Ferðamannastaðafrumvarp mismunar og flækir málin Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. mars 2016 07:00 Vaxandi ágangur ferðamanna veldur oft vanda, ekki síst þar sem þeir sem hunsa aðvaranir og setja sig í hættu eins og við Gullfoss. vísir/gva "Maður sér ekki fyrir þér að þetta frumvarp leysi vandann," segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, um nýtt frumvarp alþingismanna Bjartrar framtíðar vegna ferðamannastaða. Alþingi sendi frumvarp þingmannanna til umsagnar hjá sveitarfélögum. Samkvæmt því verður sveitarfélögum heimilt að gera skylt að fá leyfi og innheimta leyfisgjald fyrir fénýtingu náttúrufyrirbrigða og ferðamannastaða. Breytingin leysir markmið frumvarps til laga um náttúrupassa sem lagt var fyrir Alþingi 2014–2015, en náði ekki afgreiðslu, og markmið frumvarps til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. "Þá leysir lagabreytingin þann vanda að ekki hefur reynst gerlegt að nýta það fjármagn sem hefur verið eyrnamerkt uppbyggingu náttúrufyrirbrigða og ferðamannastaða, m.a. vegna skorts á áætlunum, teikningum og verktökum. Frumvarpinu er ætlað að fela Sveitarfélögunum sjálfum að meta vandann, gera samninga við þá sem skipuleggja hópferðir á staðina og standa að uppbyggingu," segir í greinargerð með frumvarpinu sem sagt er fela í sér lausn á "yfirgripsmiklum og umdeildum" vanda. "Frumvarpið felur ekki í sér heimild til gjaldtöku á ferðamannastöðum heldur beinist fyrst og fremst að skipulögðum hópferðum á tiltekna staði þar sem þriðji aðili hagnast á nýtingu staðar sem hann á ekki beina aðild að."Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Í bókun sveitarstjórnar Bláskógarbyggðar segir að ekki verði séð að frumvarpið leysi vanda. "Nauðsynlegt er að líta til jafnræðis í vinnubrögðum gagnvart gjaldtökuheimildum á landsvísu en umrætt frumvarp gefur tilefni til aukins flækjustigs og mismununar milli staða," segir í bókuninni. Valtýr Valtýsson segir ekki æskilegt að hvert og eitt sveitarfélag setji sínar reglur um leyfi og leyfisgjöld. "Sveitarfélög eru misjafnlega í sveit sett og í stakk búin til þess að sinna þessu. Menn sjá ekki fyrir sér gjaldtöku í þessu nema á landsvísu en ekki mismunandi gjöld innan hvers sveitarfélags," segir Valtýr. Vandinn er hins vegar raunverulegur að sögn Valtýs. Eftir því sem fleiri sjónarmið og hugmyndir komi fram verði sjónarhóllinn betri. "Það er númer eitt, tvö og þrjú að ná þessu samtali og ná sameiginlegri sýn - eins mikið og það er hægt," segir sveitarstjórinn í Bláskógabyggð. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
"Maður sér ekki fyrir þér að þetta frumvarp leysi vandann," segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, um nýtt frumvarp alþingismanna Bjartrar framtíðar vegna ferðamannastaða. Alþingi sendi frumvarp þingmannanna til umsagnar hjá sveitarfélögum. Samkvæmt því verður sveitarfélögum heimilt að gera skylt að fá leyfi og innheimta leyfisgjald fyrir fénýtingu náttúrufyrirbrigða og ferðamannastaða. Breytingin leysir markmið frumvarps til laga um náttúrupassa sem lagt var fyrir Alþingi 2014–2015, en náði ekki afgreiðslu, og markmið frumvarps til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. "Þá leysir lagabreytingin þann vanda að ekki hefur reynst gerlegt að nýta það fjármagn sem hefur verið eyrnamerkt uppbyggingu náttúrufyrirbrigða og ferðamannastaða, m.a. vegna skorts á áætlunum, teikningum og verktökum. Frumvarpinu er ætlað að fela Sveitarfélögunum sjálfum að meta vandann, gera samninga við þá sem skipuleggja hópferðir á staðina og standa að uppbyggingu," segir í greinargerð með frumvarpinu sem sagt er fela í sér lausn á "yfirgripsmiklum og umdeildum" vanda. "Frumvarpið felur ekki í sér heimild til gjaldtöku á ferðamannastöðum heldur beinist fyrst og fremst að skipulögðum hópferðum á tiltekna staði þar sem þriðji aðili hagnast á nýtingu staðar sem hann á ekki beina aðild að."Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Í bókun sveitarstjórnar Bláskógarbyggðar segir að ekki verði séð að frumvarpið leysi vanda. "Nauðsynlegt er að líta til jafnræðis í vinnubrögðum gagnvart gjaldtökuheimildum á landsvísu en umrætt frumvarp gefur tilefni til aukins flækjustigs og mismununar milli staða," segir í bókuninni. Valtýr Valtýsson segir ekki æskilegt að hvert og eitt sveitarfélag setji sínar reglur um leyfi og leyfisgjöld. "Sveitarfélög eru misjafnlega í sveit sett og í stakk búin til þess að sinna þessu. Menn sjá ekki fyrir sér gjaldtöku í þessu nema á landsvísu en ekki mismunandi gjöld innan hvers sveitarfélags," segir Valtýr. Vandinn er hins vegar raunverulegur að sögn Valtýs. Eftir því sem fleiri sjónarmið og hugmyndir komi fram verði sjónarhóllinn betri. "Það er númer eitt, tvö og þrjú að ná þessu samtali og ná sameiginlegri sýn - eins mikið og það er hægt," segir sveitarstjórinn í Bláskógabyggð.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira