei hugsaður sem tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Aldrei stóð til að innheimta meira af kröfuhöfunum en nauðsynlegt var til að efnhagslegur stöðuleiki væri tryggður við afnám hafta samkvæmt mati Seðlabankans. Hefði skatturinn átt að ná eitthvað umfram það hefði hann verið í andstöðu við stjórnarskrána.“ Brynjar segir að hann geti ekki séð að málið hafi mikil áhrif á stöðu forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar - „þótt umræðan sé auðvitað erfið." „Ríkisstjórnin vann þrekvirki við að tryggja efnahagslegan stöðugleika, sem að mestu leyti var á kostnað kröfuhafa bankanna og þar með eiginkonu forsætisráðherra. Hins vegar hefði ég kosið að þessar upplýsingar hefði legið fyrir, svona í þágu vandaðri stjórnarhátta, sem og upplýsingar um lífeyriseignir Jóhönnu og Steingríms þegar auðlegðarskatturinn var lagður á.“
Tengdar fréttir Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóli Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug Pálsdóttir birtu samantekt um Wintris málið. 27. mars 2016 11:58 Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Tíu þúsund manns kalla eftir afsögn Tíu þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður. 29. mars 2016 15:06 Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóli Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug Pálsdóttir birtu samantekt um Wintris málið. 27. mars 2016 11:58
Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41
Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30
Tíu þúsund manns kalla eftir afsögn Tíu þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður. 29. mars 2016 15:06