Sænskur læknir missir réttindin fyrir að bjóða sjúklingum endaþarmsnudd gegn bakverkjum Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2016 21:43 Jan Mikael Nordfors hefur starfað í Svíþjóð, Danmörku og Noregi síðastliðin tuttugu ár. Vísir/Getty/Skjáskot af VG Sænski læknirinn Jan Mikael Nordfors hefur margoft verið rekinn úr starfi fyrir að hafa stungið fingrum sínum í endaþarm sjúklinga sinna, að hans sögn til að lina bakverki, og nú er svo komið að hann hefur misst starfsréttindi sín bæði í Svíþjóð og Danmörku. Í frétt Verdens Gang segir að mál Nordfors hafi vakið mikla athygli í Noregi árið 2005 þegar ljóst var að honum hafði verið vikið úr starfi í Sogni og Firðafylki og Finnmörku eftir að hafa boðið fjölda sjúklinga endaþarmsnudd sem lækningu við bakverkjum. Ári síðar var honum einnig vikið úr starfi í sveitarfélaginu Verran í Norður-Þrændalögum. Nordfors hefur áður sagt við VG að um nornaveiðar sé að ræða. „Mér finnst bara ekkert gott að pota í rassinn á fólki. Punktur. Ég geri þetta til að fólki líði betur.“ Sænsk heilbrigðisyfirvöld hafa nú ákveðið að svipta lækninum réttindum sínum, en áður höfðu dönsk yfirvöld gert slíkt hið sama eftir að hann gerðist sekur um vanrækslu í starfi sem stofnaði lífi sjúklings á læknastofu fyrir utan Kaupmannahöfn í hættu. Að sögn DR átti Nordfors að gefa sjúklingnum deyfingu en stakk þess í stað gat á öðru lunga hans. Í frétt DR má einnig sjá hvar læknirinn hefur starfað á Norðurlöndum síðustu tuttugu árin. Norskir fjölmiðlar hafa reynt að ná tali af Nordfors í dag en án árangurs. Lögmaður hans vildi ekki tjá sig um málið við NRK. Á Facebook-síðu sinni hefur Nordfors hins vegar sagst vera að íhuga að stefna dönskum yfirvöldum sem hann segir hafa eyðilagt starfsferil hans þar sem hann hafi verið sakaður um að vera alkóhólisti, veikur á geði og að misnota eiturlyf. Norsk yfirvöld gáfu lækninum viðvörun árið 2005 eftir að bent var á röð atvika þar sem Nordfors hafi gerst sekur um margvísleg brot í starfi. Þannig á hann að hafa beðið aðstandenda nýlátins sjúklings um að segja sænska brandara til að „létta á stemningunni“ og farið að hlæja þegar kvensjúklingur fór úr að ofan við skoðun, auk þess að hafa boðið fjölda sjúklinga upp á endaþarmsnudd gegn bakverkjum. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Sænski læknirinn Jan Mikael Nordfors hefur margoft verið rekinn úr starfi fyrir að hafa stungið fingrum sínum í endaþarm sjúklinga sinna, að hans sögn til að lina bakverki, og nú er svo komið að hann hefur misst starfsréttindi sín bæði í Svíþjóð og Danmörku. Í frétt Verdens Gang segir að mál Nordfors hafi vakið mikla athygli í Noregi árið 2005 þegar ljóst var að honum hafði verið vikið úr starfi í Sogni og Firðafylki og Finnmörku eftir að hafa boðið fjölda sjúklinga endaþarmsnudd sem lækningu við bakverkjum. Ári síðar var honum einnig vikið úr starfi í sveitarfélaginu Verran í Norður-Þrændalögum. Nordfors hefur áður sagt við VG að um nornaveiðar sé að ræða. „Mér finnst bara ekkert gott að pota í rassinn á fólki. Punktur. Ég geri þetta til að fólki líði betur.“ Sænsk heilbrigðisyfirvöld hafa nú ákveðið að svipta lækninum réttindum sínum, en áður höfðu dönsk yfirvöld gert slíkt hið sama eftir að hann gerðist sekur um vanrækslu í starfi sem stofnaði lífi sjúklings á læknastofu fyrir utan Kaupmannahöfn í hættu. Að sögn DR átti Nordfors að gefa sjúklingnum deyfingu en stakk þess í stað gat á öðru lunga hans. Í frétt DR má einnig sjá hvar læknirinn hefur starfað á Norðurlöndum síðustu tuttugu árin. Norskir fjölmiðlar hafa reynt að ná tali af Nordfors í dag en án árangurs. Lögmaður hans vildi ekki tjá sig um málið við NRK. Á Facebook-síðu sinni hefur Nordfors hins vegar sagst vera að íhuga að stefna dönskum yfirvöldum sem hann segir hafa eyðilagt starfsferil hans þar sem hann hafi verið sakaður um að vera alkóhólisti, veikur á geði og að misnota eiturlyf. Norsk yfirvöld gáfu lækninum viðvörun árið 2005 eftir að bent var á röð atvika þar sem Nordfors hafi gerst sekur um margvísleg brot í starfi. Þannig á hann að hafa beðið aðstandenda nýlátins sjúklings um að segja sænska brandara til að „létta á stemningunni“ og farið að hlæja þegar kvensjúklingur fór úr að ofan við skoðun, auk þess að hafa boðið fjölda sjúklinga upp á endaþarmsnudd gegn bakverkjum.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira