Skólameistari hræðist bjórkvöld nemenda Þórdís Valsdóttir skrifar 7. mars 2016 07:00 Menntaskólanemar segja að auðvelt sé að nálgast áfengi á skemmtistöðum þar sem bjórkvöld eru haldin. Nordicphoto/Getty Samkvæmt menntaskólanemum er algengt að nemendafélög menntaskólanna skipuleggi og standi fyrir svokölluðum bjórkvöldum. Að sögn fjölda menntaskólanema er bjórkvöld nánast um hverja einustu helgi, hjá einhverju nemendafélagi. Í flestum tilfellum eru þau haldin á skemmtistöðum og selt er inn á staðina. Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, segist kannast við umrædd bjórkvöld, þau hafi komið upp af og til í gegnum árin. „Ef ég heyri af einhverju slíku með fyrirvara þá læt ég lögregluna vita,“ segir Már en tekur fram að hann hafi ekki heyrt af slíku kvöldi síðastliðinn vetur.Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund. Fréttablaðið/Stefán„Maður er skíthræddur við þessi kvöld. Þetta er eftirlitslaust og þarna eru unglingar sem kunna ekkert með áfengi að fara og það getur allur skrattinn skeð," segir Már. Samkvæmt áfengislögum er óheimilt að selja þeim sem eru yngri en 20 ára áfengi. Að sögn nemenda er auðvelt fyrir einstaklinga undir 20 ára aldri að kaupa áfengi á bjórkvöldum, margir noti fölsuð skilríki en oft á tíðum er lítil sem engin gæsla inni á stöðunum. „Ég trúi því ekki að nemendafélögin skipuleggi þetta,“ segir Már og tekur fram að þeir sem eru í forystu nemendafélags Menntaskólans við Sund fái starf sitt metið sem sjálfstæðan áfanga. „Það er alveg klárt mál að ef reglurnar eru brotnar með þessum hætti þá er allt samstarf búið,“ segir Már.Haukur Vagnsson. Fréttablaðið/ArnþórHaukur Vagnsson, framkvæmdastjóri skemmtistaðarins Hendrix, segir að það sé ekki óalgengt að einstaklingar hafi samband við hann til að halda bjórkvöld fyrir menntaskólanema. Haukur vísar því algjörlega á bug að börn undir 18 ára séu á staðnum eða að ungmenni yngri en 20 ára geti keypt þar áfengi. „Allir sem koma hingað inn eru spurðir um skilríki og þeir sem hafa náð tuttugu ára aldri fá armbönd og enginn fær afgreiðslu á barnum nema að vera með armband,“ segir Haukur. Að mati Hauks er löggjöfin misvísandi því 18 ára aldurstakmark er inn á staðinn en aldurstakmark á barinn er 20 ára. „Þetta gerir okkur þvílíkt erfitt fyrir, löggjöfin er bara ekki nógu góð í þessu,“ segir Haukur. Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
Samkvæmt menntaskólanemum er algengt að nemendafélög menntaskólanna skipuleggi og standi fyrir svokölluðum bjórkvöldum. Að sögn fjölda menntaskólanema er bjórkvöld nánast um hverja einustu helgi, hjá einhverju nemendafélagi. Í flestum tilfellum eru þau haldin á skemmtistöðum og selt er inn á staðina. Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, segist kannast við umrædd bjórkvöld, þau hafi komið upp af og til í gegnum árin. „Ef ég heyri af einhverju slíku með fyrirvara þá læt ég lögregluna vita,“ segir Már en tekur fram að hann hafi ekki heyrt af slíku kvöldi síðastliðinn vetur.Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund. Fréttablaðið/Stefán„Maður er skíthræddur við þessi kvöld. Þetta er eftirlitslaust og þarna eru unglingar sem kunna ekkert með áfengi að fara og það getur allur skrattinn skeð," segir Már. Samkvæmt áfengislögum er óheimilt að selja þeim sem eru yngri en 20 ára áfengi. Að sögn nemenda er auðvelt fyrir einstaklinga undir 20 ára aldri að kaupa áfengi á bjórkvöldum, margir noti fölsuð skilríki en oft á tíðum er lítil sem engin gæsla inni á stöðunum. „Ég trúi því ekki að nemendafélögin skipuleggi þetta,“ segir Már og tekur fram að þeir sem eru í forystu nemendafélags Menntaskólans við Sund fái starf sitt metið sem sjálfstæðan áfanga. „Það er alveg klárt mál að ef reglurnar eru brotnar með þessum hætti þá er allt samstarf búið,“ segir Már.Haukur Vagnsson. Fréttablaðið/ArnþórHaukur Vagnsson, framkvæmdastjóri skemmtistaðarins Hendrix, segir að það sé ekki óalgengt að einstaklingar hafi samband við hann til að halda bjórkvöld fyrir menntaskólanema. Haukur vísar því algjörlega á bug að börn undir 18 ára séu á staðnum eða að ungmenni yngri en 20 ára geti keypt þar áfengi. „Allir sem koma hingað inn eru spurðir um skilríki og þeir sem hafa náð tuttugu ára aldri fá armbönd og enginn fær afgreiðslu á barnum nema að vera með armband,“ segir Haukur. Að mati Hauks er löggjöfin misvísandi því 18 ára aldurstakmark er inn á staðinn en aldurstakmark á barinn er 20 ára. „Þetta gerir okkur þvílíkt erfitt fyrir, löggjöfin er bara ekki nógu góð í þessu,“ segir Haukur.
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira