Hvað er að í íslenskri minjavörslu? Orri Vésteinsson skrifar 8. mars 2016 07:00 Á Íslandi eru að lágmarki 130.000 minjastaðir. Af þeim hefur um fjórðungur verið skráður á vettvangi og má því gera sér allgóða grein fyrir ástandi minja í landinu. Um 56%, eða meira en 70.000 staðir hafa horfið eða skemmst á síðastliðinni öld, langflestir vegna túnræktar, húsbygginga og vegaframkvæmda. Náttúruöflin, landbrot og uppblástur, bera ábyrgð á um 8.000 stöðum sem hafa skemmst eða horfið. Af þeim 60.000 minjastöðum sem eftir eru teljast 3.600 í stórhættu (staðurinn mun eyðast ef ekki er gripið til aðgerða) og 33.000 í hættu (staðurinn er á framkvæmda- eða rofsvæði). Mannaverk ógna meirihluta þessara staða en tæplega 7.000 eru í hættu vegna landbrots (sjávar- eða vatnsrof), uppblásturs eða skriðufalla. Þessar tölur eru grófar áætlanir, byggðar á þeim gögnum sem þó eru til en engin skipuleg vöktun fer fram þannig að hægt sé að segja til um hversu hratt minjastaðir eru að eyðast á landsvísu. Í Noregi sýna mælingar að eitt prósent minjastaða eyðist á ári hverju – sem jafngildir um 1.300 stöðum hér á landi. Þessar tölur gefa hugmynd um vandann en segja ekki alla söguna: sumir flokkar minja hafa farið mun verr en aðrir út úr framkvæmdagleði síðustu áratuga. Þannig eru sennilega innan við fimm prósent bæjarhóla óskemmd – en bæjarhólar eru þeir minjastaðir sem geyma langsamlega mest af gripum og öðrum minjum um líf Íslendinga frá landnámi og fram á 20. öld. Landbrot við sjávarsíðuna ógnar kannski ekki meira en 2.000 stöðum en þar á meðal eru flestir ef ekki allir lykilstaðir í sögu íslensks sjávarútvegs.Stjórnvöld úrræðalaus Af þeim hundruðum staða sem skemmast á ári hverju hér á landi er aðeins brot kannað með rannsóknum (44 uppgraftarleyfi voru veitt á síðasta ári) og engar heildstæðar áætlanir eru til um hvernig eigi að bregðast við þeirri ógn sem steðjar að þeim þúsundum sem fyrirsjáanlega munu hverfa á næstu árum og áratugum. Íslensk stjórnvöld eru úrræðalaus frammi fyrir þessum vanda. Þau hafa ekki treyst sér til að takast á við hina raunverulegu vá sem steðjar að íslenskum menningararfi – eyðingarmætti peninga- og náttúruaflanna. Þau hafa ekkert fram að færa nema innihaldslaust hringl með stofnanir. Starfsmenn forsætisráðuneytisins sjá ekki bjálkann í auga stjórnvalda en hreyta ónotum í fornleifafræðinga eins og þeir séu rót vandans. Þeir eru það ekki – fornleifafræðingar eru fólkið sem er, bókstaflega, drullugt upp fyrir haus að bjarga íslenskum menningararfi. Boðað frumvarp um að kljúfa Minjastofnun í tvennt og leggja enn frekari hindranir í veg rannsókna leysir engan vanda. Það dregur athyglina frá hinum raunverulegu ógnum, veikir rannsóknarinnviði og torveldar björgunarstarfið. Ég hvet forsætisráðherra til að taka frekar höndum saman við okkur sem vinnum á þessu sviði til að finna lausnir sem virka. KVÓT: Stjórnvöld fela úrræðaleysi sitt gagnvart minjaeyðingu á bak við árásir á fornleifafræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru að lágmarki 130.000 minjastaðir. Af þeim hefur um fjórðungur verið skráður á vettvangi og má því gera sér allgóða grein fyrir ástandi minja í landinu. Um 56%, eða meira en 70.000 staðir hafa horfið eða skemmst á síðastliðinni öld, langflestir vegna túnræktar, húsbygginga og vegaframkvæmda. Náttúruöflin, landbrot og uppblástur, bera ábyrgð á um 8.000 stöðum sem hafa skemmst eða horfið. Af þeim 60.000 minjastöðum sem eftir eru teljast 3.600 í stórhættu (staðurinn mun eyðast ef ekki er gripið til aðgerða) og 33.000 í hættu (staðurinn er á framkvæmda- eða rofsvæði). Mannaverk ógna meirihluta þessara staða en tæplega 7.000 eru í hættu vegna landbrots (sjávar- eða vatnsrof), uppblásturs eða skriðufalla. Þessar tölur eru grófar áætlanir, byggðar á þeim gögnum sem þó eru til en engin skipuleg vöktun fer fram þannig að hægt sé að segja til um hversu hratt minjastaðir eru að eyðast á landsvísu. Í Noregi sýna mælingar að eitt prósent minjastaða eyðist á ári hverju – sem jafngildir um 1.300 stöðum hér á landi. Þessar tölur gefa hugmynd um vandann en segja ekki alla söguna: sumir flokkar minja hafa farið mun verr en aðrir út úr framkvæmdagleði síðustu áratuga. Þannig eru sennilega innan við fimm prósent bæjarhóla óskemmd – en bæjarhólar eru þeir minjastaðir sem geyma langsamlega mest af gripum og öðrum minjum um líf Íslendinga frá landnámi og fram á 20. öld. Landbrot við sjávarsíðuna ógnar kannski ekki meira en 2.000 stöðum en þar á meðal eru flestir ef ekki allir lykilstaðir í sögu íslensks sjávarútvegs.Stjórnvöld úrræðalaus Af þeim hundruðum staða sem skemmast á ári hverju hér á landi er aðeins brot kannað með rannsóknum (44 uppgraftarleyfi voru veitt á síðasta ári) og engar heildstæðar áætlanir eru til um hvernig eigi að bregðast við þeirri ógn sem steðjar að þeim þúsundum sem fyrirsjáanlega munu hverfa á næstu árum og áratugum. Íslensk stjórnvöld eru úrræðalaus frammi fyrir þessum vanda. Þau hafa ekki treyst sér til að takast á við hina raunverulegu vá sem steðjar að íslenskum menningararfi – eyðingarmætti peninga- og náttúruaflanna. Þau hafa ekkert fram að færa nema innihaldslaust hringl með stofnanir. Starfsmenn forsætisráðuneytisins sjá ekki bjálkann í auga stjórnvalda en hreyta ónotum í fornleifafræðinga eins og þeir séu rót vandans. Þeir eru það ekki – fornleifafræðingar eru fólkið sem er, bókstaflega, drullugt upp fyrir haus að bjarga íslenskum menningararfi. Boðað frumvarp um að kljúfa Minjastofnun í tvennt og leggja enn frekari hindranir í veg rannsókna leysir engan vanda. Það dregur athyglina frá hinum raunverulegu ógnum, veikir rannsóknarinnviði og torveldar björgunarstarfið. Ég hvet forsætisráðherra til að taka frekar höndum saman við okkur sem vinnum á þessu sviði til að finna lausnir sem virka. KVÓT: Stjórnvöld fela úrræðaleysi sitt gagnvart minjaeyðingu á bak við árásir á fornleifafræðinga.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun