Sjáðu bestu ljósmyndir ársins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. mars 2016 16:00 Mynd ársins 2015. Mynd/Eyþór Árnason Árleg sýning íslenskra blaðaljósmyndara var opnuð í dag í Perlunni. Við opnunina voru ljósmyndurum veitt verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2015. Mynd Eyþórs Árnasonar, sem sjá má hér að ofan, var valin mynd ársins auk þess sem hún var einnig valin tímaritamynd ársins. Í rökstuðningi dómnefndar segir að mynd Eyþórs geti ekki annað en hreyft við áhorfandanum. Hún er tímalaus og full af orku. Dómnefndin fékk á tilfinninguna að konan væri eins og móðir jörð sem væri annað hvort að sökkva eða rísa upp. Þannig vekur myndin okkur til umhugsunar um það hvernig við komum fram við náttúruna sem er mjög við hæfi á þessum tímum. Alls voru veitt verðlaun í sjö flokkum, auk Eyþórs fékk Kristinn Magnússon verðlaun fyrir bestu myndir í fréttaflokki og portraitflokki, Heiða Helgadóttir fékk verðlaun fyrir bestu mynd í flokkinum daglegt líf og fyrir bestu myndröð, Eggert Jóhannesson átti bestu íþróttamynd ársins og Haraldur Þór Stefánsson tók bestu umhverfismynd ársins. Sjá má myndirnar sem unnu hér fyrir neðan en sjö dómarar völdu 83 myndir á sýninguna í ár úr 904 innsendum myndum blaðaljósmyndara. Þeir völdu þar að auki sigurmynd í hverjum flokki og mynd ársins. Dómnefndina í ár skipuðu Hilmar Þór Guðmundsson, Sissa, Íris Dögg Einarsdóttir, Auðunn Níelsson, Torfi Agnarsson, Karl Petersson og formaður dómnefndar var danski fréttaljósmyndarinn Jan Grarup.Fréttamynd ársins 2015: Kristinn MagnússonFréttamynd ársins 2015Mynd/Kristinn MagnússonFjölskyldu frá Albaníu, með langveikt barn, var vísað úr landi í rétt fyrir jól. Hófst mikil samfélagsleg pressa um að fá þau aftur sem endaði með því að þau fengu íslenskan ríkisborgararétt.Frá dómnefnd: Myndin lýsir vel ástandinu í heiminum í dag, snemma morguns, þegar verið er að leiða innflytjendafjölskyldu út í rútu. Óttinn í svip stúlkunnar fremst á myndinni leynir sér ekki og óöryggið hjá allri fjölskyldunni sem er á leið út í óvissuna. Myndin fær áhorfandann til að hugsa um öryggisleysið sem fylgir þessu fólki sem vísað er úr landi í skjóli nætur.Daglegt líf mynd ársins: Heiða HelgadóttirDaglegt líf mynd ársins.Mynd/Heiða HelgadóttirHelgi og Védís hafa komið sér fyrir í kjallaraherbergi hjá mömmu hans Helga þangað til þau flytja út. Myndin er ein af átta myndum úr myndröð sem Heiða tók af íslenskri fjölskyldu sem undirbjó flutning til Noregs.Frá dómnefnd: Myndin er tekin á þann hátt að það er líkt og ljósmyndarinn sé að gægjast inn um dyr sem gerir upplifunina sterkari. Hún er táknræn fyrir það sem er að gerast í heiminum í dag þar sem síminn er það sem virðist skipta fólk mestu máli og persónuleg samskipti líða oft fyrir það.Íþróttamynd ársins 2015: Eggert JóhannessonÍþróttamynd ársins 2015.Mynd/Eggert JóhannessonStjörnukonur fagna Íslandsmeistaratitlinum í hópfimleikum á heimavelli sínum í Ásgarði.Frá dómnefnd: Myndin sýnir miklar tilfinningar sem fylgja íþróttum. Það er stutt á milli hláturs og gráturs. Myndin er tekin á þann hátt að áhorfandanum finnst hann vera inni í þyrpingunni og upplifir gleðina með stúlkunum.Portrait mynd ársins 2015: Kristinn MagnússonPortraitmynd ársinsþMynd/Kristinn MagnússonSigurður Sigurjónsson, leikari.Frá dómnefnd: Ljósmyndarinn nýtir sér samspilið á milli sín og módelsins og er glöggur að grípa þau augnablik sem út úr því koma. Það að módelið hylji andlit sitt að hluta sýnir glettnina á milli þeirra tveggja.Umhverfismynd ársins 2015: Haraldur Þór StefánssonUmhverfismynd ársins 2015.Mynd/Haraldur Þór StefánssonSkaftárhlaup 2015 var eitt það mesta í sögunni en þessi mynd sýnir kraftinn sem var við Eldvatnsbrúna skammt frá Ytri Ásum.Frá dómnefnd: Myndin sýnir mikla dramatík og kraft náttúrunnar. Persónan á myndinni gefur áhorfandanum viðmið sem gerir upplifun hans enn meiri. Myndvinnslan hæfir myndinni einstaklega vel.Myndröð ársins 2015: Heiða Helgadóttir Laufskálaréttir eru svo miklu meira en bara réttir, þetta er heil helgi af gleði, söng og veislum.Frá dómnefnd: Serían sýnir á mjög raunsæjan hátt hvernig hestaréttir eru. Ljósmyndarinn sýnir okkur mismunandi vinkla sem fær áhorfandann til að finnast eins og hann sé á staðnum. Myndirnar eru fallega unnar og sagan er fjölbreytileg.Myndröð ársins 2015Mynd/Heiða HelgadóttirMyndröð ársins 2015Mynd/Heiða HelgadóttirMyndröð ársins 2015Mynd/Heiða HelgadóttirMyndröð ársins 2015Mynd/Heiða HelgadóttirMyndröð ársins 2015Mynd/Heiða HelgadóttirMyndröð ársins 2015Mynd/Heiða HelgadóttirMyndröð ársins 2015Mynd/Heiða HelgadóttirMyndröð ársins 2015Mynd/Heiða Helgadóttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Árleg sýning íslenskra blaðaljósmyndara var opnuð í dag í Perlunni. Við opnunina voru ljósmyndurum veitt verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2015. Mynd Eyþórs Árnasonar, sem sjá má hér að ofan, var valin mynd ársins auk þess sem hún var einnig valin tímaritamynd ársins. Í rökstuðningi dómnefndar segir að mynd Eyþórs geti ekki annað en hreyft við áhorfandanum. Hún er tímalaus og full af orku. Dómnefndin fékk á tilfinninguna að konan væri eins og móðir jörð sem væri annað hvort að sökkva eða rísa upp. Þannig vekur myndin okkur til umhugsunar um það hvernig við komum fram við náttúruna sem er mjög við hæfi á þessum tímum. Alls voru veitt verðlaun í sjö flokkum, auk Eyþórs fékk Kristinn Magnússon verðlaun fyrir bestu myndir í fréttaflokki og portraitflokki, Heiða Helgadóttir fékk verðlaun fyrir bestu mynd í flokkinum daglegt líf og fyrir bestu myndröð, Eggert Jóhannesson átti bestu íþróttamynd ársins og Haraldur Þór Stefánsson tók bestu umhverfismynd ársins. Sjá má myndirnar sem unnu hér fyrir neðan en sjö dómarar völdu 83 myndir á sýninguna í ár úr 904 innsendum myndum blaðaljósmyndara. Þeir völdu þar að auki sigurmynd í hverjum flokki og mynd ársins. Dómnefndina í ár skipuðu Hilmar Þór Guðmundsson, Sissa, Íris Dögg Einarsdóttir, Auðunn Níelsson, Torfi Agnarsson, Karl Petersson og formaður dómnefndar var danski fréttaljósmyndarinn Jan Grarup.Fréttamynd ársins 2015: Kristinn MagnússonFréttamynd ársins 2015Mynd/Kristinn MagnússonFjölskyldu frá Albaníu, með langveikt barn, var vísað úr landi í rétt fyrir jól. Hófst mikil samfélagsleg pressa um að fá þau aftur sem endaði með því að þau fengu íslenskan ríkisborgararétt.Frá dómnefnd: Myndin lýsir vel ástandinu í heiminum í dag, snemma morguns, þegar verið er að leiða innflytjendafjölskyldu út í rútu. Óttinn í svip stúlkunnar fremst á myndinni leynir sér ekki og óöryggið hjá allri fjölskyldunni sem er á leið út í óvissuna. Myndin fær áhorfandann til að hugsa um öryggisleysið sem fylgir þessu fólki sem vísað er úr landi í skjóli nætur.Daglegt líf mynd ársins: Heiða HelgadóttirDaglegt líf mynd ársins.Mynd/Heiða HelgadóttirHelgi og Védís hafa komið sér fyrir í kjallaraherbergi hjá mömmu hans Helga þangað til þau flytja út. Myndin er ein af átta myndum úr myndröð sem Heiða tók af íslenskri fjölskyldu sem undirbjó flutning til Noregs.Frá dómnefnd: Myndin er tekin á þann hátt að það er líkt og ljósmyndarinn sé að gægjast inn um dyr sem gerir upplifunina sterkari. Hún er táknræn fyrir það sem er að gerast í heiminum í dag þar sem síminn er það sem virðist skipta fólk mestu máli og persónuleg samskipti líða oft fyrir það.Íþróttamynd ársins 2015: Eggert JóhannessonÍþróttamynd ársins 2015.Mynd/Eggert JóhannessonStjörnukonur fagna Íslandsmeistaratitlinum í hópfimleikum á heimavelli sínum í Ásgarði.Frá dómnefnd: Myndin sýnir miklar tilfinningar sem fylgja íþróttum. Það er stutt á milli hláturs og gráturs. Myndin er tekin á þann hátt að áhorfandanum finnst hann vera inni í þyrpingunni og upplifir gleðina með stúlkunum.Portrait mynd ársins 2015: Kristinn MagnússonPortraitmynd ársinsþMynd/Kristinn MagnússonSigurður Sigurjónsson, leikari.Frá dómnefnd: Ljósmyndarinn nýtir sér samspilið á milli sín og módelsins og er glöggur að grípa þau augnablik sem út úr því koma. Það að módelið hylji andlit sitt að hluta sýnir glettnina á milli þeirra tveggja.Umhverfismynd ársins 2015: Haraldur Þór StefánssonUmhverfismynd ársins 2015.Mynd/Haraldur Þór StefánssonSkaftárhlaup 2015 var eitt það mesta í sögunni en þessi mynd sýnir kraftinn sem var við Eldvatnsbrúna skammt frá Ytri Ásum.Frá dómnefnd: Myndin sýnir mikla dramatík og kraft náttúrunnar. Persónan á myndinni gefur áhorfandanum viðmið sem gerir upplifun hans enn meiri. Myndvinnslan hæfir myndinni einstaklega vel.Myndröð ársins 2015: Heiða Helgadóttir Laufskálaréttir eru svo miklu meira en bara réttir, þetta er heil helgi af gleði, söng og veislum.Frá dómnefnd: Serían sýnir á mjög raunsæjan hátt hvernig hestaréttir eru. Ljósmyndarinn sýnir okkur mismunandi vinkla sem fær áhorfandann til að finnast eins og hann sé á staðnum. Myndirnar eru fallega unnar og sagan er fjölbreytileg.Myndröð ársins 2015Mynd/Heiða HelgadóttirMyndröð ársins 2015Mynd/Heiða HelgadóttirMyndröð ársins 2015Mynd/Heiða HelgadóttirMyndröð ársins 2015Mynd/Heiða HelgadóttirMyndröð ársins 2015Mynd/Heiða HelgadóttirMyndröð ársins 2015Mynd/Heiða HelgadóttirMyndröð ársins 2015Mynd/Heiða HelgadóttirMyndröð ársins 2015Mynd/Heiða Helgadóttir
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira