Vill endurgreiðsluákvæði úr útlendingalögum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. mars 2016 07:00 Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir hælisleitendur aldrei hafa verið krafða um endurgreiðslu síðustu fimm ár. Vísisr/Ernir Endurgreiðsluákvæði útlendingalaga hafa ekki verið nýtt undanfarin fimm ár. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, varaþingmanns Vinstri grænna. Í útlendingalögum má nú finna tvö ákvæði sem heimila að krefja útlending um endurgreiðslu kostnaðar. Annað ákvæðið snýr að endurgreiðslu kostnaðar vegna réttaraðstoðar við hælisleitanda hafi hælisleitandi, sem ekki fær hæli, ráð á endurgreiðslunni. Hitt ákvæðið snýr að endurgreiðslu vegna fyrirgreiðslu komi í ljós að hann hafi ekki haft þörf fyrir hana. Segir í svari ráðherra að ráðuneytið hafi leitað upplýsinga frá Útlendingastofnun sem hafi síðan gefið þau svör að ákvæðin hefðu ekki verið nýtt undanfarin fimm ár. Rósa Björk segir þungu fargi af sér létt við að heyra að ákvæðinu hafi ekki verið beitt. „Ef svo hefði verið hefði það verið ómannúðlegt. Ég er mjög fegin að sjá að þessu hafi ekki verið beitt enda tel ég að þetta eigi ekki heima í íslenskum lögum,“ segir Rósa Björk.Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaðurÞá svaraði ráðherra einnig spurningu Rósu Bjarkar um hvort stæði til að breyta ákvæðunum eða fella þau brott. „Vinna við heildarendurskoðun laga um útlendinga er á lokastigum í ráðuneytinu,“ segir í svari ráðherra. Einnig kemur fram að vinna við endurskoðunina hafi farið fram á vegum sérfræðinga ráðuneytisins sem og þverpólitískrar þingmannanefndar um útlendingamál. Þó kemur fram að eins og er hafi ekki verið gerðar efnislegar breytingar á framangreindum ákvæðum við þá vinnu. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi á næstunni. Rósa Björk segist bíða spennt eftir frumvarpinu og vonast eftir því að ákvæðin verði afnumin og passað sé vel upp á að komið verði í veg fyrir að viðlíka ákvæði verði komið inn í lög um útlendingarétt. „Það er ekki okkur sæmandi sem þjóð að hafa viðlíka ákvæði í íslenskum lögum,“ segir Rósa Björk. Fyrr á árinu samþykkti danska þingið lög sem heimiluðu meðal annars að gera verðmætar eignir flóttamanna upptækar. Hart var deilt á lögin á heimsvísu en þingið samþykkti þau með miklum meirihluta. „Við hljótum sem þjóð að vilja ekki fara nándar nærri því sem Danmörk var að gera,“ sagði Rósa Björk í samtali við fréttastofu í janúar þegar hún lagði fram fyrirspurnina og bætti við: „Fólk sem hingað kemur í leit að hæli hefur sjaldnast mikið á milli handanna og þarna eru lagaákvæði sem heimila að rukka hælisleitendur fyrir ýmsan kostnað ríkisins við umsókn þeirra.“ Flóttamenn Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Endurgreiðsluákvæði útlendingalaga hafa ekki verið nýtt undanfarin fimm ár. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, varaþingmanns Vinstri grænna. Í útlendingalögum má nú finna tvö ákvæði sem heimila að krefja útlending um endurgreiðslu kostnaðar. Annað ákvæðið snýr að endurgreiðslu kostnaðar vegna réttaraðstoðar við hælisleitanda hafi hælisleitandi, sem ekki fær hæli, ráð á endurgreiðslunni. Hitt ákvæðið snýr að endurgreiðslu vegna fyrirgreiðslu komi í ljós að hann hafi ekki haft þörf fyrir hana. Segir í svari ráðherra að ráðuneytið hafi leitað upplýsinga frá Útlendingastofnun sem hafi síðan gefið þau svör að ákvæðin hefðu ekki verið nýtt undanfarin fimm ár. Rósa Björk segir þungu fargi af sér létt við að heyra að ákvæðinu hafi ekki verið beitt. „Ef svo hefði verið hefði það verið ómannúðlegt. Ég er mjög fegin að sjá að þessu hafi ekki verið beitt enda tel ég að þetta eigi ekki heima í íslenskum lögum,“ segir Rósa Björk.Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaðurÞá svaraði ráðherra einnig spurningu Rósu Bjarkar um hvort stæði til að breyta ákvæðunum eða fella þau brott. „Vinna við heildarendurskoðun laga um útlendinga er á lokastigum í ráðuneytinu,“ segir í svari ráðherra. Einnig kemur fram að vinna við endurskoðunina hafi farið fram á vegum sérfræðinga ráðuneytisins sem og þverpólitískrar þingmannanefndar um útlendingamál. Þó kemur fram að eins og er hafi ekki verið gerðar efnislegar breytingar á framangreindum ákvæðum við þá vinnu. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi á næstunni. Rósa Björk segist bíða spennt eftir frumvarpinu og vonast eftir því að ákvæðin verði afnumin og passað sé vel upp á að komið verði í veg fyrir að viðlíka ákvæði verði komið inn í lög um útlendingarétt. „Það er ekki okkur sæmandi sem þjóð að hafa viðlíka ákvæði í íslenskum lögum,“ segir Rósa Björk. Fyrr á árinu samþykkti danska þingið lög sem heimiluðu meðal annars að gera verðmætar eignir flóttamanna upptækar. Hart var deilt á lögin á heimsvísu en þingið samþykkti þau með miklum meirihluta. „Við hljótum sem þjóð að vilja ekki fara nándar nærri því sem Danmörk var að gera,“ sagði Rósa Björk í samtali við fréttastofu í janúar þegar hún lagði fram fyrirspurnina og bætti við: „Fólk sem hingað kemur í leit að hæli hefur sjaldnast mikið á milli handanna og þarna eru lagaákvæði sem heimila að rukka hælisleitendur fyrir ýmsan kostnað ríkisins við umsókn þeirra.“
Flóttamenn Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira