Aserta-málið: „Framlengt um 14 mánuði algjörlega að óþörfu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2016 21:30 Frá aðalmeðferð málsins í nóvember 2014. vísir/gva Arnar Þór Stefánsson, verjandi Ólafs Sigmundssonar sem var einn af ákærðu í Aserta-málinu svokallaða, segir það greinilegt að áfrýjun ríkissaksóknara á sýknudómi Héraðsdóms Reykjaness til Hæstaréttar hafi verið vanhugsuð en fallið var frá áfrýjuninni fyrir helgi. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju fallið er frá áfrýjun en geri bara ráð fyrir því að þegar ríkissaksóknari fór að undirbúa málið fyrir Hæstarétt þá hafi hann séð að hann var ekki með neitt mál. Þetta var vanhugsuð áfrýjun því dómur féll í héraði í desember 2014 þannig að nú eru liðnir þá 14 mánuðir og það hefur ekkert gerst. Það er eins og ríkissaksóknari hafi fyrst núna gluggað í skjöl málsins og séð að dómur héraðsdóms var hárréttur en með þessu var málið framlengt um 14 mánuði algjörlega að óþörfu,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi.Ber vott um ómarkviss vinnubrögð Hann segir þetta bera vott um ómarkviss vinnubrögð sem eigi ekki að viðgangast hjá ríkissaksóknara. „Ríkissaksóknari verður auðvitað að ígrunda mál gaumgæfilega þegar hann tekur svona stóra ákvörðun eins og að áfrýja máli til Hæstaréttar og framlengja þannig líf málsins, í þessu tilfelli að þarf-og tilefnislausu um 14 mánuði,“ segir Arnar Þór. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en blásið var til blaðamannafundar vegna þess í janúar 2010 þegar greint var frá umfangsmiklum rannsóknum efnahagsbrotadeildar lögreglu í samvinnu við Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann. Húsleit var gerð á fjórum heimilum og einni starfstöð. Nokkur hundruð milljónir voru kyrrsettar. Voru fjórir menn, þeir Ólafur, Karl Löve Jóhannsson, Gísli Reynisson og Markús Máni Michaelsson Maute, ákærðir fyrir stórfelld brot á lögum um gjaldeyrisviðskipti. Áttu þeir að hafa nýtt sér tvöfalt gengi íslensku krónunnar og farið þannig á svig við gjaldeyrishöftin. Þeir neituðu alltaf sök.Telur augljóst að ríkissjóður beri bótaábyrgð vegna málsins Nú sex árum síðar er málinu endanlega lokið þar sem það fer ekki fyrir Hæstarétt. Arnar Þór segir að aldrei hafi átt að fara af stað með málið í upphafi. „Menn áttu bara að sjá það á fyrstu metrunum að það var ekkert mál, engar sakargiftir, engin refsiverð háttsemi. Það átti einfaldlega ekki að fara af stað. Síðan átti að bremsa málið af áður en var gefin út ákæra, það átti ekki að gefa út ákæru og svo í allra síðasta lagi áttu menn að stoppa eftir héraðsdóminn og áfrýja ekki. Þannig að á öllum póstum voru teknar rangar ákvarðanir.“ Aðspurður hvort skjólstæðingur hans muni sækja sér skaðabætur vegna málsins segir hann að það verði metið í framhaldinu en það sé augljóst að ríkissjóður beri bótaábyrgð vegna fjártjóns og miska sem það hefur valdið fjórmenningunum sem voru ákærðir. Tengdar fréttir Aserta-málið verður tekið efnislega fyrir Hæstiréttur sneri í dag við frávísun Héraðsdóms Reykjaness í Aserta-málinu svokallaða þar sem Karli Löve Jóhannssyni, Gísla Reynissyni, Markúsi Mána Michaelssyni Maute og Ólafi Sigmundssyni er gefið að sök að hafa brotið gjaldeyrislög. 4. apríl 2014 17:14 Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. 