Innlent

Stöðvuðu kannabisræktun

Samúel Karl Ólason skrifar
Myndinn tengist fréttinni ekki beint.
Myndinn tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Stefán
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í vikunni. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni var ræktunin til staðar í íbúð, sem hafði verið leigð gagngert til þess að framleiða þar kannabisefni. Enginn bjó í henni.

Lögreglan handtók karl og konu á vettvangi en karlmaðurinn viðurkenndi að hafa staðið fyrir ræktuninni.

„Rökstuddur grunur leikur á að þarna hafi farið fram dreifing og sala fíkniefna. Fengin var dráttarbifreið með gám til að fjarlægja plönturnar og mikið magn tóla og tækja sem notuð höfðu verið við framleiðsluna,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×