Hvað er að í íslenskri minjavörslu? Orri Vésteinsson skrifar 8. mars 2016 07:00 Á Íslandi eru að lágmarki 130.000 minjastaðir. Af þeim hefur um fjórðungur verið skráður á vettvangi og má því gera sér allgóða grein fyrir ástandi minja í landinu. Um 56%, eða meira en 70.000 staðir hafa horfið eða skemmst á síðastliðinni öld, langflestir vegna túnræktar, húsbygginga og vegaframkvæmda. Náttúruöflin, landbrot og uppblástur, bera ábyrgð á um 8.000 stöðum sem hafa skemmst eða horfið. Af þeim 60.000 minjastöðum sem eftir eru teljast 3.600 í stórhættu (staðurinn mun eyðast ef ekki er gripið til aðgerða) og 33.000 í hættu (staðurinn er á framkvæmda- eða rofsvæði). Mannaverk ógna meirihluta þessara staða en tæplega 7.000 eru í hættu vegna landbrots (sjávar- eða vatnsrof), uppblásturs eða skriðufalla. Þessar tölur eru grófar áætlanir, byggðar á þeim gögnum sem þó eru til en engin skipuleg vöktun fer fram þannig að hægt sé að segja til um hversu hratt minjastaðir eru að eyðast á landsvísu. Í Noregi sýna mælingar að eitt prósent minjastaða eyðist á ári hverju – sem jafngildir um 1.300 stöðum hér á landi. Þessar tölur gefa hugmynd um vandann en segja ekki alla söguna: sumir flokkar minja hafa farið mun verr en aðrir út úr framkvæmdagleði síðustu áratuga. Þannig eru sennilega innan við fimm prósent bæjarhóla óskemmd – en bæjarhólar eru þeir minjastaðir sem geyma langsamlega mest af gripum og öðrum minjum um líf Íslendinga frá landnámi og fram á 20. öld. Landbrot við sjávarsíðuna ógnar kannski ekki meira en 2.000 stöðum en þar á meðal eru flestir ef ekki allir lykilstaðir í sögu íslensks sjávarútvegs.Stjórnvöld úrræðalaus Af þeim hundruðum staða sem skemmast á ári hverju hér á landi er aðeins brot kannað með rannsóknum (44 uppgraftarleyfi voru veitt á síðasta ári) og engar heildstæðar áætlanir eru til um hvernig eigi að bregðast við þeirri ógn sem steðjar að þeim þúsundum sem fyrirsjáanlega munu hverfa á næstu árum og áratugum. Íslensk stjórnvöld eru úrræðalaus frammi fyrir þessum vanda. Þau hafa ekki treyst sér til að takast á við hina raunverulegu vá sem steðjar að íslenskum menningararfi – eyðingarmætti peninga- og náttúruaflanna. Þau hafa ekkert fram að færa nema innihaldslaust hringl með stofnanir. Starfsmenn forsætisráðuneytisins sjá ekki bjálkann í auga stjórnvalda en hreyta ónotum í fornleifafræðinga eins og þeir séu rót vandans. Þeir eru það ekki – fornleifafræðingar eru fólkið sem er, bókstaflega, drullugt upp fyrir haus að bjarga íslenskum menningararfi. Boðað frumvarp um að kljúfa Minjastofnun í tvennt og leggja enn frekari hindranir í veg rannsókna leysir engan vanda. Það dregur athyglina frá hinum raunverulegu ógnum, veikir rannsóknarinnviði og torveldar björgunarstarfið. Ég hvet forsætisráðherra til að taka frekar höndum saman við okkur sem vinnum á þessu sviði til að finna lausnir sem virka. KVÓT: Stjórnvöld fela úrræðaleysi sitt gagnvart minjaeyðingu á bak við árásir á fornleifafræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru að lágmarki 130.000 minjastaðir. Af þeim hefur um fjórðungur verið skráður á vettvangi og má því gera sér allgóða grein fyrir ástandi minja í landinu. Um 56%, eða meira en 70.000 staðir hafa horfið eða skemmst á síðastliðinni öld, langflestir vegna túnræktar, húsbygginga og vegaframkvæmda. Náttúruöflin, landbrot og uppblástur, bera ábyrgð á um 8.000 stöðum sem hafa skemmst eða horfið. Af þeim 60.000 minjastöðum sem eftir eru teljast 3.600 í stórhættu (staðurinn mun eyðast ef ekki er gripið til aðgerða) og 33.000 í hættu (staðurinn er á framkvæmda- eða rofsvæði). Mannaverk ógna meirihluta þessara staða en tæplega 7.000 eru í hættu vegna landbrots (sjávar- eða vatnsrof), uppblásturs eða skriðufalla. Þessar tölur eru grófar áætlanir, byggðar á þeim gögnum sem þó eru til en engin skipuleg vöktun fer fram þannig að hægt sé að segja til um hversu hratt minjastaðir eru að eyðast á landsvísu. Í Noregi sýna mælingar að eitt prósent minjastaða eyðist á ári hverju – sem jafngildir um 1.300 stöðum hér á landi. Þessar tölur gefa hugmynd um vandann en segja ekki alla söguna: sumir flokkar minja hafa farið mun verr en aðrir út úr framkvæmdagleði síðustu áratuga. Þannig eru sennilega innan við fimm prósent bæjarhóla óskemmd – en bæjarhólar eru þeir minjastaðir sem geyma langsamlega mest af gripum og öðrum minjum um líf Íslendinga frá landnámi og fram á 20. öld. Landbrot við sjávarsíðuna ógnar kannski ekki meira en 2.000 stöðum en þar á meðal eru flestir ef ekki allir lykilstaðir í sögu íslensks sjávarútvegs.Stjórnvöld úrræðalaus Af þeim hundruðum staða sem skemmast á ári hverju hér á landi er aðeins brot kannað með rannsóknum (44 uppgraftarleyfi voru veitt á síðasta ári) og engar heildstæðar áætlanir eru til um hvernig eigi að bregðast við þeirri ógn sem steðjar að þeim þúsundum sem fyrirsjáanlega munu hverfa á næstu árum og áratugum. Íslensk stjórnvöld eru úrræðalaus frammi fyrir þessum vanda. Þau hafa ekki treyst sér til að takast á við hina raunverulegu vá sem steðjar að íslenskum menningararfi – eyðingarmætti peninga- og náttúruaflanna. Þau hafa ekkert fram að færa nema innihaldslaust hringl með stofnanir. Starfsmenn forsætisráðuneytisins sjá ekki bjálkann í auga stjórnvalda en hreyta ónotum í fornleifafræðinga eins og þeir séu rót vandans. Þeir eru það ekki – fornleifafræðingar eru fólkið sem er, bókstaflega, drullugt upp fyrir haus að bjarga íslenskum menningararfi. Boðað frumvarp um að kljúfa Minjastofnun í tvennt og leggja enn frekari hindranir í veg rannsókna leysir engan vanda. Það dregur athyglina frá hinum raunverulegu ógnum, veikir rannsóknarinnviði og torveldar björgunarstarfið. Ég hvet forsætisráðherra til að taka frekar höndum saman við okkur sem vinnum á þessu sviði til að finna lausnir sem virka. KVÓT: Stjórnvöld fela úrræðaleysi sitt gagnvart minjaeyðingu á bak við árásir á fornleifafræðinga.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar