Bjóst við að kjóllinn færi í búningasafnið Vera Einarsdóttir skrifar 18. mars 2016 12:00 Hafdís Helga fann brúðarkjólinn á eBay. Leikkonan Hafdís Helga Helgadóttir og Guðmundur Rúnar Ingvarsson gengu að eiga hvort annað í Garðakirkju 11. ágúst 2012. Brúðkaupið var sveipað fortíðarljóma og voru það ekki síst föt brúðhjónanna sem gerðu það að verkum. „Ég var ekki með neina hugmynd um hvernig kjól ég vildi þegar ég byrjaði að líta í kringum mig. Ég þræddi nokkrar brúðarkjólaleigur hér heima en fann ekkert sem féll að mínum smekk. Ég fór því að skoða mig um á netinu og datt niður á ameríska vintage-verslun á eBay sem selur ónotaða kjóla af gömlum lagerum. Ég ákvað að panta þann sem mér leist best á en datt ekki í hug að hann myndi passa. Á þeim tíma þekkti ég engan sem hafði keypt brúðarkjól á netinu og bjóst í besta falli við að hann færi í búningasafnið. Kjóllinn var hins vegar ódýr þannig að ég ákvað að slá til.“ Hafdís var ekki lítið ánægð þegar í ljós kom að kjóllinn smellpassaði. „Móðir mín, sem er mjög handlagin, minnkaði aðeins púffið á ermunum og bætti á hann borða. Annað þurfti ekki að gera.“Kjólföt Guðmundar eru frá upphafi síðustu aldar. MYNDIR/DAGBJÖRT EILÍFRétti borðinn var reyndar vandfundinn. „Ég var búin að bíta það í mig að vera með dökkan flauelsborða í mittinu en komst að því að flauelsborðar eru vandfundnir hér heima.“ Hafdís brá því á það ráð að panta borða af franskri antikverslun á netinu. „Ég var sífellt á pósthúsinu að sækja nýja og nýja sendingu af borðum en enginn þeirra hentaði. Það endaði með því að vinkona móður minnar fann espressobrúnan borða í New York sem smellpassaði.“ Kjóllin fór vel við kjólföt Guðmundar sem eru frá upphafi síðustu aldar. „Guðmundur vann í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar fyrir nokkrum árum og eignaðist á þeim tíma jakka sem hann notaði aldrei. Hann er frá 1920 og merktur fyrri eiganda sínum. Hann ákvað að láta laga hann fyrir brúðkaupið svo hann passaði betur. Buxurnar, sem eru frá 1930 og líka merktar fyrri eiganda, voru svo í einkaláni frá Gumma Jör,“ upplýsir Hafdís. Dagurinn var að sögn Hafdísar æðislegur frá upphafi til enda. Veislan var haldin í Garðaholti þar sem sveitastemningin ræður ríkjum. „Við fengum reyndar alveg hræðilegt veður, sem var auðvitað ekki planið, en í hreinskilni sagt bætti það bara á sjarmann.“ Hafdís Helga fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Fyrir framan annað fólk sem er sýnd í kvikmyndahúsum um þessar mundir, en þetta er hennar fyrsta aðalhlutverk í bíómynd í fullri lengd. Myndin, sem er rómantísk, hugljúf og kómísk, hefur fengið afar góða dóma og er Hafdís að vonum ánægð. „Ég hef ekki heyrt neitt nema gott sem er auðvitað voða gaman.“ Greinin birtist í Brúðkaupsblaði FréttablaðsinsDagurinn var að sögn Hafdísar æðislegur frá upphafi til enda. Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Fleiri fréttir Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Sjá meira
Leikkonan Hafdís Helga Helgadóttir og Guðmundur Rúnar Ingvarsson gengu að eiga hvort annað í Garðakirkju 11. ágúst 2012. Brúðkaupið var sveipað fortíðarljóma og voru það ekki síst föt brúðhjónanna sem gerðu það að verkum. „Ég var ekki með neina hugmynd um hvernig kjól ég vildi þegar ég byrjaði að líta í kringum mig. Ég þræddi nokkrar brúðarkjólaleigur hér heima en fann ekkert sem féll að mínum smekk. Ég fór því að skoða mig um á netinu og datt niður á ameríska vintage-verslun á eBay sem selur ónotaða kjóla af gömlum lagerum. Ég ákvað að panta þann sem mér leist best á en datt ekki í hug að hann myndi passa. Á þeim tíma þekkti ég engan sem hafði keypt brúðarkjól á netinu og bjóst í besta falli við að hann færi í búningasafnið. Kjóllinn var hins vegar ódýr þannig að ég ákvað að slá til.“ Hafdís var ekki lítið ánægð þegar í ljós kom að kjóllinn smellpassaði. „Móðir mín, sem er mjög handlagin, minnkaði aðeins púffið á ermunum og bætti á hann borða. Annað þurfti ekki að gera.“Kjólföt Guðmundar eru frá upphafi síðustu aldar. MYNDIR/DAGBJÖRT EILÍFRétti borðinn var reyndar vandfundinn. „Ég var búin að bíta það í mig að vera með dökkan flauelsborða í mittinu en komst að því að flauelsborðar eru vandfundnir hér heima.“ Hafdís brá því á það ráð að panta borða af franskri antikverslun á netinu. „Ég var sífellt á pósthúsinu að sækja nýja og nýja sendingu af borðum en enginn þeirra hentaði. Það endaði með því að vinkona móður minnar fann espressobrúnan borða í New York sem smellpassaði.“ Kjóllin fór vel við kjólföt Guðmundar sem eru frá upphafi síðustu aldar. „Guðmundur vann í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar fyrir nokkrum árum og eignaðist á þeim tíma jakka sem hann notaði aldrei. Hann er frá 1920 og merktur fyrri eiganda sínum. Hann ákvað að láta laga hann fyrir brúðkaupið svo hann passaði betur. Buxurnar, sem eru frá 1930 og líka merktar fyrri eiganda, voru svo í einkaláni frá Gumma Jör,“ upplýsir Hafdís. Dagurinn var að sögn Hafdísar æðislegur frá upphafi til enda. Veislan var haldin í Garðaholti þar sem sveitastemningin ræður ríkjum. „Við fengum reyndar alveg hræðilegt veður, sem var auðvitað ekki planið, en í hreinskilni sagt bætti það bara á sjarmann.“ Hafdís Helga fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Fyrir framan annað fólk sem er sýnd í kvikmyndahúsum um þessar mundir, en þetta er hennar fyrsta aðalhlutverk í bíómynd í fullri lengd. Myndin, sem er rómantísk, hugljúf og kómísk, hefur fengið afar góða dóma og er Hafdís að vonum ánægð. „Ég hef ekki heyrt neitt nema gott sem er auðvitað voða gaman.“ Greinin birtist í Brúðkaupsblaði FréttablaðsinsDagurinn var að sögn Hafdísar æðislegur frá upphafi til enda.
Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Fleiri fréttir Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning