Höfnuðu fimm milljóna króna bótakröfu sonar Einars Boom Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2016 10:18 Einar Ingi Marteinsson fór fram á 74 milljónir í bætur frá ríkinu en málinu var vísað frá. Sonur hans fær ekki fimm milljónir í bætur. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af fimm milljóna króna bótakröfu sonar Einars Marteinssonar, einnig þekktur sem Einar Boom sem gegndi um tíma forsetaembætti hjá vélhjólasamtökunum Hells Angels, Vítisenglum, hér á landi. Einar sat í gæsluvarðhaldi nánast samfleitt í sex mánuði fyrri hluta árs 2012 grunaður um aðild að umfangsmiklu líkamsárásarmáli í kringum jólin 2011. Hann var sýknaður í meðferð málsins í héraði og Hæstiréttur staðfesti þann dóm sömuleiðis.Áfall fyrir þriggja ára drengÍ kröfu sonarins kemur fram að hann telji sig hafa orðið fyrir tjóni vegna handtökunnar og varðhaldinu, miskinn sér verulegur. Gæsluvarðhaldsvist svo nákomins ástvinar feli í sér miska fyrir hluteigandi. Þá hafi heimilislífið tekið verulegum breytingum, fjarvera Einars valdið honum miklum kvíða, angist og vanlíðan. Máli hafi fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum sem hafi aukið á erfiðleikana og miskann. Það hafi verið mikið áfall fyrir þriggja ára dreng að missa föður sinn af heimilinu.Í niðurstöðu dómsins kemur fram að málatilbúnaður sonarins sé að miklu leyti byggður upp þannig að hæglega gæti verið um mál föður hans, Einars, fremur en hans sjálfs. Aðilar ákomnir sökuðum einstaklingi geti ekki sjálfstætt byggt bótarétt á ákvæðinu á þeim grundvelli að þeir hafi orðið fyrir fjártjóni eða miska vegna aðgerða sem beindust að honum. Þá hefur það verið talin almenn regla í skaðabótarétti að tjón sem þriðji maður hlýtur af andlegu áfalli vegna líkamstjóns annars falli utan skaðabótaréttar. Hið sama verði að telja gilda um miskabætur handa þriðja aðila. Var íslenska ríkið því sýknað en um gjafsóknarmál var að ræða.Vildi 74 milljónir í bætur Einar hefur sjálfur stefnt ríkinu fyrir gæsluvarðhaldið en málinu var vísað frá á sínum tíma. Einar fór fram á 74 milljónir króna í bætur en málinu var vísað frá á þeim grundvelli að engin sönnun lægi fyrir um það tjón sem Einar taldi sig hafa orðið fyrir.Fréttablaðið greindi frá því í fyrra að tveir sérfræðingar, geðlæknir og lagaprófessor, hefðu verið fengnir til að meta hvort og hvaða afleiðingar gæsluvarðhaldið hefði haft á Einar. Í stefnunni á sínum tíma kom fram að Einari hefði liðið verulega illa á meðan á gæsluvarðhaldinu stóð. Samkvæmt læknisvottorði hrakaði andlegu ástandi hans eftir því sem leið á gæsluvarðhaldið. Hann varð þunglyndur og glímir að öllum líkindum við áfallastreituröskun á háu stigi.Fjórir hlutu þunga dóma fyrir líkamsárásina. Þann þyngsta hlaut Andrea Unnarsdóttir eða fimm og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti. Jón Ólafsson, kærasti Andreu, fékk fjögur og hálft ár eins og Elías Jónsson. Þá Óttar Gunnarsson dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Einar var hins vegar sýknaður. Tengdar fréttir Engar 75 milljónir til Einars Boom Máli Einars Inga Marteinssonar, fyrrverandi foringja Hells Angels, gegn íslenska ríkinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 27. febrúar 2014 09:15 Meta andlegt tjón Einars Boom Tveir sérfræðingar munu meta hvort Einar Ingi Marteinsson, best þekktur sem Einar Boom, hafi orðið fyrir tjóni þegar hann var settur í gæsluvarðhald árið 2012. 21. febrúar 2015 12:00 Dómurinn yfir Andreu þyngdur um eitt ár - Einar Boom er frjáls maður Hæstiréttur dæmdi í dag Andreu Unnarsdóttur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás sem var gerð fyrir jólin 2011. Árásin var mjög gróf en hópur fólks réðst á unga konu og veitti henni alvarlega áverka. 31. janúar 2013 16:30 Einar Boom stefnir íslenska ríkinu: Gæsluvarðhald olli kvíða, angist og vanlíðan Máli Einars Boom gegn íslenska ríkinu var þingfest í dag. 13. júní 2014 13:26 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af fimm milljóna króna bótakröfu sonar Einars Marteinssonar, einnig þekktur sem Einar Boom sem gegndi um tíma forsetaembætti hjá vélhjólasamtökunum Hells Angels, Vítisenglum, hér á landi. Einar sat í gæsluvarðhaldi nánast samfleitt í sex mánuði fyrri hluta árs 2012 grunaður um aðild að umfangsmiklu líkamsárásarmáli í kringum jólin 2011. Hann var sýknaður í meðferð málsins í héraði og Hæstiréttur staðfesti þann dóm sömuleiðis.Áfall fyrir þriggja ára drengÍ kröfu sonarins kemur fram að hann telji sig hafa orðið fyrir tjóni vegna handtökunnar og varðhaldinu, miskinn sér verulegur. Gæsluvarðhaldsvist svo nákomins ástvinar feli í sér miska fyrir hluteigandi. Þá hafi heimilislífið tekið verulegum breytingum, fjarvera Einars valdið honum miklum kvíða, angist og vanlíðan. Máli hafi fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum sem hafi aukið á erfiðleikana og miskann. Það hafi verið mikið áfall fyrir þriggja ára dreng að missa föður sinn af heimilinu.Í niðurstöðu dómsins kemur fram að málatilbúnaður sonarins sé að miklu leyti byggður upp þannig að hæglega gæti verið um mál föður hans, Einars, fremur en hans sjálfs. Aðilar ákomnir sökuðum einstaklingi geti ekki sjálfstætt byggt bótarétt á ákvæðinu á þeim grundvelli að þeir hafi orðið fyrir fjártjóni eða miska vegna aðgerða sem beindust að honum. Þá hefur það verið talin almenn regla í skaðabótarétti að tjón sem þriðji maður hlýtur af andlegu áfalli vegna líkamstjóns annars falli utan skaðabótaréttar. Hið sama verði að telja gilda um miskabætur handa þriðja aðila. Var íslenska ríkið því sýknað en um gjafsóknarmál var að ræða.Vildi 74 milljónir í bætur Einar hefur sjálfur stefnt ríkinu fyrir gæsluvarðhaldið en málinu var vísað frá á sínum tíma. Einar fór fram á 74 milljónir króna í bætur en málinu var vísað frá á þeim grundvelli að engin sönnun lægi fyrir um það tjón sem Einar taldi sig hafa orðið fyrir.Fréttablaðið greindi frá því í fyrra að tveir sérfræðingar, geðlæknir og lagaprófessor, hefðu verið fengnir til að meta hvort og hvaða afleiðingar gæsluvarðhaldið hefði haft á Einar. Í stefnunni á sínum tíma kom fram að Einari hefði liðið verulega illa á meðan á gæsluvarðhaldinu stóð. Samkvæmt læknisvottorði hrakaði andlegu ástandi hans eftir því sem leið á gæsluvarðhaldið. Hann varð þunglyndur og glímir að öllum líkindum við áfallastreituröskun á háu stigi.Fjórir hlutu þunga dóma fyrir líkamsárásina. Þann þyngsta hlaut Andrea Unnarsdóttir eða fimm og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti. Jón Ólafsson, kærasti Andreu, fékk fjögur og hálft ár eins og Elías Jónsson. Þá Óttar Gunnarsson dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Einar var hins vegar sýknaður.
Tengdar fréttir Engar 75 milljónir til Einars Boom Máli Einars Inga Marteinssonar, fyrrverandi foringja Hells Angels, gegn íslenska ríkinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 27. febrúar 2014 09:15 Meta andlegt tjón Einars Boom Tveir sérfræðingar munu meta hvort Einar Ingi Marteinsson, best þekktur sem Einar Boom, hafi orðið fyrir tjóni þegar hann var settur í gæsluvarðhald árið 2012. 21. febrúar 2015 12:00 Dómurinn yfir Andreu þyngdur um eitt ár - Einar Boom er frjáls maður Hæstiréttur dæmdi í dag Andreu Unnarsdóttur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás sem var gerð fyrir jólin 2011. Árásin var mjög gróf en hópur fólks réðst á unga konu og veitti henni alvarlega áverka. 31. janúar 2013 16:30 Einar Boom stefnir íslenska ríkinu: Gæsluvarðhald olli kvíða, angist og vanlíðan Máli Einars Boom gegn íslenska ríkinu var þingfest í dag. 13. júní 2014 13:26 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Engar 75 milljónir til Einars Boom Máli Einars Inga Marteinssonar, fyrrverandi foringja Hells Angels, gegn íslenska ríkinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 27. febrúar 2014 09:15
Meta andlegt tjón Einars Boom Tveir sérfræðingar munu meta hvort Einar Ingi Marteinsson, best þekktur sem Einar Boom, hafi orðið fyrir tjóni þegar hann var settur í gæsluvarðhald árið 2012. 21. febrúar 2015 12:00
Dómurinn yfir Andreu þyngdur um eitt ár - Einar Boom er frjáls maður Hæstiréttur dæmdi í dag Andreu Unnarsdóttur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás sem var gerð fyrir jólin 2011. Árásin var mjög gróf en hópur fólks réðst á unga konu og veitti henni alvarlega áverka. 31. janúar 2013 16:30
Einar Boom stefnir íslenska ríkinu: Gæsluvarðhald olli kvíða, angist og vanlíðan Máli Einars Boom gegn íslenska ríkinu var þingfest í dag. 13. júní 2014 13:26