Lætur ekki afturhald samfélagsins stoppa sig Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 12. mars 2016 09:00 „Þetta er mánaðarleg kvikmyndahátíð sem haldin er á netinu, þar sem öllum er frjálst að senda inn efni og svo er valnefnd sem sér um að velja efni sem keppir fyrir hvern mánuð. Við komumst inn í mars með myndband með lag hljómsveitarinnar Milkhouse, Gleymérei og það er alveg ótrúlega spennandi,“ segir Birnir Jón Sigurðsson leikstjóri og bætir við að enn sem komið er sé myndbandið með flest atkvæði til áhorfendaverðlaunanna en fólk getur farið inn á www.tmff.net og kosið myndbandið. The Monthly film festival er alþjóðleg keppni og hart er barist um sæti þar, því þeir sem hreppa verðlaunin hljóta mikla auglýsingu. „Ef við vinnum þá er það bæði frábært afrek fyrir myndbandið og mikill heiður fyrir okkur þar sem þetta er stór alþjóðleg kvikmyndahátíð og það er frábært tækifæri fyrir okkur að vera með,“ segir Birnir. Myndbandið fjallar um unga konu, sem er óánægð í starfi, hún finnur kassa fullan af munum sem rifja upp fyrir henni gamlar minningar og áttar sig á því að veruleiki hennar er í algjörri andstæðu við það sem hana dreymdi um í æsku. „Lagið fjallar um nostalgíu og það var okkar útgangspunktur fyrir alla hugmyndavinnu í sambandi við handritið. Þetta var mikil reynsla og skemmtilegt ferli,“ segir Birnir. Hann er ekki að leikstýra í fyrsta skipti en stuttmyndin hans Heimanám sem hann vann í samstarfi við Elmar Þórarinsson var sýnd í sérstöku stuttmyndahorni á síðustu kvikmyndahátíð í Cannes í Frakklandi. Fram undan er nóg um að vera hjá þessum unga, efnilega leikstjóra sem á framtíðina svo sannarlega fyrir sér í þessum bransa. „Sem stendur er ég að gera nokkur tónlistarmyndbönd, þau eru mismunandi eftir lögum en öll eru þau spennandi og skemmtileg. Núna í sumar er ég að fara gera kvikmynd í fullri lengd ásamt flottum hópi fólks. Myndin fjallar um mig, Birni J, sem er leikstjóri sem lætur ekki afturhald samfélagsins stöðva sig í því að koma sinni listrænu sýn á hvíta tjaldið. Þetta er rosalega stór biti að ráðast í með lítinn pening, en ég er fullur tilhlökkunar að takast á við verkefnið,“ segir Birnir fullur bjartsýni. Milkhouse - Gleymerei (Official Video) from Birnir Sigurðsson on Vimeo. Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
„Þetta er mánaðarleg kvikmyndahátíð sem haldin er á netinu, þar sem öllum er frjálst að senda inn efni og svo er valnefnd sem sér um að velja efni sem keppir fyrir hvern mánuð. Við komumst inn í mars með myndband með lag hljómsveitarinnar Milkhouse, Gleymérei og það er alveg ótrúlega spennandi,“ segir Birnir Jón Sigurðsson leikstjóri og bætir við að enn sem komið er sé myndbandið með flest atkvæði til áhorfendaverðlaunanna en fólk getur farið inn á www.tmff.net og kosið myndbandið. The Monthly film festival er alþjóðleg keppni og hart er barist um sæti þar, því þeir sem hreppa verðlaunin hljóta mikla auglýsingu. „Ef við vinnum þá er það bæði frábært afrek fyrir myndbandið og mikill heiður fyrir okkur þar sem þetta er stór alþjóðleg kvikmyndahátíð og það er frábært tækifæri fyrir okkur að vera með,“ segir Birnir. Myndbandið fjallar um unga konu, sem er óánægð í starfi, hún finnur kassa fullan af munum sem rifja upp fyrir henni gamlar minningar og áttar sig á því að veruleiki hennar er í algjörri andstæðu við það sem hana dreymdi um í æsku. „Lagið fjallar um nostalgíu og það var okkar útgangspunktur fyrir alla hugmyndavinnu í sambandi við handritið. Þetta var mikil reynsla og skemmtilegt ferli,“ segir Birnir. Hann er ekki að leikstýra í fyrsta skipti en stuttmyndin hans Heimanám sem hann vann í samstarfi við Elmar Þórarinsson var sýnd í sérstöku stuttmyndahorni á síðustu kvikmyndahátíð í Cannes í Frakklandi. Fram undan er nóg um að vera hjá þessum unga, efnilega leikstjóra sem á framtíðina svo sannarlega fyrir sér í þessum bransa. „Sem stendur er ég að gera nokkur tónlistarmyndbönd, þau eru mismunandi eftir lögum en öll eru þau spennandi og skemmtileg. Núna í sumar er ég að fara gera kvikmynd í fullri lengd ásamt flottum hópi fólks. Myndin fjallar um mig, Birni J, sem er leikstjóri sem lætur ekki afturhald samfélagsins stöðva sig í því að koma sinni listrænu sýn á hvíta tjaldið. Þetta er rosalega stór biti að ráðast í með lítinn pening, en ég er fullur tilhlökkunar að takast á við verkefnið,“ segir Birnir fullur bjartsýni. Milkhouse - Gleymerei (Official Video) from Birnir Sigurðsson on Vimeo.
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira