Stelpufansinn hafði ekkert að gera með mig Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 9. mars 2016 09:00 Björn Már Ólafsson skíðakappi rétt eftir að hann kom í mark eftir Vasaloppet sem fram fór í Svíþjóð. „Á þremur stöðvum í röð les kynnirinn upp nafnið mitt og þjóðerni í hátalarakerfinu eins og þeir gera venjulega þegar keppendur fara fram hjá drykkjar- og matarstöð sem er á tíu kílómetrafresti alla leiðina. Í hvert skipti sögðu þessir þrír kynnar að nú myndu stelpurnar tryllast í skíðabrautinni og aðdáendur þyrftu að hafa hraðar hendur. Ég skildi ekkert í þessu fyrst en fór eðlilega pínu hjá mér,“ segir Björn Már Ólafsson skíðakappi sem tók þátt í Vasaloppet, 90 kílómetra skíðagöngu sem fram fór í Svíþjóð síðastliðinn sunnudag. En á tíu kílómetra fresti eru drykkjar- og matarstöðvar þar sem er mikil stemning og áhorfendur standa við skíðabrautina til að hvetja fólk áfram, ásamt því sem tónlist er spiluð og kynnir heldur uppi góðri stemningu. „Þegar þetta gerðist í fjórða skiptið stoppaði ég aðeins þegar mitt nafn var lesið upp og þá heyrði ég að þessar stelpur höfðu ekkert með mig að gera heldur hafði Eurovision sigurvegarinn, Måns Zelmerlöw, verið rétt á eftir mér mest allan tímann,“ segir Björn léttur í bragðiMåns Zelmerlöw, sænska Eurovision stjarnan, tók þátt í Vasahlaupinu og hlaut mikla athygli áhorfenda. Nordicphotos/gettyVasagangan, er fjölmennasta almenningsganga í heimi og kemur skíðafólk hvaðanæva að úr heiminum til að spreyta sig á þessari 90 km göngu milli bæjanna Sälen og Mora. Gangan var haldin í fyrsta sinn árið 1922 og mun þetta því vera í 93. skiptið sem hún er haldin. „Ég mæli algjörlega með þessu sporti. Þetta var í þriðja skipti sem ég tók þátt í göngunni og alltaf jafn gaman, mamma tók þátt í fyrsta skipti núna og stóð hún sig frábærlega. Í ár var ég í átta klukkustundir og fjórar mínútur með gönguna en það er ekki minn besti tími, aðstæður voru frekar erfiðar en það var samt frekar ánægjulegt að vinna Måns þar sem ég hélt ekki með honum í Eurovision, ég hélt með Ítölum svo ég var frekar ánægður með að vinna hann,“ segir Björn, sem því miður hitti ekki kappann þar sem hann varð á undan honum í mark. Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
„Á þremur stöðvum í röð les kynnirinn upp nafnið mitt og þjóðerni í hátalarakerfinu eins og þeir gera venjulega þegar keppendur fara fram hjá drykkjar- og matarstöð sem er á tíu kílómetrafresti alla leiðina. Í hvert skipti sögðu þessir þrír kynnar að nú myndu stelpurnar tryllast í skíðabrautinni og aðdáendur þyrftu að hafa hraðar hendur. Ég skildi ekkert í þessu fyrst en fór eðlilega pínu hjá mér,“ segir Björn Már Ólafsson skíðakappi sem tók þátt í Vasaloppet, 90 kílómetra skíðagöngu sem fram fór í Svíþjóð síðastliðinn sunnudag. En á tíu kílómetra fresti eru drykkjar- og matarstöðvar þar sem er mikil stemning og áhorfendur standa við skíðabrautina til að hvetja fólk áfram, ásamt því sem tónlist er spiluð og kynnir heldur uppi góðri stemningu. „Þegar þetta gerðist í fjórða skiptið stoppaði ég aðeins þegar mitt nafn var lesið upp og þá heyrði ég að þessar stelpur höfðu ekkert með mig að gera heldur hafði Eurovision sigurvegarinn, Måns Zelmerlöw, verið rétt á eftir mér mest allan tímann,“ segir Björn léttur í bragðiMåns Zelmerlöw, sænska Eurovision stjarnan, tók þátt í Vasahlaupinu og hlaut mikla athygli áhorfenda. Nordicphotos/gettyVasagangan, er fjölmennasta almenningsganga í heimi og kemur skíðafólk hvaðanæva að úr heiminum til að spreyta sig á þessari 90 km göngu milli bæjanna Sälen og Mora. Gangan var haldin í fyrsta sinn árið 1922 og mun þetta því vera í 93. skiptið sem hún er haldin. „Ég mæli algjörlega með þessu sporti. Þetta var í þriðja skipti sem ég tók þátt í göngunni og alltaf jafn gaman, mamma tók þátt í fyrsta skipti núna og stóð hún sig frábærlega. Í ár var ég í átta klukkustundir og fjórar mínútur með gönguna en það er ekki minn besti tími, aðstæður voru frekar erfiðar en það var samt frekar ánægjulegt að vinna Måns þar sem ég hélt ekki með honum í Eurovision, ég hélt með Ítölum svo ég var frekar ánægður með að vinna hann,“ segir Björn, sem því miður hitti ekki kappann þar sem hann varð á undan honum í mark.
Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira