Matvælasvindl getur varðað fangelsisvist Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 5. mars 2016 07:00 Eitt helsta svindlið í Svíþjóð var þegar fyrirtæki seldi um tveggja ára skeið mörg tonn af lituðu svínakjöti sem nautafillé eða sem aðrar tegundir kjöts. vísir/GVA Hægt er að dæma matvælaframleiðendur á Íslandi í allt að fjögurra ára fangelsisvist ef um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot er að ræða. Viktor S. Pálsson, forstöðumaður stjórnsýslusviðs hjá Matvælastofnun, Mast, kveðst ekki vita til þess að menn hafi verið dæmdir í fangelsi. „Oftast eru gerðar kröfur um úrbætur í fyrirtækjunum eða markaðssetning stöðvuð eins og gert var í síðasta mánuði þegar við lokuðum sláturhúsi. Það er ekki þar með sagt að eitthvað stórkostlegt hafi verið að en það er ekki nógu gott að okkur skuli ekki vera hleypt inn,“ segir Viktor. Tilgangur eftirlitsins var meðal annars að fylgja eftir kröfum um úrbætur frá fyrri eftirlitsheimsóknum stofnunarinnar.„Oftast eru gerðar kröfur um úrbætur í fyrirtækjunum eða markaðssetning stöðvuð eins og gert var í síðasta mánuði þegar við lokuðum sláturhúsi.“ Viktor Stefán Pálsson, forstöðumaður stjórnsýslusviðs MatvælastofnunarHaldi fyrirtæki áfram starfsemi eftir að Matvælastofnun hefur lokað því er kæra send til lögreglu. „Nýjasta dæmið sem ég man eftir er frá því í fyrra. Við höfðum þá lokað lítilli fiskvinnslu en starfseminni var haldið áfram í nokkra mánuði eftir það. Við lokuðum þá fyrirtækinu aftur og kærðum það til lögreglu. Viðkomandi var dæmdur til sektargreiðslu,“ greinir Viktor frá. Matvælastofnun hefur eftirlit með bændum og stórum matvælaframleiðendum. „Heilt yfir er þetta í nokkuð góðu lagi en auðvitað koma reglulega upp einhver tilvik.“ Sænska ríkisstjórnin lætur nú kanna hvort taka eigi upp á ný ákvæði um fangelsisdóma vegna brota á matvælalögum. Slíkt ákvæði var tekið út árið 2006. Matvælastofnunin í Svíþjóð hefur lengi krafist þess að slíkt ákvæði verði sett í lög á ný. Sænska dagblaðið Dagens Nyheter hefur greint frá því að svindl með matvæli hafi á undanförnum árum orðið nýr markaður fyrir skipulagða glæpastarfsemi, meðal annars vegna mikils hagnaðar, lítillar hættu á að svindlið uppgötvist og vegna vægra refsinga. Eitt helsta svindlið í Svíþjóð var þegar fyrirtæki seldi um tveggja ára skeið mörg tonn af lituðu svínakjöti sem nautafillé eða sem aðrar tegundir kjöts. Fyrirtækið var dæmt til að greiða 200 þúsund sænskar krónur, eða rúmlega 3 milljónir íslenskra króna, í sekt. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Hægt er að dæma matvælaframleiðendur á Íslandi í allt að fjögurra ára fangelsisvist ef um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot er að ræða. Viktor S. Pálsson, forstöðumaður stjórnsýslusviðs hjá Matvælastofnun, Mast, kveðst ekki vita til þess að menn hafi verið dæmdir í fangelsi. „Oftast eru gerðar kröfur um úrbætur í fyrirtækjunum eða markaðssetning stöðvuð eins og gert var í síðasta mánuði þegar við lokuðum sláturhúsi. Það er ekki þar með sagt að eitthvað stórkostlegt hafi verið að en það er ekki nógu gott að okkur skuli ekki vera hleypt inn,“ segir Viktor. Tilgangur eftirlitsins var meðal annars að fylgja eftir kröfum um úrbætur frá fyrri eftirlitsheimsóknum stofnunarinnar.„Oftast eru gerðar kröfur um úrbætur í fyrirtækjunum eða markaðssetning stöðvuð eins og gert var í síðasta mánuði þegar við lokuðum sláturhúsi.“ Viktor Stefán Pálsson, forstöðumaður stjórnsýslusviðs MatvælastofnunarHaldi fyrirtæki áfram starfsemi eftir að Matvælastofnun hefur lokað því er kæra send til lögreglu. „Nýjasta dæmið sem ég man eftir er frá því í fyrra. Við höfðum þá lokað lítilli fiskvinnslu en starfseminni var haldið áfram í nokkra mánuði eftir það. Við lokuðum þá fyrirtækinu aftur og kærðum það til lögreglu. Viðkomandi var dæmdur til sektargreiðslu,“ greinir Viktor frá. Matvælastofnun hefur eftirlit með bændum og stórum matvælaframleiðendum. „Heilt yfir er þetta í nokkuð góðu lagi en auðvitað koma reglulega upp einhver tilvik.“ Sænska ríkisstjórnin lætur nú kanna hvort taka eigi upp á ný ákvæði um fangelsisdóma vegna brota á matvælalögum. Slíkt ákvæði var tekið út árið 2006. Matvælastofnunin í Svíþjóð hefur lengi krafist þess að slíkt ákvæði verði sett í lög á ný. Sænska dagblaðið Dagens Nyheter hefur greint frá því að svindl með matvæli hafi á undanförnum árum orðið nýr markaður fyrir skipulagða glæpastarfsemi, meðal annars vegna mikils hagnaðar, lítillar hættu á að svindlið uppgötvist og vegna vægra refsinga. Eitt helsta svindlið í Svíþjóð var þegar fyrirtæki seldi um tveggja ára skeið mörg tonn af lituðu svínakjöti sem nautafillé eða sem aðrar tegundir kjöts. Fyrirtækið var dæmt til að greiða 200 þúsund sænskar krónur, eða rúmlega 3 milljónir íslenskra króna, í sekt.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira