Höfnuðu fimm milljóna króna bótakröfu sonar Einars Boom Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2016 10:18 Einar Ingi Marteinsson fór fram á 74 milljónir í bætur frá ríkinu en málinu var vísað frá. Sonur hans fær ekki fimm milljónir í bætur. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af fimm milljóna króna bótakröfu sonar Einars Marteinssonar, einnig þekktur sem Einar Boom sem gegndi um tíma forsetaembætti hjá vélhjólasamtökunum Hells Angels, Vítisenglum, hér á landi. Einar sat í gæsluvarðhaldi nánast samfleitt í sex mánuði fyrri hluta árs 2012 grunaður um aðild að umfangsmiklu líkamsárásarmáli í kringum jólin 2011. Hann var sýknaður í meðferð málsins í héraði og Hæstiréttur staðfesti þann dóm sömuleiðis.Áfall fyrir þriggja ára drengÍ kröfu sonarins kemur fram að hann telji sig hafa orðið fyrir tjóni vegna handtökunnar og varðhaldinu, miskinn sér verulegur. Gæsluvarðhaldsvist svo nákomins ástvinar feli í sér miska fyrir hluteigandi. Þá hafi heimilislífið tekið verulegum breytingum, fjarvera Einars valdið honum miklum kvíða, angist og vanlíðan. Máli hafi fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum sem hafi aukið á erfiðleikana og miskann. Það hafi verið mikið áfall fyrir þriggja ára dreng að missa föður sinn af heimilinu.Í niðurstöðu dómsins kemur fram að málatilbúnaður sonarins sé að miklu leyti byggður upp þannig að hæglega gæti verið um mál föður hans, Einars, fremur en hans sjálfs. Aðilar ákomnir sökuðum einstaklingi geti ekki sjálfstætt byggt bótarétt á ákvæðinu á þeim grundvelli að þeir hafi orðið fyrir fjártjóni eða miska vegna aðgerða sem beindust að honum. Þá hefur það verið talin almenn regla í skaðabótarétti að tjón sem þriðji maður hlýtur af andlegu áfalli vegna líkamstjóns annars falli utan skaðabótaréttar. Hið sama verði að telja gilda um miskabætur handa þriðja aðila. Var íslenska ríkið því sýknað en um gjafsóknarmál var að ræða.Vildi 74 milljónir í bætur Einar hefur sjálfur stefnt ríkinu fyrir gæsluvarðhaldið en málinu var vísað frá á sínum tíma. Einar fór fram á 74 milljónir króna í bætur en málinu var vísað frá á þeim grundvelli að engin sönnun lægi fyrir um það tjón sem Einar taldi sig hafa orðið fyrir.Fréttablaðið greindi frá því í fyrra að tveir sérfræðingar, geðlæknir og lagaprófessor, hefðu verið fengnir til að meta hvort og hvaða afleiðingar gæsluvarðhaldið hefði haft á Einar. Í stefnunni á sínum tíma kom fram að Einari hefði liðið verulega illa á meðan á gæsluvarðhaldinu stóð. Samkvæmt læknisvottorði hrakaði andlegu ástandi hans eftir því sem leið á gæsluvarðhaldið. Hann varð þunglyndur og glímir að öllum líkindum við áfallastreituröskun á háu stigi.Fjórir hlutu þunga dóma fyrir líkamsárásina. Þann þyngsta hlaut Andrea Unnarsdóttir eða fimm og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti. Jón Ólafsson, kærasti Andreu, fékk fjögur og hálft ár eins og Elías Jónsson. Þá Óttar Gunnarsson dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Einar var hins vegar sýknaður. Tengdar fréttir Engar 75 milljónir til Einars Boom Máli Einars Inga Marteinssonar, fyrrverandi foringja Hells Angels, gegn íslenska ríkinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 27. febrúar 2014 09:15 Meta andlegt tjón Einars Boom Tveir sérfræðingar munu meta hvort Einar Ingi Marteinsson, best þekktur sem Einar Boom, hafi orðið fyrir tjóni þegar hann var settur í gæsluvarðhald árið 2012. 21. febrúar 2015 12:00 Dómurinn yfir Andreu þyngdur um eitt ár - Einar Boom er frjáls maður Hæstiréttur dæmdi í dag Andreu Unnarsdóttur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás sem var gerð fyrir jólin 2011. Árásin var mjög gróf en hópur fólks réðst á unga konu og veitti henni alvarlega áverka. 31. janúar 2013 16:30 Einar Boom stefnir íslenska ríkinu: Gæsluvarðhald olli kvíða, angist og vanlíðan Máli Einars Boom gegn íslenska ríkinu var þingfest í dag. 13. júní 2014 13:26 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af fimm milljóna króna bótakröfu sonar Einars Marteinssonar, einnig þekktur sem Einar Boom sem gegndi um tíma forsetaembætti hjá vélhjólasamtökunum Hells Angels, Vítisenglum, hér á landi. Einar sat í gæsluvarðhaldi nánast samfleitt í sex mánuði fyrri hluta árs 2012 grunaður um aðild að umfangsmiklu líkamsárásarmáli í kringum jólin 2011. Hann var sýknaður í meðferð málsins í héraði og Hæstiréttur staðfesti þann dóm sömuleiðis.Áfall fyrir þriggja ára drengÍ kröfu sonarins kemur fram að hann telji sig hafa orðið fyrir tjóni vegna handtökunnar og varðhaldinu, miskinn sér verulegur. Gæsluvarðhaldsvist svo nákomins ástvinar feli í sér miska fyrir hluteigandi. Þá hafi heimilislífið tekið verulegum breytingum, fjarvera Einars valdið honum miklum kvíða, angist og vanlíðan. Máli hafi fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum sem hafi aukið á erfiðleikana og miskann. Það hafi verið mikið áfall fyrir þriggja ára dreng að missa föður sinn af heimilinu.Í niðurstöðu dómsins kemur fram að málatilbúnaður sonarins sé að miklu leyti byggður upp þannig að hæglega gæti verið um mál föður hans, Einars, fremur en hans sjálfs. Aðilar ákomnir sökuðum einstaklingi geti ekki sjálfstætt byggt bótarétt á ákvæðinu á þeim grundvelli að þeir hafi orðið fyrir fjártjóni eða miska vegna aðgerða sem beindust að honum. Þá hefur það verið talin almenn regla í skaðabótarétti að tjón sem þriðji maður hlýtur af andlegu áfalli vegna líkamstjóns annars falli utan skaðabótaréttar. Hið sama verði að telja gilda um miskabætur handa þriðja aðila. Var íslenska ríkið því sýknað en um gjafsóknarmál var að ræða.Vildi 74 milljónir í bætur Einar hefur sjálfur stefnt ríkinu fyrir gæsluvarðhaldið en málinu var vísað frá á sínum tíma. Einar fór fram á 74 milljónir króna í bætur en málinu var vísað frá á þeim grundvelli að engin sönnun lægi fyrir um það tjón sem Einar taldi sig hafa orðið fyrir.Fréttablaðið greindi frá því í fyrra að tveir sérfræðingar, geðlæknir og lagaprófessor, hefðu verið fengnir til að meta hvort og hvaða afleiðingar gæsluvarðhaldið hefði haft á Einar. Í stefnunni á sínum tíma kom fram að Einari hefði liðið verulega illa á meðan á gæsluvarðhaldinu stóð. Samkvæmt læknisvottorði hrakaði andlegu ástandi hans eftir því sem leið á gæsluvarðhaldið. Hann varð þunglyndur og glímir að öllum líkindum við áfallastreituröskun á háu stigi.Fjórir hlutu þunga dóma fyrir líkamsárásina. Þann þyngsta hlaut Andrea Unnarsdóttir eða fimm og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti. Jón Ólafsson, kærasti Andreu, fékk fjögur og hálft ár eins og Elías Jónsson. Þá Óttar Gunnarsson dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Einar var hins vegar sýknaður.
Tengdar fréttir Engar 75 milljónir til Einars Boom Máli Einars Inga Marteinssonar, fyrrverandi foringja Hells Angels, gegn íslenska ríkinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 27. febrúar 2014 09:15 Meta andlegt tjón Einars Boom Tveir sérfræðingar munu meta hvort Einar Ingi Marteinsson, best þekktur sem Einar Boom, hafi orðið fyrir tjóni þegar hann var settur í gæsluvarðhald árið 2012. 21. febrúar 2015 12:00 Dómurinn yfir Andreu þyngdur um eitt ár - Einar Boom er frjáls maður Hæstiréttur dæmdi í dag Andreu Unnarsdóttur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás sem var gerð fyrir jólin 2011. Árásin var mjög gróf en hópur fólks réðst á unga konu og veitti henni alvarlega áverka. 31. janúar 2013 16:30 Einar Boom stefnir íslenska ríkinu: Gæsluvarðhald olli kvíða, angist og vanlíðan Máli Einars Boom gegn íslenska ríkinu var þingfest í dag. 13. júní 2014 13:26 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Engar 75 milljónir til Einars Boom Máli Einars Inga Marteinssonar, fyrrverandi foringja Hells Angels, gegn íslenska ríkinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 27. febrúar 2014 09:15
Meta andlegt tjón Einars Boom Tveir sérfræðingar munu meta hvort Einar Ingi Marteinsson, best þekktur sem Einar Boom, hafi orðið fyrir tjóni þegar hann var settur í gæsluvarðhald árið 2012. 21. febrúar 2015 12:00
Dómurinn yfir Andreu þyngdur um eitt ár - Einar Boom er frjáls maður Hæstiréttur dæmdi í dag Andreu Unnarsdóttur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás sem var gerð fyrir jólin 2011. Árásin var mjög gróf en hópur fólks réðst á unga konu og veitti henni alvarlega áverka. 31. janúar 2013 16:30
Einar Boom stefnir íslenska ríkinu: Gæsluvarðhald olli kvíða, angist og vanlíðan Máli Einars Boom gegn íslenska ríkinu var þingfest í dag. 13. júní 2014 13:26