Brynjar hefði viljað að upplýsingar um Wintris hefðu legið fyrir Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. mars 2016 16:28 „Þó nokkuð hefur verið kvartað yfir þögn sjálfstæðismanna um stöðu forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar vegna þessara krafna eiginkonu hans á slitabú föllnu bankanna. Eftir að hafa kynnt mér staðreyndir og farið yfir upplýsingar forsætisráðherra sem hann birti á Páskadag er ég tilbúinn að aflétta þagnarbindindinu.“ Svona hefst færsla Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem hann birti á Facebook í dag. Þar rekur hann mál málanna síðustu daga; aflandsfélag eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og kröfurnar sem félagið, Wintris Inc., lýsti í þrotabú föllnu bankanna.Sjá einnig: Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Brynjar segir í þessu samhengi að stjórnmálamenn þurfi að taka ákvarðanir sem geti haft áhrif á persónulega hagsmuni þeirra og nefnir neyðarlögin sem dæmi. Með þeim fengu innistæður í föllnu bönknum forgang umfram aðrar kröfur. Þingmaðurinn segir engan hafa þá spurt um eignir stjórnmálamanna á innlánsreikningum. „Enn betra dæmi er þegar síðasta ríkisstjórn ákvað í tengslum við auðlegðarskattinn að undanskilja lífeyriseignir frá skattstofni. Þeir sem áttu sinn sparnað í öðru formi, t.d. hlutabréfum eða sparnaðarreikningum þurftu að greiða auðlegðarskatt af þeim eignum. Hverjir skyldu nú hafa átt meiri eignir í lífeyrissjóði en aðrir og þar að auki lífeyri með ríkisábyrgð?“ spyr Brynjar sem svarar sér um hæl: „Jú, oddvitar vinstri stjórnarinnar. Þarna var verið að setja lög sem voru ívilnandi fyrir þetta fólk, öfugt við skerðingar á eignum þeirra sem áttu kröfur á föllnu bankanna, eins og eiginkona forsætisráðherra."Segir umræðuna vera erfiða Brynjar segir að það svo vera útbreiddan misskilning að eiginkona forsætisráðherra hafi grætt þar sem samið var við kröfuhafana um stöðugleikaframlag í stað þess að skattur hefði verið lagður á. „Stöðuleikaskatturinn var aldrei hugsaður sem tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Aldrei stóð til að innheimta meira af kröfuhöfunum en nauðsynlegt var til að efnhagslegur stöðuleiki væri tryggður við afnám hafta samkvæmt mati Seðlabankans. Hefði skatturinn átt að ná eitthvað umfram það hefði hann verið í andstöðu við stjórnarskrána.“ Brynjar segir að hann geti ekki séð að málið hafi mikil áhrif á stöðu forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar - „þótt umræðan sé auðvitað erfið." „Ríkisstjórnin vann þrekvirki við að tryggja efnahagslegan stöðugleika, sem að mestu leyti var á kostnað kröfuhafa bankanna og þar með eiginkonu forsætisráðherra. Hins vegar hefði ég kosið að þessar upplýsingar hefði legið fyrir, svona í þágu vandaðri stjórnarhátta, sem og upplýsingar um lífeyriseignir Jóhönnu og Steingríms þegar auðlegðarskatturinn var lagður á.“ Tengdar fréttir Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóli Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug Pálsdóttir birtu samantekt um Wintris málið. 27. mars 2016 11:58 Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Tíu þúsund manns kalla eftir afsögn Tíu þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður. 29. mars 2016 15:06 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
„Þó nokkuð hefur verið kvartað yfir þögn sjálfstæðismanna um stöðu forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar vegna þessara krafna eiginkonu hans á slitabú föllnu bankanna. Eftir að hafa kynnt mér staðreyndir og farið yfir upplýsingar forsætisráðherra sem hann birti á Páskadag er ég tilbúinn að aflétta þagnarbindindinu.“ Svona hefst færsla Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem hann birti á Facebook í dag. Þar rekur hann mál málanna síðustu daga; aflandsfélag eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og kröfurnar sem félagið, Wintris Inc., lýsti í þrotabú föllnu bankanna.Sjá einnig: Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Brynjar segir í þessu samhengi að stjórnmálamenn þurfi að taka ákvarðanir sem geti haft áhrif á persónulega hagsmuni þeirra og nefnir neyðarlögin sem dæmi. Með þeim fengu innistæður í föllnu bönknum forgang umfram aðrar kröfur. Þingmaðurinn segir engan hafa þá spurt um eignir stjórnmálamanna á innlánsreikningum. „Enn betra dæmi er þegar síðasta ríkisstjórn ákvað í tengslum við auðlegðarskattinn að undanskilja lífeyriseignir frá skattstofni. Þeir sem áttu sinn sparnað í öðru formi, t.d. hlutabréfum eða sparnaðarreikningum þurftu að greiða auðlegðarskatt af þeim eignum. Hverjir skyldu nú hafa átt meiri eignir í lífeyrissjóði en aðrir og þar að auki lífeyri með ríkisábyrgð?“ spyr Brynjar sem svarar sér um hæl: „Jú, oddvitar vinstri stjórnarinnar. Þarna var verið að setja lög sem voru ívilnandi fyrir þetta fólk, öfugt við skerðingar á eignum þeirra sem áttu kröfur á föllnu bankanna, eins og eiginkona forsætisráðherra."Segir umræðuna vera erfiða Brynjar segir að það svo vera útbreiddan misskilning að eiginkona forsætisráðherra hafi grætt þar sem samið var við kröfuhafana um stöðugleikaframlag í stað þess að skattur hefði verið lagður á. „Stöðuleikaskatturinn var aldrei hugsaður sem tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Aldrei stóð til að innheimta meira af kröfuhöfunum en nauðsynlegt var til að efnhagslegur stöðuleiki væri tryggður við afnám hafta samkvæmt mati Seðlabankans. Hefði skatturinn átt að ná eitthvað umfram það hefði hann verið í andstöðu við stjórnarskrána.“ Brynjar segir að hann geti ekki séð að málið hafi mikil áhrif á stöðu forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar - „þótt umræðan sé auðvitað erfið." „Ríkisstjórnin vann þrekvirki við að tryggja efnahagslegan stöðugleika, sem að mestu leyti var á kostnað kröfuhafa bankanna og þar með eiginkonu forsætisráðherra. Hins vegar hefði ég kosið að þessar upplýsingar hefði legið fyrir, svona í þágu vandaðri stjórnarhátta, sem og upplýsingar um lífeyriseignir Jóhönnu og Steingríms þegar auðlegðarskatturinn var lagður á.“
Tengdar fréttir Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóli Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug Pálsdóttir birtu samantekt um Wintris málið. 27. mars 2016 11:58 Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Tíu þúsund manns kalla eftir afsögn Tíu þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður. 29. mars 2016 15:06 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóli Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug Pálsdóttir birtu samantekt um Wintris málið. 27. mars 2016 11:58
Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41
Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30
Tíu þúsund manns kalla eftir afsögn Tíu þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður. 29. mars 2016 15:06