Hópur eldri borgara íhugar málsókn vegna ágreinings um húsgjöld Höskuldur Kári Schram skrifar 10. mars 2016 20:00 Hópur íbúa í þjónustu og öryggisíbúðum Naustavarar í Kópavogi íhuga að höfða mál á hendur félaginu vegna ágreinings um hússjóð. Íbúarnir saka félagið um að nota sjóðinn til að standa straum af óskyldum kostnaði en heildarupphæðin hleypur á milljónum króna. Íbúðirnar sem eru við Boðaþing í Kópavogi eru sérhannaðar fyrir eldra fólk. Fyrstu íbúarnir fluttu inn árið 2010 og eru þeir nú um 120 talsins. Um er að ræða leiguíbúðir sem félagið Naustavör á og rekur. Íbúar greiða mánaðarlega tæpar fjórtán þúsund krónur í hússjóð en deilur um greiðslur úr sjóðnum hafa staðið yfir í nokkur ár. Hópur Íbúa telur að Naustavör hafi notað hússjóðinn til að standa straum af óskyldum kostnaði. Peningarnir hafi meðal annars verið notaðir til að standa undir stjórnunarkostnaði, rekstri púttvallar og eftirlitskerfa á svæðinu. Kostnaðurinn hleypur á milljónum króna. Að mati þessara íbúa ætti húsaleigan að standa undir þessum kostnaði enda sé hún hærri en á almennum leigumarkaði. Málinu var á síðasta ári skotið til kærunefndar húsamála sem komst að þeirri niðurstöðu að félagið hefði ekki heimild til að innheimta þessa kostnaðarliði með húsgjöldum. Naustavör hefur hins vegar ákveðið að fara ekki eftir þessari niðurstöðu og því íhuga íbúar nú að höfða mál á hendur félaginu. Pétur Kjartansson lögfræðingur hefur aðstoðað íbúana í málinu. „Íbúarnir vilja að Naustavör endurgreiði það sem félagið hefur oftekið í formi húsgjalda á undanförnum 3 til 4 árum sem eru verulegar fjárhæðir og skiptir íbúana miklu máli. Þetta er tekið með ólögmætum hætti og þeim ber að skila því,“ segir Pétur. Hann furðar sig á því að félagið hafi ákveðið að virða að vettugi niðurstöðu kærunefndar og segir að margsinnis hafi verið reynt að leita sátta í málinu en án árangurs. „Þeir hagsmunir sem vegast á hérna eru annars vegar varðir af gróðafélagi sem að Naustavör er. Þetta er bara húsaleigufélag sem er sveipað í umbúðir góðsemi og gæsku en þetta er ekki annað en harðsvírað gróðafélag. Hins vegar er hópur gamals fólks sem að kærir sig ekki um að standa í illdeilum. Er komið á stað þar sem fer vel um það. Þetta er fínt hús og það er vel hugsað um þau og það líður öllum vel. En það er engum manni bjóðandi á þessum aldri að þurfa að standa í málaferlum við leigusala sinn,“ segir Pétur. Sigurður Garðarsson framkvæmdastjóri Naustavarar segir að félagið sé rekið án arðsemismarkmiða og sé í eigu góðgerðarfélagsins Sjómannadagsráðs. Félagið telur að leigusamningar sem leigutakar hafa undirritað séu löglegir enda séu þeir gerðir með upplýstu samþykki leigjenda. Þess vegna snúist þetta mál fyrst og fremst um lagalega óvissu. Hann harmar ennfremur þá stöðu sem upp er komin. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Hópur íbúa í þjónustu og öryggisíbúðum Naustavarar í Kópavogi íhuga að höfða mál á hendur félaginu vegna ágreinings um hússjóð. Íbúarnir saka félagið um að nota sjóðinn til að standa straum af óskyldum kostnaði en heildarupphæðin hleypur á milljónum króna. Íbúðirnar sem eru við Boðaþing í Kópavogi eru sérhannaðar fyrir eldra fólk. Fyrstu íbúarnir fluttu inn árið 2010 og eru þeir nú um 120 talsins. Um er að ræða leiguíbúðir sem félagið Naustavör á og rekur. Íbúar greiða mánaðarlega tæpar fjórtán þúsund krónur í hússjóð en deilur um greiðslur úr sjóðnum hafa staðið yfir í nokkur ár. Hópur Íbúa telur að Naustavör hafi notað hússjóðinn til að standa straum af óskyldum kostnaði. Peningarnir hafi meðal annars verið notaðir til að standa undir stjórnunarkostnaði, rekstri púttvallar og eftirlitskerfa á svæðinu. Kostnaðurinn hleypur á milljónum króna. Að mati þessara íbúa ætti húsaleigan að standa undir þessum kostnaði enda sé hún hærri en á almennum leigumarkaði. Málinu var á síðasta ári skotið til kærunefndar húsamála sem komst að þeirri niðurstöðu að félagið hefði ekki heimild til að innheimta þessa kostnaðarliði með húsgjöldum. Naustavör hefur hins vegar ákveðið að fara ekki eftir þessari niðurstöðu og því íhuga íbúar nú að höfða mál á hendur félaginu. Pétur Kjartansson lögfræðingur hefur aðstoðað íbúana í málinu. „Íbúarnir vilja að Naustavör endurgreiði það sem félagið hefur oftekið í formi húsgjalda á undanförnum 3 til 4 árum sem eru verulegar fjárhæðir og skiptir íbúana miklu máli. Þetta er tekið með ólögmætum hætti og þeim ber að skila því,“ segir Pétur. Hann furðar sig á því að félagið hafi ákveðið að virða að vettugi niðurstöðu kærunefndar og segir að margsinnis hafi verið reynt að leita sátta í málinu en án árangurs. „Þeir hagsmunir sem vegast á hérna eru annars vegar varðir af gróðafélagi sem að Naustavör er. Þetta er bara húsaleigufélag sem er sveipað í umbúðir góðsemi og gæsku en þetta er ekki annað en harðsvírað gróðafélag. Hins vegar er hópur gamals fólks sem að kærir sig ekki um að standa í illdeilum. Er komið á stað þar sem fer vel um það. Þetta er fínt hús og það er vel hugsað um þau og það líður öllum vel. En það er engum manni bjóðandi á þessum aldri að þurfa að standa í málaferlum við leigusala sinn,“ segir Pétur. Sigurður Garðarsson framkvæmdastjóri Naustavarar segir að félagið sé rekið án arðsemismarkmiða og sé í eigu góðgerðarfélagsins Sjómannadagsráðs. Félagið telur að leigusamningar sem leigutakar hafa undirritað séu löglegir enda séu þeir gerðir með upplýstu samþykki leigjenda. Þess vegna snúist þetta mál fyrst og fremst um lagalega óvissu. Hann harmar ennfremur þá stöðu sem upp er komin.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira