Innlent

Saka Svavar um að hafa flæmt Sigurð af Facebook

Jakob Bjarnar skrifar
Félagar Sigurðar hafa gert ýmsar útgáfur þar sem skopast er með merki sauðfjárbænda, og hér er Sigurður kominn í hringinn.
Félagar Sigurðar hafa gert ýmsar útgáfur þar sem skopast er með merki sauðfjárbænda, og hér er Sigurður kominn í hringinn.
Hópur sem lætur sig gróðurvernd og uppgræðslu sig varða og hefur barist gegn ofbeit sauðfjár, sendir Svavari Halldórssyni kaldar kveðjur á Facebook og kalla hann „yfirritskoðara samfélagsmiðla“. Hópurinn telur stærsta vandamál í náttúrvernd á Íslandi vera lausagöngu búfjár. Allt að fimmtungur sauðfjár á Íslandi gengur á óbeitarhæfu landi.

Einn úr hópnum, Sigurður Arnarson kennari á Akureyri, var fyrir skömmu settur í þriggja daga bann frá Facebook. Sigurði var tjáð, af stjórnendum Facebook, að hann hafi í leyfisleysi birt mynd sem er útúrsnúningur á merki sauðfjárbænda.

Hér má sjá Svavar, merki sauðfjárbænda og eina útgáfu skopmyndar sem andstæðingar sauðfjárbeitar hafa birt á Facebook.
Vísir greindi frá ágreiningi milli Svavars og þessa hóps fyrir um viku, en þá var Svavar sakaður um að fylgjast grannt með gangi mála í Facebook-hópi sem heitir Áhugafólk um landgræðslu og láta fjarlægja þar innlegg sem honum ekki líkar. Þetta er hann sagður gera með því að tilkynna stjórnendum Facebook um brot á meðferð vörumerkja en það sem um ræðir er skopmynd af merki sauðfjárbænda.“

„Ég tilkynnti bæði falssíðu og skrumskælingu vörumerkis. Ekkert annað. Þannig horfir málið við mér,“ segir Svavar Halldórsson í samtali við Vísi.

Vegið að tjáningarfrelsinu

Fyrir fáeinum dögum dró svo til tíðinda, þegar Sigurður var útilokaður frá Facebook og varaður við. Bróðir hans, Jón Kristófer Arnarson, skógræktarsérfræðingur hjá Landbúnaðarháskólanum telur þarna harkalega vegið að tjáningarfrelsinu. Hann sendi frá sér svohljóðandi yfirlýsingu á Facebook:

„Kæru félagar. Hér er mynd sem Sigurður Arnarson bróðir minn birti á Facebook. Svavar Halldórsson, ritskoðari og framkvæmdastjóri hjá Landsamtökum Sauðfjárbænda lét setja hann í bann hér á Facebook fyrir myndbirtinguna. Nú langar mig að biðja ykkur um að deila þessari mynd sem víðast. Mér þætti vænt um það.  Lifi tjáningarfrelsið.“

Hér er ein útgáfa frá hópnum, þar sem hæðst er að merki sauðfjárbænda.
Sigurður nýtur nokkurs stuðnings meðal félaga sinna, þeir eru gramir og hafa í mótmælaskyni birt téðar myndir á Facebook sem urðu til að Sigurður var settur í bann. Þannig vilja þeir storka Facebook og Svavari.

Lög um vörmerki bannar misnotkun

Í lögum um vörumerki, sem þá lýtur að atvinnustarfsemi, segir ekki megi rýra orðspor þekkts merkis og varði það brotum gegn lögum.

„4. gr. Í vörumerkjarétti felst að aðrir en eigandi vörumerkis mega ekki heimildarlaust nota í atvinnustarfsemi tákn sem eru eins eða lík vörumerki hans ef: 

„1. notkunin tekur til eins eða svipaðrar vöru eða þjónustu og vörumerkjarétturinn nær til og 2. hætt er við ruglingi, þar með talið að tengsl séu með merkjunum. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr., um eins eða svipaða vöru eða þjónustu, getur eigandi vörumerkis einnig bannað notkun þess fyrir annars konar vöru eða þjónustu ef vörumerkið er vel þekkt hér á landi og notkunin hefur í för með sér misnotkun eða rýrir aðgreiningareiginleika eða orðspor hins þekkta merkis.“

Orsending Facebook til Sigurðar

Orðsendingin sem Sigurður fékk þegar hann var sendur í bann er hér fyrir neðan en þar kemur fram að ef Sigurður vilji fá þessum úrskurði hnekkt verði hann að leita sátta hjá þeim sem kæri, en sá er Svavar Halldórsson. 

Facebook bendir Sigurði á að ef hann telji að um óréttmæta útilokun hafi verið, þá verði hann að eiga það við Svavar.
We Removed Content You Posted We’ve removed or disabled access to the following content that you posted on Facebook because a third party reported that the content infringes or otherwise violates their trademark rights:

You Are Temporarily Blocked You are now blocked from posting content on Facebook for 3 days.

If you continue to post content that infringes or violates others' rights or otherwise violates the law, you could be permanently blocked from posting content to Facebook or even have your account permanently disabled.

Contact the Complaining Party

If you believe that this content should not have been removed from Facebook, you can contact the complaining party directly to resolve your issue:

Report #: 1657060794568138 Rights Owner: Markaðsráð kindakjöts (The Icelandic Lamb marketing Board) Email: svavar@bondi.is Trademark: Icelandic Lamb - Roaming Free Since 874

If an agreement is reached to restore the reported content, please have the complaining party email us with their consent and include the report number. Please note that the complaining party is not required to respond to your request.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×