Skólameistari hræðist bjórkvöld nemenda Þórdís Valsdóttir skrifar 7. mars 2016 07:00 Menntaskólanemar segja að auðvelt sé að nálgast áfengi á skemmtistöðum þar sem bjórkvöld eru haldin. Nordicphoto/Getty Samkvæmt menntaskólanemum er algengt að nemendafélög menntaskólanna skipuleggi og standi fyrir svokölluðum bjórkvöldum. Að sögn fjölda menntaskólanema er bjórkvöld nánast um hverja einustu helgi, hjá einhverju nemendafélagi. Í flestum tilfellum eru þau haldin á skemmtistöðum og selt er inn á staðina. Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, segist kannast við umrædd bjórkvöld, þau hafi komið upp af og til í gegnum árin. „Ef ég heyri af einhverju slíku með fyrirvara þá læt ég lögregluna vita,“ segir Már en tekur fram að hann hafi ekki heyrt af slíku kvöldi síðastliðinn vetur.Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund. Fréttablaðið/Stefán„Maður er skíthræddur við þessi kvöld. Þetta er eftirlitslaust og þarna eru unglingar sem kunna ekkert með áfengi að fara og það getur allur skrattinn skeð," segir Már. Samkvæmt áfengislögum er óheimilt að selja þeim sem eru yngri en 20 ára áfengi. Að sögn nemenda er auðvelt fyrir einstaklinga undir 20 ára aldri að kaupa áfengi á bjórkvöldum, margir noti fölsuð skilríki en oft á tíðum er lítil sem engin gæsla inni á stöðunum. „Ég trúi því ekki að nemendafélögin skipuleggi þetta,“ segir Már og tekur fram að þeir sem eru í forystu nemendafélags Menntaskólans við Sund fái starf sitt metið sem sjálfstæðan áfanga. „Það er alveg klárt mál að ef reglurnar eru brotnar með þessum hætti þá er allt samstarf búið,“ segir Már.Haukur Vagnsson. Fréttablaðið/ArnþórHaukur Vagnsson, framkvæmdastjóri skemmtistaðarins Hendrix, segir að það sé ekki óalgengt að einstaklingar hafi samband við hann til að halda bjórkvöld fyrir menntaskólanema. Haukur vísar því algjörlega á bug að börn undir 18 ára séu á staðnum eða að ungmenni yngri en 20 ára geti keypt þar áfengi. „Allir sem koma hingað inn eru spurðir um skilríki og þeir sem hafa náð tuttugu ára aldri fá armbönd og enginn fær afgreiðslu á barnum nema að vera með armband,“ segir Haukur. Að mati Hauks er löggjöfin misvísandi því 18 ára aldurstakmark er inn á staðinn en aldurstakmark á barinn er 20 ára. „Þetta gerir okkur þvílíkt erfitt fyrir, löggjöfin er bara ekki nógu góð í þessu,“ segir Haukur. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Samkvæmt menntaskólanemum er algengt að nemendafélög menntaskólanna skipuleggi og standi fyrir svokölluðum bjórkvöldum. Að sögn fjölda menntaskólanema er bjórkvöld nánast um hverja einustu helgi, hjá einhverju nemendafélagi. Í flestum tilfellum eru þau haldin á skemmtistöðum og selt er inn á staðina. Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, segist kannast við umrædd bjórkvöld, þau hafi komið upp af og til í gegnum árin. „Ef ég heyri af einhverju slíku með fyrirvara þá læt ég lögregluna vita,“ segir Már en tekur fram að hann hafi ekki heyrt af slíku kvöldi síðastliðinn vetur.Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund. Fréttablaðið/Stefán„Maður er skíthræddur við þessi kvöld. Þetta er eftirlitslaust og þarna eru unglingar sem kunna ekkert með áfengi að fara og það getur allur skrattinn skeð," segir Már. Samkvæmt áfengislögum er óheimilt að selja þeim sem eru yngri en 20 ára áfengi. Að sögn nemenda er auðvelt fyrir einstaklinga undir 20 ára aldri að kaupa áfengi á bjórkvöldum, margir noti fölsuð skilríki en oft á tíðum er lítil sem engin gæsla inni á stöðunum. „Ég trúi því ekki að nemendafélögin skipuleggi þetta,“ segir Már og tekur fram að þeir sem eru í forystu nemendafélags Menntaskólans við Sund fái starf sitt metið sem sjálfstæðan áfanga. „Það er alveg klárt mál að ef reglurnar eru brotnar með þessum hætti þá er allt samstarf búið,“ segir Már.Haukur Vagnsson. Fréttablaðið/ArnþórHaukur Vagnsson, framkvæmdastjóri skemmtistaðarins Hendrix, segir að það sé ekki óalgengt að einstaklingar hafi samband við hann til að halda bjórkvöld fyrir menntaskólanema. Haukur vísar því algjörlega á bug að börn undir 18 ára séu á staðnum eða að ungmenni yngri en 20 ára geti keypt þar áfengi. „Allir sem koma hingað inn eru spurðir um skilríki og þeir sem hafa náð tuttugu ára aldri fá armbönd og enginn fær afgreiðslu á barnum nema að vera með armband,“ segir Haukur. Að mati Hauks er löggjöfin misvísandi því 18 ára aldurstakmark er inn á staðinn en aldurstakmark á barinn er 20 ára. „Þetta gerir okkur þvílíkt erfitt fyrir, löggjöfin er bara ekki nógu góð í þessu,“ segir Haukur.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira