Tveir þriðju reyna endurlífgun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. mars 2016 07:00 Guðrún G. Björnsdóttir læknir segir frammistöðu almennings á Íslandi í skyndihjálp mjög góða en að alltaf megi gera betur. Fréttablaðið/Vilhelm Rannsókn á árangri endurlífgunar eftir hjartastopp utan spítala á höfuðborgarsvæðinu leiðir í ljós að 22 prósent þeirra þar sem reynd er endurlífgun útskrifast af spítala. Erlendis er lifun á bilinu 10 til 20 prósent þar sem best lætur. Nýjasta rannsóknin er frá árunum 2008 til 2014. Niðurstöðurnar leiða í ljós að ekki er marktækur munur á árangri frá síðasta rannsóknartímabili, árunum 2004-2007. „Við höfum alltaf verið með betri niðurstöður en í sambærilegum erlendum rannsóknum. Við erum með stuttan útkallstíma, farsímaeign var snemma almenn hér á landi, Neyðarlínan hefur virkað vel og við höfum góða stjórn á óvissuþáttum. Það er flott keðja hjá okkur,“ segir Guðrún G. Björnsdóttir læknir og einn rannsakenda. Í sextíu prósentum tilfella voru vitni viðstödd hjartastopp. Tveir af hverjum þremur beittu endurlífgun. Guðrún segir Íslendinga þekkja vel til skyndihjálpar og að frammistaða landans sé á við það besta í öðrum löndum.Guðrún G. Björnsdóttir læknir og einn rannsakenda„En gott má alltaf gera betur,“ minnir Guðrún á. „Það hefur gífurleg áhrif að endurlífgun sé reynd strax. Þeir sem hafa verið hnoðaðir frá fyrstu stundu eru með lífvænlegasta taktinn þegar sjúkraflutningamenn koma á staðinn. Það eru fáir sem lifa af sem eru ekki hnoðaðir frá byrjun. Þannig að skyndihjálpin er sá liður sem við getum helst bætt og það er á valdi almennings.“ Niðurstöður fyrrgreindrar rannsóknar sýna að það eru færri tilfelli hjartastoppa á milli tímabilanna sem borin eru saman.Að sögn Guðrúnar hefur tilfellum kransæðastíflu og dauða vegna kransæðasjúkdóma einnig fækkað. Möguleg afleiðing af því sé færri hjartastopp. „Þetta gefur vísbendingu um að það séu framfarir í meðferð við þessum sjúkdómum, fólk hugsi betur um sig og leiti fyrr til læknis. Áratuga langt átak og forvarnir á þessu sviði eru einnig líklega að skila góðum árangri,“ segir Guðrún. Hringja og hnoðaGuðrún segir viðbrögð við hjartastoppi vera einföld: Aðeins hringja og hnoða og ekki flækja málið með til að mynda munn við munn aðferð. „Hnoðið skiptir öllu máli í hjartastoppi hjá fullorðnum. Það er það sem bjargar lífum ásamt því að þekkja einkenni hjartastopps,“ segir Guðrún og bendir á myndbönd á netinu, skyndihjalp.is og skyndihjálparnámskeið Rauða krossins til að fræðast frekar um það. Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Rannsókn á árangri endurlífgunar eftir hjartastopp utan spítala á höfuðborgarsvæðinu leiðir í ljós að 22 prósent þeirra þar sem reynd er endurlífgun útskrifast af spítala. Erlendis er lifun á bilinu 10 til 20 prósent þar sem best lætur. Nýjasta rannsóknin er frá árunum 2008 til 2014. Niðurstöðurnar leiða í ljós að ekki er marktækur munur á árangri frá síðasta rannsóknartímabili, árunum 2004-2007. „Við höfum alltaf verið með betri niðurstöður en í sambærilegum erlendum rannsóknum. Við erum með stuttan útkallstíma, farsímaeign var snemma almenn hér á landi, Neyðarlínan hefur virkað vel og við höfum góða stjórn á óvissuþáttum. Það er flott keðja hjá okkur,“ segir Guðrún G. Björnsdóttir læknir og einn rannsakenda. Í sextíu prósentum tilfella voru vitni viðstödd hjartastopp. Tveir af hverjum þremur beittu endurlífgun. Guðrún segir Íslendinga þekkja vel til skyndihjálpar og að frammistaða landans sé á við það besta í öðrum löndum.Guðrún G. Björnsdóttir læknir og einn rannsakenda„En gott má alltaf gera betur,“ minnir Guðrún á. „Það hefur gífurleg áhrif að endurlífgun sé reynd strax. Þeir sem hafa verið hnoðaðir frá fyrstu stundu eru með lífvænlegasta taktinn þegar sjúkraflutningamenn koma á staðinn. Það eru fáir sem lifa af sem eru ekki hnoðaðir frá byrjun. Þannig að skyndihjálpin er sá liður sem við getum helst bætt og það er á valdi almennings.“ Niðurstöður fyrrgreindrar rannsóknar sýna að það eru færri tilfelli hjartastoppa á milli tímabilanna sem borin eru saman.Að sögn Guðrúnar hefur tilfellum kransæðastíflu og dauða vegna kransæðasjúkdóma einnig fækkað. Möguleg afleiðing af því sé færri hjartastopp. „Þetta gefur vísbendingu um að það séu framfarir í meðferð við þessum sjúkdómum, fólk hugsi betur um sig og leiti fyrr til læknis. Áratuga langt átak og forvarnir á þessu sviði eru einnig líklega að skila góðum árangri,“ segir Guðrún. Hringja og hnoðaGuðrún segir viðbrögð við hjartastoppi vera einföld: Aðeins hringja og hnoða og ekki flækja málið með til að mynda munn við munn aðferð. „Hnoðið skiptir öllu máli í hjartastoppi hjá fullorðnum. Það er það sem bjargar lífum ásamt því að þekkja einkenni hjartastopps,“ segir Guðrún og bendir á myndbönd á netinu, skyndihjalp.is og skyndihjálparnámskeið Rauða krossins til að fræðast frekar um það.
Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira