Kínverjar banna samkynhneigð í sjónvarpi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. mars 2016 11:22 Bannið þykir reiðarslag fyrir réttindabaráttu samkynhneigðra í Kína. Vísir/AFP Ekki má sýna samkynhneigð eða aðra „afbrigðilega“ hegðun í leiknu efni í kínversku sjónvarpi samkvæmt nýrri reglugerð þar í landi. Vinsæll sjónvarpsþáttur var tekinn úr sýningu vegna þess að í honum kom fyrir samkynhneigt par. Ritskoðendur þar í landi hafa gefið út nýja reglugerð þar sem efni í sjónvarpi sem „ýkir hinar myrku hliðar samfélagsins“ er bannað. Þar með eru taldir þættir sem sýna samkynhneigð, framhjáhald eða einnar nætur gaman. Í síðustu viku komu yfirvöld í Kína í veg fyrir að vinsæll leikinn sjónvarpsþáttur þar sem meðal annars er fylgst með sambandi samkynhneigðs pars yrði sýndur. Milljónir horfa á þáttinn í hverri viku og var ákvörðun kínverskra yfirvalda ekki vel tekið.Hér má sjá brot úr þættinum sem um ræðir.Yfirvöld segja að þátturinn hafi brotið hina nýju reglugerð en í henni segir að ekkert leikið sjónvarpsefni megi innihalda „afbrigðilegt kynferðislegt athæfi.“ Bannið gildir einnig um reykingar og drykkju sem nú er komið á bannlista yfir það sem ekki má sýna í kínversku sjónvarpi. Munu yfirvöld fylgjast náið með því að reglugerðinni verði fylgt eftir. Frá því að Xi Jingping tók við völdum sem forseti Kína hefur færst aukin harka í ritskoðunartilburði yfirvalda. Árið 2014 var þáttur úr hinni vinsælu þáttaröð The Empress of China tekin úr umferð vegna þess hversu mikið sást í brjóstaskoru leikara þáttanna. Bannið þykir vera reiðarslag fyrir réttindabaráttu samkynhneigða í Kína sem barist hafa fyrir viðurkenningu um áratugaskeið. Lög sem gerðu samkynhneigð ólöglega í Kína voru gerð ógild árið 1997 og árið 2001 var samkynhneigð tekin af lista yfir geðsjúkdóma. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Ekki má sýna samkynhneigð eða aðra „afbrigðilega“ hegðun í leiknu efni í kínversku sjónvarpi samkvæmt nýrri reglugerð þar í landi. Vinsæll sjónvarpsþáttur var tekinn úr sýningu vegna þess að í honum kom fyrir samkynhneigt par. Ritskoðendur þar í landi hafa gefið út nýja reglugerð þar sem efni í sjónvarpi sem „ýkir hinar myrku hliðar samfélagsins“ er bannað. Þar með eru taldir þættir sem sýna samkynhneigð, framhjáhald eða einnar nætur gaman. Í síðustu viku komu yfirvöld í Kína í veg fyrir að vinsæll leikinn sjónvarpsþáttur þar sem meðal annars er fylgst með sambandi samkynhneigðs pars yrði sýndur. Milljónir horfa á þáttinn í hverri viku og var ákvörðun kínverskra yfirvalda ekki vel tekið.Hér má sjá brot úr þættinum sem um ræðir.Yfirvöld segja að þátturinn hafi brotið hina nýju reglugerð en í henni segir að ekkert leikið sjónvarpsefni megi innihalda „afbrigðilegt kynferðislegt athæfi.“ Bannið gildir einnig um reykingar og drykkju sem nú er komið á bannlista yfir það sem ekki má sýna í kínversku sjónvarpi. Munu yfirvöld fylgjast náið með því að reglugerðinni verði fylgt eftir. Frá því að Xi Jingping tók við völdum sem forseti Kína hefur færst aukin harka í ritskoðunartilburði yfirvalda. Árið 2014 var þáttur úr hinni vinsælu þáttaröð The Empress of China tekin úr umferð vegna þess hversu mikið sást í brjóstaskoru leikara þáttanna. Bannið þykir vera reiðarslag fyrir réttindabaráttu samkynhneigða í Kína sem barist hafa fyrir viðurkenningu um áratugaskeið. Lög sem gerðu samkynhneigð ólöglega í Kína voru gerð ógild árið 1997 og árið 2001 var samkynhneigð tekin af lista yfir geðsjúkdóma.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira