Mottumars hófst með björgunaraðgerð Una Sighvatsdóttir skrifar 1. mars 2016 20:00 Farinn var björgunarleiðangur um borð í varðskipið Þór í dag. í þetta sinn var þó enginn í sjávarháska, heldur sigu fulltrúar krabbameinsfélagsins og fyrirtækja í sjávarútvegi um borð og afhentu skipherra Þórs sérstakt björgunarbox. Tilefnið er hinn árlegi Mottumars. Kristján Oddsson forstjóri Krabbameinsfélagsins segir að í björgunarkassanum sé bæði myndrænt fræðsluefniog eins bæklingar sem eru til að upplýsa karlmenn um einkenni krabbameins, með sérstakri áherslu á blöðruhálskrabbamein. „Allar rannsóknir sýna það að karlmenn leita síður og seinna til lækna og þá oft að áeggjan kvenna. Þetta er fyrst og fremst árvekniátak til að vejka þá til umhugsunar um eigin heilsu,“ sagði Kristján um borð í varðskipinu í dag. Málið stendur gæslunni nærri, því á stuttum tíma létust þrír úr hennar röðum úr krabbameini. Einn þeirra var Vilhjálmur Óli Valsson sigmaður, sem sigraði mottumars 2013 en lést stuttu síðar. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að þar vinni menn oft við hættulegar aðstæður, en krabbameinið sé hætta sem ekki þurfi síður að huga að. „Þetta læðist aftan að mönnum og heggur þar sem að síst skyldi. Við höfum þurft að sjá á eftir félögum okkar vegna þessa sjúkdóms sem hér er verið að vinna gegn, þannig að við viljum minnast þeirra. Við viljum jafnframt efla öryggi okkar manna , sjómanna almennt og landslýðs alls.“Forstjóri Krabbameinsfélagsins seig úr þyrlu um borð í varðskipið Þór í dag með s.k. „björgunarpakka" til sjómanna og annarra karlmanna.Ekki mesta karlmennskan að bíta á jaxlinn Björgunarboxunum verður nú meðal annars dreift til áhafna fiskiskipa, þar sem starfa margir karlmenn og er markmiðið að vekja þá til vitundar og fræða um einkennin. Jens Garðar Helgason formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að með því að styrkja átakið vilji samtökin hvetja sjómennina víðsvegar um allt land til þess að kynna sér einkenni krabbameinsins. „Og þegar menn fara að finna fyrir einhvejru að bíta bara ekki á jaxlinn, eins og okkar menn vilja oft gera og hefur kannski þótt merki um karlmennsku. Þá er enn meiri karlmennska að fara í skoðun.“ Jens sagði það táknrænt að vera af þessu tilefni um borð í varðskipinu Þór. „Því við höfum oft verið í háska og ólgusjó, en nú erum við saman í því að fara í annars konar björgun og biðja menn að muna það er líka annars konar háski, sem getur gerjast innra með okkur, sem við þurfum þá berjast við.“ Mottumars átakið stendur allan marsmánuð en markmið þess er að vera bæði árveknis- og fjáröflunarátak. Nánar má fræðast um mottumars, og skrá sig í áheitakeppnina, á vefnum mottumars.isVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton Brink Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Farinn var björgunarleiðangur um borð í varðskipið Þór í dag. í þetta sinn var þó enginn í sjávarháska, heldur sigu fulltrúar krabbameinsfélagsins og fyrirtækja í sjávarútvegi um borð og afhentu skipherra Þórs sérstakt björgunarbox. Tilefnið er hinn árlegi Mottumars. Kristján Oddsson forstjóri Krabbameinsfélagsins segir að í björgunarkassanum sé bæði myndrænt fræðsluefniog eins bæklingar sem eru til að upplýsa karlmenn um einkenni krabbameins, með sérstakri áherslu á blöðruhálskrabbamein. „Allar rannsóknir sýna það að karlmenn leita síður og seinna til lækna og þá oft að áeggjan kvenna. Þetta er fyrst og fremst árvekniátak til að vejka þá til umhugsunar um eigin heilsu,“ sagði Kristján um borð í varðskipinu í dag. Málið stendur gæslunni nærri, því á stuttum tíma létust þrír úr hennar röðum úr krabbameini. Einn þeirra var Vilhjálmur Óli Valsson sigmaður, sem sigraði mottumars 2013 en lést stuttu síðar. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að þar vinni menn oft við hættulegar aðstæður, en krabbameinið sé hætta sem ekki þurfi síður að huga að. „Þetta læðist aftan að mönnum og heggur þar sem að síst skyldi. Við höfum þurft að sjá á eftir félögum okkar vegna þessa sjúkdóms sem hér er verið að vinna gegn, þannig að við viljum minnast þeirra. Við viljum jafnframt efla öryggi okkar manna , sjómanna almennt og landslýðs alls.“Forstjóri Krabbameinsfélagsins seig úr þyrlu um borð í varðskipið Þór í dag með s.k. „björgunarpakka" til sjómanna og annarra karlmanna.Ekki mesta karlmennskan að bíta á jaxlinn Björgunarboxunum verður nú meðal annars dreift til áhafna fiskiskipa, þar sem starfa margir karlmenn og er markmiðið að vekja þá til vitundar og fræða um einkennin. Jens Garðar Helgason formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að með því að styrkja átakið vilji samtökin hvetja sjómennina víðsvegar um allt land til þess að kynna sér einkenni krabbameinsins. „Og þegar menn fara að finna fyrir einhvejru að bíta bara ekki á jaxlinn, eins og okkar menn vilja oft gera og hefur kannski þótt merki um karlmennsku. Þá er enn meiri karlmennska að fara í skoðun.“ Jens sagði það táknrænt að vera af þessu tilefni um borð í varðskipinu Þór. „Því við höfum oft verið í háska og ólgusjó, en nú erum við saman í því að fara í annars konar björgun og biðja menn að muna það er líka annars konar háski, sem getur gerjast innra með okkur, sem við þurfum þá berjast við.“ Mottumars átakið stendur allan marsmánuð en markmið þess er að vera bæði árveknis- og fjáröflunarátak. Nánar má fræðast um mottumars, og skrá sig í áheitakeppnina, á vefnum mottumars.isVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton Brink
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira