Innlent

Dekkjakurlið burt fyrir árslok í Kópavogi

Atli Ísleifsson skrifar
Þegar hefur dekkjakurl verið fjarlægt af sparkvelli við Lindaskóla og verður gúmmíkurli úr dekkjum nú skipt út á völlum við hina átta skóla bæjarins fyrir árslok 2016.
Þegar hefur dekkjakurl verið fjarlægt af sparkvelli við Lindaskóla og verður gúmmíkurli úr dekkjum nú skipt út á völlum við hina átta skóla bæjarins fyrir árslok 2016. Vísir/Stefán
Bæjarstjórn Kópavogsbæjar hefur samþykkt að lokið verði við að skipta út gúmmíkurli úr dekkjum á sparkvöllum við grunnskóla bæjarins á árinu. Tillagan var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar síðdegis.

Í tilkynningu frá bænum segir að hagur barna sé hafður að leiðarljósi í ákvörðun bæjarstjórnar að því er fram kemur í tillögunni sem lögð var fram af meirihluta Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks.

„Ákvörðun bæjarstjórnar þýðir að endurnýjun sparkvallanna verður flýtt miðað við það sem áætlað hafði verið. Þegar hefur dekkjakurl verið fjarlægt af sparkvelli við Lindaskóla og verður gúmmíkurli úr dekkjum nú skipt út á völlum við hina átta skóla bæjarins fyrir árslok 2016,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Segja sveitarfélög virða reglur að vettugi

Fjölmennur hópur foreldra sem áhyggjur hafa af notkun dekkjakurls á leikvöllum leggur til að slík notkun verði bönnuð með lögum, enda sé hún hættuleg. Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög eru sögð sýna málinu lítinn áhuga.

Ung knatt­spyrnu­kona rekur öndunar­færa­sjúk­dóm til dekkjakurls

Ung knattspyrnukona í Fram telur að bein tengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirri staðreynd að hún hefur spilað undanfarin 5 ár á velli sem þakinn er heilsuspillandi dekkjakurli. Hér áður fyrr var hún alltaf með sterk og heilbrigð lungu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×