Agent sauðfjárbænda sakaður um ritskoðunartilburði Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2016 13:43 Svavar Halldórsson er sakaður um hryðjuverk í hópi landgræðslumanna. Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landsamtaka sauðfjárbænda, er sakaður um það að laumupokast inni á Facebook-hóp sem heitir Áhugafólk um landgræðslu og láta fjarlægja þar innlegg sem honum ekki líkar. Þetta er hann sagður gera með því að tilkynna stjórnendum Facebook um brot á meðferð vörumerkja en það sem um ræðir er skopmynd af merki sauðfjárbænda. Svavar er sagður gera án þess að færa haldbær rök fyrir fyrir þessum aðgerðum „sem geta vegið þyngra en stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi þeirra sem hér tjá sig. Þess í stað reynir hann leið ritskoðunar og þöggunar á þeim staðreyndum sem hann er ósáttur við. E.t.v. bendir það til rökþrota viðkomandi einstaklings að reyna að hindra umræðu frekar en að taka þátt í henni. Þetta er auðvitað óþolandi framkoma. Er ekki rétt að útiloka þetta nettröll af síðunni?“ spyr Sigurður Arnarson kennari, og einn meðlima hópsins. Ljóst er að hann og margir aðrir landgræðslumenn eru orðnir yfir sig þreyttir á Svavari og eru nokkrar umræður um að henda honum úr hópnum.Þessi skopútfærsla á merki sauðfjárbænda er sögð fara fyrir brjóstið á Svavari, svo mjög að hann mun hafa kært birtingu þess til stjórnenda Facebook.Jón Kristófer Arnarson, sérfræðingur hjá Landbúnaðarháskólanum, útskýrir þetta sérkennilega mál fyrir blaðamanni. Að þannig sé að Landssamtök sauðfjárbænda hóf markaðsátak um sölu sauðfjárafurða en „þar er því haldið ranglega fram að sauðfjárrækt á Íslandi væri sjálfbær hvað varðar landnýtingu og fari fram á óspilltu landi. Ekkert er fjær sanni þar sem jarðvegs- og gróðureyðing er óvíða meiri en hér á landi og megin orsökin er ofbeit. Enn í dag er verið að beita land sem ekki þolir beit,“ segir Jón Kristófer. Síðan gerist það að einhverjir gerðu skopmyndir af merki sauðfjárbænda. Þetta merki er Svavar sakaður um að hafa tilkynnt til stjórnenda Facebook sem broti á meðferð vörumerkja og þá hafa heilu þræðirnir, þar sem þessi merki sjást, horfið. „Sjálfur fékk ég tilkynningu frá Facebook og hótun um að aðgangi mínum kynni að verða eytt ef ég póstaði slíkum myndum. Ég fjallaði lítillega um það mál á minni síðu hér á Facebook í gær og eins hér á þessum síðum,“ segir Jón Kristófer. Blaðamaður fór inn í hópinn, sem er lokaður og grennslaðist fyrir um málið, nákvæmlega á þeim vettvangi sem um ræðir og spurðist fyrir. Meðal annars var Svavar spurður en hann vildi engu svara.Uppfært 14:20 Svavar Halldórsson hefur nú svarað með sérstökum þræði inni á umræddum hópi. Þar segir hann meðal annars: „Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast hér og ég verið látinn vita af með ítrekuðum ,,töggunum" vil ég segja að ég kvartaði yfir því við Facebook þegar búið var að stofna falska síðu í nafni Markaðsráðs kindakjöts og eins því að verið sé að skrumskæla vörumerki markaðsráðs. Slíka háttsemi tel ég engum til framdráttar og brot á reglum Facebook. Undir það var tekið. Ég sjálfsögðu bað ég ekki um að umræðuþráðum væri lokað eða lokað á fólk og efast reyndar um að það sé hægt.“ Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landsamtaka sauðfjárbænda, er sakaður um það að laumupokast inni á Facebook-hóp sem heitir Áhugafólk um landgræðslu og láta fjarlægja þar innlegg sem honum ekki líkar. Þetta er hann sagður gera með því að tilkynna stjórnendum Facebook um brot á meðferð vörumerkja en það sem um ræðir er skopmynd af merki sauðfjárbænda. Svavar er sagður gera án þess að færa haldbær rök fyrir fyrir þessum aðgerðum „sem geta vegið þyngra en stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi þeirra sem hér tjá sig. Þess í stað reynir hann leið ritskoðunar og þöggunar á þeim staðreyndum sem hann er ósáttur við. E.t.v. bendir það til rökþrota viðkomandi einstaklings að reyna að hindra umræðu frekar en að taka þátt í henni. Þetta er auðvitað óþolandi framkoma. Er ekki rétt að útiloka þetta nettröll af síðunni?“ spyr Sigurður Arnarson kennari, og einn meðlima hópsins. Ljóst er að hann og margir aðrir landgræðslumenn eru orðnir yfir sig þreyttir á Svavari og eru nokkrar umræður um að henda honum úr hópnum.Þessi skopútfærsla á merki sauðfjárbænda er sögð fara fyrir brjóstið á Svavari, svo mjög að hann mun hafa kært birtingu þess til stjórnenda Facebook.Jón Kristófer Arnarson, sérfræðingur hjá Landbúnaðarháskólanum, útskýrir þetta sérkennilega mál fyrir blaðamanni. Að þannig sé að Landssamtök sauðfjárbænda hóf markaðsátak um sölu sauðfjárafurða en „þar er því haldið ranglega fram að sauðfjárrækt á Íslandi væri sjálfbær hvað varðar landnýtingu og fari fram á óspilltu landi. Ekkert er fjær sanni þar sem jarðvegs- og gróðureyðing er óvíða meiri en hér á landi og megin orsökin er ofbeit. Enn í dag er verið að beita land sem ekki þolir beit,“ segir Jón Kristófer. Síðan gerist það að einhverjir gerðu skopmyndir af merki sauðfjárbænda. Þetta merki er Svavar sakaður um að hafa tilkynnt til stjórnenda Facebook sem broti á meðferð vörumerkja og þá hafa heilu þræðirnir, þar sem þessi merki sjást, horfið. „Sjálfur fékk ég tilkynningu frá Facebook og hótun um að aðgangi mínum kynni að verða eytt ef ég póstaði slíkum myndum. Ég fjallaði lítillega um það mál á minni síðu hér á Facebook í gær og eins hér á þessum síðum,“ segir Jón Kristófer. Blaðamaður fór inn í hópinn, sem er lokaður og grennslaðist fyrir um málið, nákvæmlega á þeim vettvangi sem um ræðir og spurðist fyrir. Meðal annars var Svavar spurður en hann vildi engu svara.Uppfært 14:20 Svavar Halldórsson hefur nú svarað með sérstökum þræði inni á umræddum hópi. Þar segir hann meðal annars: „Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast hér og ég verið látinn vita af með ítrekuðum ,,töggunum" vil ég segja að ég kvartaði yfir því við Facebook þegar búið var að stofna falska síðu í nafni Markaðsráðs kindakjöts og eins því að verið sé að skrumskæla vörumerki markaðsráðs. Slíka háttsemi tel ég engum til framdráttar og brot á reglum Facebook. Undir það var tekið. Ég sjálfsögðu bað ég ekki um að umræðuþráðum væri lokað eða lokað á fólk og efast reyndar um að það sé hægt.“
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira