Aserta-málið: „Framlengt um 14 mánuði algjörlega að óþörfu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2016 21:30 Frá aðalmeðferð málsins í nóvember 2014. vísir/gva Arnar Þór Stefánsson, verjandi Ólafs Sigmundssonar sem var einn af ákærðu í Aserta-málinu svokallaða, segir það greinilegt að áfrýjun ríkissaksóknara á sýknudómi Héraðsdóms Reykjaness til Hæstaréttar hafi verið vanhugsuð en fallið var frá áfrýjuninni fyrir helgi. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju fallið er frá áfrýjun en geri bara ráð fyrir því að þegar ríkissaksóknari fór að undirbúa málið fyrir Hæstarétt þá hafi hann séð að hann var ekki með neitt mál. Þetta var vanhugsuð áfrýjun því dómur féll í héraði í desember 2014 þannig að nú eru liðnir þá 14 mánuðir og það hefur ekkert gerst. Það er eins og ríkissaksóknari hafi fyrst núna gluggað í skjöl málsins og séð að dómur héraðsdóms var hárréttur en með þessu var málið framlengt um 14 mánuði algjörlega að óþörfu,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi.Ber vott um ómarkviss vinnubrögð Hann segir þetta bera vott um ómarkviss vinnubrögð sem eigi ekki að viðgangast hjá ríkissaksóknara. „Ríkissaksóknari verður auðvitað að ígrunda mál gaumgæfilega þegar hann tekur svona stóra ákvörðun eins og að áfrýja máli til Hæstaréttar og framlengja þannig líf málsins, í þessu tilfelli að þarf-og tilefnislausu um 14 mánuði,“ segir Arnar Þór. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en blásið var til blaðamannafundar vegna þess í janúar 2010 þegar greint var frá umfangsmiklum rannsóknum efnahagsbrotadeildar lögreglu í samvinnu við Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann. Húsleit var gerð á fjórum heimilum og einni starfstöð. Nokkur hundruð milljónir voru kyrrsettar. Voru fjórir menn, þeir Ólafur, Karl Löve Jóhannsson, Gísli Reynisson og Markús Máni Michaelsson Maute, ákærðir fyrir stórfelld brot á lögum um gjaldeyrisviðskipti. Áttu þeir að hafa nýtt sér tvöfalt gengi íslensku krónunnar og farið þannig á svig við gjaldeyrishöftin. Þeir neituðu alltaf sök.Telur augljóst að ríkissjóður beri bótaábyrgð vegna málsins Nú sex árum síðar er málinu endanlega lokið þar sem það fer ekki fyrir Hæstarétt. Arnar Þór segir að aldrei hafi átt að fara af stað með málið í upphafi. „Menn áttu bara að sjá það á fyrstu metrunum að það var ekkert mál, engar sakargiftir, engin refsiverð háttsemi. Það átti einfaldlega ekki að fara af stað. Síðan átti að bremsa málið af áður en var gefin út ákæra, það átti ekki að gefa út ákæru og svo í allra síðasta lagi áttu menn að stoppa eftir héraðsdóminn og áfrýja ekki. Þannig að á öllum póstum voru teknar rangar ákvarðanir.“ Aðspurður hvort skjólstæðingur hans muni sækja sér skaðabætur vegna málsins segir hann að það verði metið í framhaldinu en það sé augljóst að ríkissjóður beri bótaábyrgð vegna fjártjóns og miska sem það hefur valdið fjórmenningunum sem voru ákærðir. Tengdar fréttir Aserta-málið verður tekið efnislega fyrir Hæstiréttur sneri í dag við frávísun Héraðsdóms Reykjaness í Aserta-málinu svokallaða þar sem Karli Löve Jóhannssyni, Gísla Reynissyni, Markúsi Mána Michaelssyni Maute og Ólafi Sigmundssyni er gefið að sök að hafa brotið gjaldeyrislög. 4. apríl 2014 17:14 Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. 22. febrúar 2016 15:15 Aserta-málið: Fjórmenningarnir sýknaðir Ríkissjóður var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. 18. desember 2014 14:26 Aserta-málið: Sagðir hafa sett upp njósnabúnað í tölvu stærsta viðskiptavinarins Ákæruvaldið í Aserta-málinu svokallaða lagði fram gögn við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag sem benda til þess að tveir ákærðu í málinu hafi sett njósnabúnað í tölvur viðskiptavina þeirra. 18. nóvember 2014 18:04 Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða 18. nóvember 2014 13:53 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Arnar Þór Stefánsson, verjandi Ólafs Sigmundssonar sem var einn af ákærðu í Aserta-málinu svokallaða, segir það greinilegt að áfrýjun ríkissaksóknara á sýknudómi Héraðsdóms Reykjaness til Hæstaréttar hafi verið vanhugsuð en fallið var frá áfrýjuninni fyrir helgi. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju fallið er frá áfrýjun en geri bara ráð fyrir því að þegar ríkissaksóknari fór að undirbúa málið fyrir Hæstarétt þá hafi hann séð að hann var ekki með neitt mál. Þetta var vanhugsuð áfrýjun því dómur féll í héraði í desember 2014 þannig að nú eru liðnir þá 14 mánuðir og það hefur ekkert gerst. Það er eins og ríkissaksóknari hafi fyrst núna gluggað í skjöl málsins og séð að dómur héraðsdóms var hárréttur en með þessu var málið framlengt um 14 mánuði algjörlega að óþörfu,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi.Ber vott um ómarkviss vinnubrögð Hann segir þetta bera vott um ómarkviss vinnubrögð sem eigi ekki að viðgangast hjá ríkissaksóknara. „Ríkissaksóknari verður auðvitað að ígrunda mál gaumgæfilega þegar hann tekur svona stóra ákvörðun eins og að áfrýja máli til Hæstaréttar og framlengja þannig líf málsins, í þessu tilfelli að þarf-og tilefnislausu um 14 mánuði,“ segir Arnar Þór. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en blásið var til blaðamannafundar vegna þess í janúar 2010 þegar greint var frá umfangsmiklum rannsóknum efnahagsbrotadeildar lögreglu í samvinnu við Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann. Húsleit var gerð á fjórum heimilum og einni starfstöð. Nokkur hundruð milljónir voru kyrrsettar. Voru fjórir menn, þeir Ólafur, Karl Löve Jóhannsson, Gísli Reynisson og Markús Máni Michaelsson Maute, ákærðir fyrir stórfelld brot á lögum um gjaldeyrisviðskipti. Áttu þeir að hafa nýtt sér tvöfalt gengi íslensku krónunnar og farið þannig á svig við gjaldeyrishöftin. Þeir neituðu alltaf sök.Telur augljóst að ríkissjóður beri bótaábyrgð vegna málsins Nú sex árum síðar er málinu endanlega lokið þar sem það fer ekki fyrir Hæstarétt. Arnar Þór segir að aldrei hafi átt að fara af stað með málið í upphafi. „Menn áttu bara að sjá það á fyrstu metrunum að það var ekkert mál, engar sakargiftir, engin refsiverð háttsemi. Það átti einfaldlega ekki að fara af stað. Síðan átti að bremsa málið af áður en var gefin út ákæra, það átti ekki að gefa út ákæru og svo í allra síðasta lagi áttu menn að stoppa eftir héraðsdóminn og áfrýja ekki. Þannig að á öllum póstum voru teknar rangar ákvarðanir.“ Aðspurður hvort skjólstæðingur hans muni sækja sér skaðabætur vegna málsins segir hann að það verði metið í framhaldinu en það sé augljóst að ríkissjóður beri bótaábyrgð vegna fjártjóns og miska sem það hefur valdið fjórmenningunum sem voru ákærðir.
Tengdar fréttir Aserta-málið verður tekið efnislega fyrir Hæstiréttur sneri í dag við frávísun Héraðsdóms Reykjaness í Aserta-málinu svokallaða þar sem Karli Löve Jóhannssyni, Gísla Reynissyni, Markúsi Mána Michaelssyni Maute og Ólafi Sigmundssyni er gefið að sök að hafa brotið gjaldeyrislög. 4. apríl 2014 17:14 Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. 22. febrúar 2016 15:15 Aserta-málið: Fjórmenningarnir sýknaðir Ríkissjóður var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. 18. desember 2014 14:26 Aserta-málið: Sagðir hafa sett upp njósnabúnað í tölvu stærsta viðskiptavinarins Ákæruvaldið í Aserta-málinu svokallaða lagði fram gögn við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag sem benda til þess að tveir ákærðu í málinu hafi sett njósnabúnað í tölvur viðskiptavina þeirra. 18. nóvember 2014 18:04 Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða 18. nóvember 2014 13:53 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Aserta-málið verður tekið efnislega fyrir Hæstiréttur sneri í dag við frávísun Héraðsdóms Reykjaness í Aserta-málinu svokallaða þar sem Karli Löve Jóhannssyni, Gísla Reynissyni, Markúsi Mána Michaelssyni Maute og Ólafi Sigmundssyni er gefið að sök að hafa brotið gjaldeyrislög. 4. apríl 2014 17:14
Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. 22. febrúar 2016 15:15
Aserta-málið: Fjórmenningarnir sýknaðir Ríkissjóður var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. 18. desember 2014 14:26
Aserta-málið: Sagðir hafa sett upp njósnabúnað í tölvu stærsta viðskiptavinarins Ákæruvaldið í Aserta-málinu svokallaða lagði fram gögn við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag sem benda til þess að tveir ákærðu í málinu hafi sett njósnabúnað í tölvur viðskiptavina þeirra. 18. nóvember 2014 18:04
Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða 18. nóvember 2014 13:53