Mottumars hófst með björgunaraðgerð Una Sighvatsdóttir skrifar 1. mars 2016 20:00 Farinn var björgunarleiðangur um borð í varðskipið Þór í dag. í þetta sinn var þó enginn í sjávarháska, heldur sigu fulltrúar krabbameinsfélagsins og fyrirtækja í sjávarútvegi um borð og afhentu skipherra Þórs sérstakt björgunarbox. Tilefnið er hinn árlegi Mottumars. Kristján Oddsson forstjóri Krabbameinsfélagsins segir að í björgunarkassanum sé bæði myndrænt fræðsluefniog eins bæklingar sem eru til að upplýsa karlmenn um einkenni krabbameins, með sérstakri áherslu á blöðruhálskrabbamein. „Allar rannsóknir sýna það að karlmenn leita síður og seinna til lækna og þá oft að áeggjan kvenna. Þetta er fyrst og fremst árvekniátak til að vejka þá til umhugsunar um eigin heilsu,“ sagði Kristján um borð í varðskipinu í dag. Málið stendur gæslunni nærri, því á stuttum tíma létust þrír úr hennar röðum úr krabbameini. Einn þeirra var Vilhjálmur Óli Valsson sigmaður, sem sigraði mottumars 2013 en lést stuttu síðar. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að þar vinni menn oft við hættulegar aðstæður, en krabbameinið sé hætta sem ekki þurfi síður að huga að. „Þetta læðist aftan að mönnum og heggur þar sem að síst skyldi. Við höfum þurft að sjá á eftir félögum okkar vegna þessa sjúkdóms sem hér er verið að vinna gegn, þannig að við viljum minnast þeirra. Við viljum jafnframt efla öryggi okkar manna , sjómanna almennt og landslýðs alls.“Forstjóri Krabbameinsfélagsins seig úr þyrlu um borð í varðskipið Þór í dag með s.k. „björgunarpakka" til sjómanna og annarra karlmanna.Ekki mesta karlmennskan að bíta á jaxlinn Björgunarboxunum verður nú meðal annars dreift til áhafna fiskiskipa, þar sem starfa margir karlmenn og er markmiðið að vekja þá til vitundar og fræða um einkennin. Jens Garðar Helgason formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að með því að styrkja átakið vilji samtökin hvetja sjómennina víðsvegar um allt land til þess að kynna sér einkenni krabbameinsins. „Og þegar menn fara að finna fyrir einhvejru að bíta bara ekki á jaxlinn, eins og okkar menn vilja oft gera og hefur kannski þótt merki um karlmennsku. Þá er enn meiri karlmennska að fara í skoðun.“ Jens sagði það táknrænt að vera af þessu tilefni um borð í varðskipinu Þór. „Því við höfum oft verið í háska og ólgusjó, en nú erum við saman í því að fara í annars konar björgun og biðja menn að muna það er líka annars konar háski, sem getur gerjast innra með okkur, sem við þurfum þá berjast við.“ Mottumars átakið stendur allan marsmánuð en markmið þess er að vera bæði árveknis- og fjáröflunarátak. Nánar má fræðast um mottumars, og skrá sig í áheitakeppnina, á vefnum mottumars.isVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton Brink Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Farinn var björgunarleiðangur um borð í varðskipið Þór í dag. í þetta sinn var þó enginn í sjávarháska, heldur sigu fulltrúar krabbameinsfélagsins og fyrirtækja í sjávarútvegi um borð og afhentu skipherra Þórs sérstakt björgunarbox. Tilefnið er hinn árlegi Mottumars. Kristján Oddsson forstjóri Krabbameinsfélagsins segir að í björgunarkassanum sé bæði myndrænt fræðsluefniog eins bæklingar sem eru til að upplýsa karlmenn um einkenni krabbameins, með sérstakri áherslu á blöðruhálskrabbamein. „Allar rannsóknir sýna það að karlmenn leita síður og seinna til lækna og þá oft að áeggjan kvenna. Þetta er fyrst og fremst árvekniátak til að vejka þá til umhugsunar um eigin heilsu,“ sagði Kristján um borð í varðskipinu í dag. Málið stendur gæslunni nærri, því á stuttum tíma létust þrír úr hennar röðum úr krabbameini. Einn þeirra var Vilhjálmur Óli Valsson sigmaður, sem sigraði mottumars 2013 en lést stuttu síðar. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að þar vinni menn oft við hættulegar aðstæður, en krabbameinið sé hætta sem ekki þurfi síður að huga að. „Þetta læðist aftan að mönnum og heggur þar sem að síst skyldi. Við höfum þurft að sjá á eftir félögum okkar vegna þessa sjúkdóms sem hér er verið að vinna gegn, þannig að við viljum minnast þeirra. Við viljum jafnframt efla öryggi okkar manna , sjómanna almennt og landslýðs alls.“Forstjóri Krabbameinsfélagsins seig úr þyrlu um borð í varðskipið Þór í dag með s.k. „björgunarpakka" til sjómanna og annarra karlmanna.Ekki mesta karlmennskan að bíta á jaxlinn Björgunarboxunum verður nú meðal annars dreift til áhafna fiskiskipa, þar sem starfa margir karlmenn og er markmiðið að vekja þá til vitundar og fræða um einkennin. Jens Garðar Helgason formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að með því að styrkja átakið vilji samtökin hvetja sjómennina víðsvegar um allt land til þess að kynna sér einkenni krabbameinsins. „Og þegar menn fara að finna fyrir einhvejru að bíta bara ekki á jaxlinn, eins og okkar menn vilja oft gera og hefur kannski þótt merki um karlmennsku. Þá er enn meiri karlmennska að fara í skoðun.“ Jens sagði það táknrænt að vera af þessu tilefni um borð í varðskipinu Þór. „Því við höfum oft verið í háska og ólgusjó, en nú erum við saman í því að fara í annars konar björgun og biðja menn að muna það er líka annars konar háski, sem getur gerjast innra með okkur, sem við þurfum þá berjast við.“ Mottumars átakið stendur allan marsmánuð en markmið þess er að vera bæði árveknis- og fjáröflunarátak. Nánar má fræðast um mottumars, og skrá sig í áheitakeppnina, á vefnum mottumars.isVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton Brink
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira