Sjáðu bestu ljósmyndir ársins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. mars 2016 16:00 Mynd ársins 2015. Mynd/Eyþór Árnason Árleg sýning íslenskra blaðaljósmyndara var opnuð í dag í Perlunni. Við opnunina voru ljósmyndurum veitt verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2015. Mynd Eyþórs Árnasonar, sem sjá má hér að ofan, var valin mynd ársins auk þess sem hún var einnig valin tímaritamynd ársins. Í rökstuðningi dómnefndar segir að mynd Eyþórs geti ekki annað en hreyft við áhorfandanum. Hún er tímalaus og full af orku. Dómnefndin fékk á tilfinninguna að konan væri eins og móðir jörð sem væri annað hvort að sökkva eða rísa upp. Þannig vekur myndin okkur til umhugsunar um það hvernig við komum fram við náttúruna sem er mjög við hæfi á þessum tímum. Alls voru veitt verðlaun í sjö flokkum, auk Eyþórs fékk Kristinn Magnússon verðlaun fyrir bestu myndir í fréttaflokki og portraitflokki, Heiða Helgadóttir fékk verðlaun fyrir bestu mynd í flokkinum daglegt líf og fyrir bestu myndröð, Eggert Jóhannesson átti bestu íþróttamynd ársins og Haraldur Þór Stefánsson tók bestu umhverfismynd ársins. Sjá má myndirnar sem unnu hér fyrir neðan en sjö dómarar völdu 83 myndir á sýninguna í ár úr 904 innsendum myndum blaðaljósmyndara. Þeir völdu þar að auki sigurmynd í hverjum flokki og mynd ársins. Dómnefndina í ár skipuðu Hilmar Þór Guðmundsson, Sissa, Íris Dögg Einarsdóttir, Auðunn Níelsson, Torfi Agnarsson, Karl Petersson og formaður dómnefndar var danski fréttaljósmyndarinn Jan Grarup.Fréttamynd ársins 2015: Kristinn MagnússonFréttamynd ársins 2015Mynd/Kristinn MagnússonFjölskyldu frá Albaníu, með langveikt barn, var vísað úr landi í rétt fyrir jól. Hófst mikil samfélagsleg pressa um að fá þau aftur sem endaði með því að þau fengu íslenskan ríkisborgararétt.Frá dómnefnd: Myndin lýsir vel ástandinu í heiminum í dag, snemma morguns, þegar verið er að leiða innflytjendafjölskyldu út í rútu. Óttinn í svip stúlkunnar fremst á myndinni leynir sér ekki og óöryggið hjá allri fjölskyldunni sem er á leið út í óvissuna. Myndin fær áhorfandann til að hugsa um öryggisleysið sem fylgir þessu fólki sem vísað er úr landi í skjóli nætur.Daglegt líf mynd ársins: Heiða HelgadóttirDaglegt líf mynd ársins.Mynd/Heiða HelgadóttirHelgi og Védís hafa komið sér fyrir í kjallaraherbergi hjá mömmu hans Helga þangað til þau flytja út. Myndin er ein af átta myndum úr myndröð sem Heiða tók af íslenskri fjölskyldu sem undirbjó flutning til Noregs.Frá dómnefnd: Myndin er tekin á þann hátt að það er líkt og ljósmyndarinn sé að gægjast inn um dyr sem gerir upplifunina sterkari. Hún er táknræn fyrir það sem er að gerast í heiminum í dag þar sem síminn er það sem virðist skipta fólk mestu máli og persónuleg samskipti líða oft fyrir það.Íþróttamynd ársins 2015: Eggert JóhannessonÍþróttamynd ársins 2015.Mynd/Eggert JóhannessonStjörnukonur fagna Íslandsmeistaratitlinum í hópfimleikum á heimavelli sínum í Ásgarði.Frá dómnefnd: Myndin sýnir miklar tilfinningar sem fylgja íþróttum. Það er stutt á milli hláturs og gráturs. Myndin er tekin á þann hátt að áhorfandanum finnst hann vera inni í þyrpingunni og upplifir gleðina með stúlkunum.Portrait mynd ársins 2015: Kristinn MagnússonPortraitmynd ársinsþMynd/Kristinn MagnússonSigurður Sigurjónsson, leikari.Frá dómnefnd: Ljósmyndarinn nýtir sér samspilið á milli sín og módelsins og er glöggur að grípa þau augnablik sem út úr því koma. Það að módelið hylji andlit sitt að hluta sýnir glettnina á milli þeirra tveggja.Umhverfismynd ársins 2015: Haraldur Þór StefánssonUmhverfismynd ársins 2015.Mynd/Haraldur Þór StefánssonSkaftárhlaup 2015 var eitt það mesta í sögunni en þessi mynd sýnir kraftinn sem var við Eldvatnsbrúna skammt frá Ytri Ásum.Frá dómnefnd: Myndin sýnir mikla dramatík og kraft náttúrunnar. Persónan á myndinni gefur áhorfandanum viðmið sem gerir upplifun hans enn meiri. Myndvinnslan hæfir myndinni einstaklega vel.Myndröð ársins 2015: Heiða Helgadóttir Laufskálaréttir eru svo miklu meira en bara réttir, þetta er heil helgi af gleði, söng og veislum.Frá dómnefnd: Serían sýnir á mjög raunsæjan hátt hvernig hestaréttir eru. Ljósmyndarinn sýnir okkur mismunandi vinkla sem fær áhorfandann til að finnast eins og hann sé á staðnum. Myndirnar eru fallega unnar og sagan er fjölbreytileg.Myndröð ársins 2015Mynd/Heiða HelgadóttirMyndröð ársins 2015Mynd/Heiða HelgadóttirMyndröð ársins 2015Mynd/Heiða HelgadóttirMyndröð ársins 2015Mynd/Heiða HelgadóttirMyndröð ársins 2015Mynd/Heiða HelgadóttirMyndröð ársins 2015Mynd/Heiða HelgadóttirMyndröð ársins 2015Mynd/Heiða HelgadóttirMyndröð ársins 2015Mynd/Heiða Helgadóttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Árleg sýning íslenskra blaðaljósmyndara var opnuð í dag í Perlunni. Við opnunina voru ljósmyndurum veitt verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2015. Mynd Eyþórs Árnasonar, sem sjá má hér að ofan, var valin mynd ársins auk þess sem hún var einnig valin tímaritamynd ársins. Í rökstuðningi dómnefndar segir að mynd Eyþórs geti ekki annað en hreyft við áhorfandanum. Hún er tímalaus og full af orku. Dómnefndin fékk á tilfinninguna að konan væri eins og móðir jörð sem væri annað hvort að sökkva eða rísa upp. Þannig vekur myndin okkur til umhugsunar um það hvernig við komum fram við náttúruna sem er mjög við hæfi á þessum tímum. Alls voru veitt verðlaun í sjö flokkum, auk Eyþórs fékk Kristinn Magnússon verðlaun fyrir bestu myndir í fréttaflokki og portraitflokki, Heiða Helgadóttir fékk verðlaun fyrir bestu mynd í flokkinum daglegt líf og fyrir bestu myndröð, Eggert Jóhannesson átti bestu íþróttamynd ársins og Haraldur Þór Stefánsson tók bestu umhverfismynd ársins. Sjá má myndirnar sem unnu hér fyrir neðan en sjö dómarar völdu 83 myndir á sýninguna í ár úr 904 innsendum myndum blaðaljósmyndara. Þeir völdu þar að auki sigurmynd í hverjum flokki og mynd ársins. Dómnefndina í ár skipuðu Hilmar Þór Guðmundsson, Sissa, Íris Dögg Einarsdóttir, Auðunn Níelsson, Torfi Agnarsson, Karl Petersson og formaður dómnefndar var danski fréttaljósmyndarinn Jan Grarup.Fréttamynd ársins 2015: Kristinn MagnússonFréttamynd ársins 2015Mynd/Kristinn MagnússonFjölskyldu frá Albaníu, með langveikt barn, var vísað úr landi í rétt fyrir jól. Hófst mikil samfélagsleg pressa um að fá þau aftur sem endaði með því að þau fengu íslenskan ríkisborgararétt.Frá dómnefnd: Myndin lýsir vel ástandinu í heiminum í dag, snemma morguns, þegar verið er að leiða innflytjendafjölskyldu út í rútu. Óttinn í svip stúlkunnar fremst á myndinni leynir sér ekki og óöryggið hjá allri fjölskyldunni sem er á leið út í óvissuna. Myndin fær áhorfandann til að hugsa um öryggisleysið sem fylgir þessu fólki sem vísað er úr landi í skjóli nætur.Daglegt líf mynd ársins: Heiða HelgadóttirDaglegt líf mynd ársins.Mynd/Heiða HelgadóttirHelgi og Védís hafa komið sér fyrir í kjallaraherbergi hjá mömmu hans Helga þangað til þau flytja út. Myndin er ein af átta myndum úr myndröð sem Heiða tók af íslenskri fjölskyldu sem undirbjó flutning til Noregs.Frá dómnefnd: Myndin er tekin á þann hátt að það er líkt og ljósmyndarinn sé að gægjast inn um dyr sem gerir upplifunina sterkari. Hún er táknræn fyrir það sem er að gerast í heiminum í dag þar sem síminn er það sem virðist skipta fólk mestu máli og persónuleg samskipti líða oft fyrir það.Íþróttamynd ársins 2015: Eggert JóhannessonÍþróttamynd ársins 2015.Mynd/Eggert JóhannessonStjörnukonur fagna Íslandsmeistaratitlinum í hópfimleikum á heimavelli sínum í Ásgarði.Frá dómnefnd: Myndin sýnir miklar tilfinningar sem fylgja íþróttum. Það er stutt á milli hláturs og gráturs. Myndin er tekin á þann hátt að áhorfandanum finnst hann vera inni í þyrpingunni og upplifir gleðina með stúlkunum.Portrait mynd ársins 2015: Kristinn MagnússonPortraitmynd ársinsþMynd/Kristinn MagnússonSigurður Sigurjónsson, leikari.Frá dómnefnd: Ljósmyndarinn nýtir sér samspilið á milli sín og módelsins og er glöggur að grípa þau augnablik sem út úr því koma. Það að módelið hylji andlit sitt að hluta sýnir glettnina á milli þeirra tveggja.Umhverfismynd ársins 2015: Haraldur Þór StefánssonUmhverfismynd ársins 2015.Mynd/Haraldur Þór StefánssonSkaftárhlaup 2015 var eitt það mesta í sögunni en þessi mynd sýnir kraftinn sem var við Eldvatnsbrúna skammt frá Ytri Ásum.Frá dómnefnd: Myndin sýnir mikla dramatík og kraft náttúrunnar. Persónan á myndinni gefur áhorfandanum viðmið sem gerir upplifun hans enn meiri. Myndvinnslan hæfir myndinni einstaklega vel.Myndröð ársins 2015: Heiða Helgadóttir Laufskálaréttir eru svo miklu meira en bara réttir, þetta er heil helgi af gleði, söng og veislum.Frá dómnefnd: Serían sýnir á mjög raunsæjan hátt hvernig hestaréttir eru. Ljósmyndarinn sýnir okkur mismunandi vinkla sem fær áhorfandann til að finnast eins og hann sé á staðnum. Myndirnar eru fallega unnar og sagan er fjölbreytileg.Myndröð ársins 2015Mynd/Heiða HelgadóttirMyndröð ársins 2015Mynd/Heiða HelgadóttirMyndröð ársins 2015Mynd/Heiða HelgadóttirMyndröð ársins 2015Mynd/Heiða HelgadóttirMyndröð ársins 2015Mynd/Heiða HelgadóttirMyndröð ársins 2015Mynd/Heiða HelgadóttirMyndröð ársins 2015Mynd/Heiða HelgadóttirMyndröð ársins 2015Mynd/Heiða Helgadóttir
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira