Matvælasvindl getur varðað fangelsisvist Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 5. mars 2016 07:00 Eitt helsta svindlið í Svíþjóð var þegar fyrirtæki seldi um tveggja ára skeið mörg tonn af lituðu svínakjöti sem nautafillé eða sem aðrar tegundir kjöts. vísir/GVA Hægt er að dæma matvælaframleiðendur á Íslandi í allt að fjögurra ára fangelsisvist ef um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot er að ræða. Viktor S. Pálsson, forstöðumaður stjórnsýslusviðs hjá Matvælastofnun, Mast, kveðst ekki vita til þess að menn hafi verið dæmdir í fangelsi. „Oftast eru gerðar kröfur um úrbætur í fyrirtækjunum eða markaðssetning stöðvuð eins og gert var í síðasta mánuði þegar við lokuðum sláturhúsi. Það er ekki þar með sagt að eitthvað stórkostlegt hafi verið að en það er ekki nógu gott að okkur skuli ekki vera hleypt inn,“ segir Viktor. Tilgangur eftirlitsins var meðal annars að fylgja eftir kröfum um úrbætur frá fyrri eftirlitsheimsóknum stofnunarinnar.„Oftast eru gerðar kröfur um úrbætur í fyrirtækjunum eða markaðssetning stöðvuð eins og gert var í síðasta mánuði þegar við lokuðum sláturhúsi.“ Viktor Stefán Pálsson, forstöðumaður stjórnsýslusviðs MatvælastofnunarHaldi fyrirtæki áfram starfsemi eftir að Matvælastofnun hefur lokað því er kæra send til lögreglu. „Nýjasta dæmið sem ég man eftir er frá því í fyrra. Við höfðum þá lokað lítilli fiskvinnslu en starfseminni var haldið áfram í nokkra mánuði eftir það. Við lokuðum þá fyrirtækinu aftur og kærðum það til lögreglu. Viðkomandi var dæmdur til sektargreiðslu,“ greinir Viktor frá. Matvælastofnun hefur eftirlit með bændum og stórum matvælaframleiðendum. „Heilt yfir er þetta í nokkuð góðu lagi en auðvitað koma reglulega upp einhver tilvik.“ Sænska ríkisstjórnin lætur nú kanna hvort taka eigi upp á ný ákvæði um fangelsisdóma vegna brota á matvælalögum. Slíkt ákvæði var tekið út árið 2006. Matvælastofnunin í Svíþjóð hefur lengi krafist þess að slíkt ákvæði verði sett í lög á ný. Sænska dagblaðið Dagens Nyheter hefur greint frá því að svindl með matvæli hafi á undanförnum árum orðið nýr markaður fyrir skipulagða glæpastarfsemi, meðal annars vegna mikils hagnaðar, lítillar hættu á að svindlið uppgötvist og vegna vægra refsinga. Eitt helsta svindlið í Svíþjóð var þegar fyrirtæki seldi um tveggja ára skeið mörg tonn af lituðu svínakjöti sem nautafillé eða sem aðrar tegundir kjöts. Fyrirtækið var dæmt til að greiða 200 þúsund sænskar krónur, eða rúmlega 3 milljónir íslenskra króna, í sekt. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Hægt er að dæma matvælaframleiðendur á Íslandi í allt að fjögurra ára fangelsisvist ef um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot er að ræða. Viktor S. Pálsson, forstöðumaður stjórnsýslusviðs hjá Matvælastofnun, Mast, kveðst ekki vita til þess að menn hafi verið dæmdir í fangelsi. „Oftast eru gerðar kröfur um úrbætur í fyrirtækjunum eða markaðssetning stöðvuð eins og gert var í síðasta mánuði þegar við lokuðum sláturhúsi. Það er ekki þar með sagt að eitthvað stórkostlegt hafi verið að en það er ekki nógu gott að okkur skuli ekki vera hleypt inn,“ segir Viktor. Tilgangur eftirlitsins var meðal annars að fylgja eftir kröfum um úrbætur frá fyrri eftirlitsheimsóknum stofnunarinnar.„Oftast eru gerðar kröfur um úrbætur í fyrirtækjunum eða markaðssetning stöðvuð eins og gert var í síðasta mánuði þegar við lokuðum sláturhúsi.“ Viktor Stefán Pálsson, forstöðumaður stjórnsýslusviðs MatvælastofnunarHaldi fyrirtæki áfram starfsemi eftir að Matvælastofnun hefur lokað því er kæra send til lögreglu. „Nýjasta dæmið sem ég man eftir er frá því í fyrra. Við höfðum þá lokað lítilli fiskvinnslu en starfseminni var haldið áfram í nokkra mánuði eftir það. Við lokuðum þá fyrirtækinu aftur og kærðum það til lögreglu. Viðkomandi var dæmdur til sektargreiðslu,“ greinir Viktor frá. Matvælastofnun hefur eftirlit með bændum og stórum matvælaframleiðendum. „Heilt yfir er þetta í nokkuð góðu lagi en auðvitað koma reglulega upp einhver tilvik.“ Sænska ríkisstjórnin lætur nú kanna hvort taka eigi upp á ný ákvæði um fangelsisdóma vegna brota á matvælalögum. Slíkt ákvæði var tekið út árið 2006. Matvælastofnunin í Svíþjóð hefur lengi krafist þess að slíkt ákvæði verði sett í lög á ný. Sænska dagblaðið Dagens Nyheter hefur greint frá því að svindl með matvæli hafi á undanförnum árum orðið nýr markaður fyrir skipulagða glæpastarfsemi, meðal annars vegna mikils hagnaðar, lítillar hættu á að svindlið uppgötvist og vegna vægra refsinga. Eitt helsta svindlið í Svíþjóð var þegar fyrirtæki seldi um tveggja ára skeið mörg tonn af lituðu svínakjöti sem nautafillé eða sem aðrar tegundir kjöts. Fyrirtækið var dæmt til að greiða 200 þúsund sænskar krónur, eða rúmlega 3 milljónir íslenskra króna, í sekt.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira