Vinna í náttúrulegri tilraunastofu Svavar Hávarðsson skrifar 17. mars 2016 07:00 Gísli Már Gíslason við störf í Hengladölum sumarið 2015. mynd/Kristinn Ingvarsson „Í Hengladölum eru lindalækir hlið við hlið á tveggja kílómetra kafla sem eru frá sex til 100 gráðu heitir, og eru upptakakvíslar Hengilsdalsár. Þessa læki höfum við nýtt sem náttúrulega tilraunastofu allt frá árinu 2004,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, sem, ásamt innlendu og erlendu samstarfsfólki, hefur leitað svara við því hvaða áhrif hlýnun loftslags og áburðarefnamengun hefur á lífríki straumvatna. Ein af fjölmörgum niðurstöðum þessara umfangsmiklu rannsókna eru vísbendingar um að hækkandi hiti, upp að vissu marki, hafi ekki alvarleg áhrif á afkomu urriða heldur geti honum þvert á móti fjölgað og hann vaxið hraðar með breyttu fæðuvali. Vísindamennirnir telja niðurstöðurnar benda til þess að urriðinn geti lagað sig að aðstæðum samfara hlýnandi loftslagi. Fyrirfram bjuggust þeir við að með hækkandi hita myndi urriðanum fækka og hann myndi stækka hægar, en niðurstöður rannsóknarinnar leiddu hið gagnstæða í ljós. Gísli og aðrir samstarfsmenn birtu nýlega grein um þessar niðurstöður í vísindaritinu Global Change Biology. Í rannsókninni merktu vísindamennirnir urriða í mismunandi heitum lækjum og fylgdust með vexti stofnsins yfir fimm mánaða tímabil. „Við komumst að því að urriðinn þolir meiri hita en hefur verið talinn hans kjörhiti, því þar hefur hann meira að bíta og brenna þar sem er meiri framleiðni lífrænna efna í vatninu. Hann leitar inn í allt að tuttugu gráða heitt vatn, en þar hrygnir hann hins vegar ekki. Til þess leitar hann í kaldara vatn,“ segir Gísli og bætir við í stærra samhengi hlutanna að rannsóknirnar tengist því markmiði víða um heim að færa mengaðar ár og vötn í átt til upprunalegs ástands í hlýnandi heimi sem krefst aukins skilnings hlýnunar á lífríkið. Spurður um þennan einstaka urriðastofn á Hengilssvæðinu sem er til rannsóknar segir Gísli að hann hafi lokast af fljótlega eftir ísöld, líkt og stórurriðinn í Þingvallavatni gerði. Erfðafræðileg rannsókn er hafin við Háskóla Íslands þar sem ekki er útilokað að þessir tveir stofnar séu að uppruna til sá sami, þó gjörólíkir séu í dag. Þar komi til náttúruval og þá hvaða gen hafi valist úr sem heppilegust voru á hvoru svæði.Vinna í náttúrulegri tilraunastofuÍ grunninn hefur rannsóknin beinst að því að nýta mismunandi hita straumvatnanna á Hengilsvæðinu til að stýra rannsóknaraðstæðum, og þannig hafa vísindamennirnir getað kannað hvað gerist í lífríkinu þegar lækir og ár hitna og þannig líkt eftir hnattrænni hlýnun. Rannsóknarspurningarnar eru margar sem leitast hefur verið við að svara; áhrifa hækkandi hita á lífverusamfélög vatna, og sama spurning um áhrif hækkandi hita á mengaðar ár. Greinin í Global Change Biology fjallar síðan um áhrifin upp fæðukeðjuna allt til rándýra – sem í vistkerfinu í Hengladölum er smávaxinn urriði. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
„Í Hengladölum eru lindalækir hlið við hlið á tveggja kílómetra kafla sem eru frá sex til 100 gráðu heitir, og eru upptakakvíslar Hengilsdalsár. Þessa læki höfum við nýtt sem náttúrulega tilraunastofu allt frá árinu 2004,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, sem, ásamt innlendu og erlendu samstarfsfólki, hefur leitað svara við því hvaða áhrif hlýnun loftslags og áburðarefnamengun hefur á lífríki straumvatna. Ein af fjölmörgum niðurstöðum þessara umfangsmiklu rannsókna eru vísbendingar um að hækkandi hiti, upp að vissu marki, hafi ekki alvarleg áhrif á afkomu urriða heldur geti honum þvert á móti fjölgað og hann vaxið hraðar með breyttu fæðuvali. Vísindamennirnir telja niðurstöðurnar benda til þess að urriðinn geti lagað sig að aðstæðum samfara hlýnandi loftslagi. Fyrirfram bjuggust þeir við að með hækkandi hita myndi urriðanum fækka og hann myndi stækka hægar, en niðurstöður rannsóknarinnar leiddu hið gagnstæða í ljós. Gísli og aðrir samstarfsmenn birtu nýlega grein um þessar niðurstöður í vísindaritinu Global Change Biology. Í rannsókninni merktu vísindamennirnir urriða í mismunandi heitum lækjum og fylgdust með vexti stofnsins yfir fimm mánaða tímabil. „Við komumst að því að urriðinn þolir meiri hita en hefur verið talinn hans kjörhiti, því þar hefur hann meira að bíta og brenna þar sem er meiri framleiðni lífrænna efna í vatninu. Hann leitar inn í allt að tuttugu gráða heitt vatn, en þar hrygnir hann hins vegar ekki. Til þess leitar hann í kaldara vatn,“ segir Gísli og bætir við í stærra samhengi hlutanna að rannsóknirnar tengist því markmiði víða um heim að færa mengaðar ár og vötn í átt til upprunalegs ástands í hlýnandi heimi sem krefst aukins skilnings hlýnunar á lífríkið. Spurður um þennan einstaka urriðastofn á Hengilssvæðinu sem er til rannsóknar segir Gísli að hann hafi lokast af fljótlega eftir ísöld, líkt og stórurriðinn í Þingvallavatni gerði. Erfðafræðileg rannsókn er hafin við Háskóla Íslands þar sem ekki er útilokað að þessir tveir stofnar séu að uppruna til sá sami, þó gjörólíkir séu í dag. Þar komi til náttúruval og þá hvaða gen hafi valist úr sem heppilegust voru á hvoru svæði.Vinna í náttúrulegri tilraunastofuÍ grunninn hefur rannsóknin beinst að því að nýta mismunandi hita straumvatnanna á Hengilsvæðinu til að stýra rannsóknaraðstæðum, og þannig hafa vísindamennirnir getað kannað hvað gerist í lífríkinu þegar lækir og ár hitna og þannig líkt eftir hnattrænni hlýnun. Rannsóknarspurningarnar eru margar sem leitast hefur verið við að svara; áhrifa hækkandi hita á lífverusamfélög vatna, og sama spurning um áhrif hækkandi hita á mengaðar ár. Greinin í Global Change Biology fjallar síðan um áhrifin upp fæðukeðjuna allt til rándýra – sem í vistkerfinu í Hengladölum er smávaxinn urriði.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira