Innlent

Fangageymslur fullar eftir nóttina

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fangageymslur á Hverfisgötu voru fullar eftir nóttina.
Fangageymslur á Hverfisgötu voru fullar eftir nóttina. Vísir/GVA
Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt vegna ýmissa mála og voru fangageymslur á Hverfisgötu fullar. Þá þurfti að vista aðila í fangageymslum á öðrum lögreglustöðvum vegna mála.

Í gærkvöldi var tilkynnt um umferðarslys við Nýbýlaveg en þar hafði bíl verið ekið á ljósastaur. Ökumaðurinn var sagður meðvitundarlaus og fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Í dagbók lögreglu segir að ítrekað hafi verið höfð afskipti af manninum þar sem hann hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Þá reyndist bifreiðin sem hann ók vera ótryggð.

Þá var ökumaður stöðvaður á Sæbraut eftir að hraði bílsins sem hann ók hafði verið mældur á 116 kílómetra hraða til móts við Sólfarið þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×