22. febrúar 2016 15:15 Aserta-málið: Fjórmenningarnir sýknaðir Ríkissjóður var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. 18. desember 2014 14:26 Aserta-málið: Sagðir hafa sett upp njósnabúnað í tölvu stærsta viðskiptavinarins Ákæruvaldið í Aserta-málinu svokallaða lagði fram gögn við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag sem benda til þess að tveir ákærðu í málinu hafi sett njósnabúnað í tölvur viðskiptavina þeirra. 18. nóvember 2014 18:04 Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða 18. nóvember 2014 13:53 Mest lesið „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira
Arnar Þór Stefánsson, verjandi Ólafs Sigmundssonar sem var einn af ákærðu í Aserta-málinu svokallaða, segir það greinilegt að áfrýjun ríkissaksóknara á sýknudómi Héraðsdóms Reykjaness til Hæstaréttar hafi verið vanhugsuð en fallið var frá áfrýjuninni fyrir helgi. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju fallið er frá áfrýjun en geri bara ráð fyrir því að þegar ríkissaksóknari fór að undirbúa málið fyrir Hæstarétt þá hafi hann séð að hann var ekki með neitt mál. Þetta var vanhugsuð áfrýjun því dómur féll í héraði í desember 2014 þannig að nú eru liðnir þá 14 mánuðir og það hefur ekkert gerst. Það er eins og ríkissaksóknari hafi fyrst núna gluggað í skjöl málsins og séð að dómur héraðsdóms var hárréttur en með þessu var málið framlengt um 14 mánuði algjörlega að óþörfu,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi.Ber vott um ómarkviss vinnubrögð Hann segir þetta bera vott um ómarkviss vinnubrögð sem eigi ekki að viðgangast hjá ríkissaksóknara. „Ríkissaksóknari verður auðvitað að ígrunda mál gaumgæfilega þegar hann tekur svona stóra ákvörðun eins og að áfrýja máli til Hæstaréttar og framlengja þannig líf málsins, í þessu tilfelli að þarf-og tilefnislausu um 14 mánuði,“ segir Arnar Þór. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en blásið var til blaðamannafundar vegna þess í janúar 2010 þegar greint var frá umfangsmiklum rannsóknum efnahagsbrotadeildar lögreglu í samvinnu við Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann. Húsleit var gerð á fjórum heimilum og einni starfstöð. Nokkur hundruð milljónir voru kyrrsettar. Voru fjórir menn, þeir Ólafur, Karl Löve Jóhannsson, Gísli Reynisson og Markús Máni Michaelsson Maute, ákærðir fyrir stórfelld brot á lögum um gjaldeyrisviðskipti. Áttu þeir að hafa nýtt sér tvöfalt gengi íslensku krónunnar og farið þannig á svig við gjaldeyrishöftin. Þeir neituðu alltaf sök.Telur augljóst að ríkissjóður beri bótaábyrgð vegna málsins Nú sex árum síðar er málinu endanlega lokið þar sem það fer ekki fyrir Hæstarétt. Arnar Þór segir að aldrei hafi átt að fara af stað með málið í upphafi. „Menn áttu bara að sjá það á fyrstu metrunum að það var ekkert mál, engar sakargiftir, engin refsiverð háttsemi. Það átti einfaldlega ekki að fara af stað. Síðan átti að bremsa málið af áður en var gefin út ákæra, það átti ekki að gefa út ákæru og svo í allra síðasta lagi áttu menn að stoppa eftir héraðsdóminn og áfrýja ekki. Þannig að á öllum póstum voru teknar rangar ákvarðanir.“ Aðspurður hvort skjólstæðingur hans muni sækja sér skaðabætur vegna málsins segir hann að það verði metið í framhaldinu en það sé augljóst að ríkissjóður beri bótaábyrgð vegna fjártjóns og miska sem það hefur valdið fjórmenningunum sem voru ákærðir.
Tengdar fréttir Aserta-málið verður tekið efnislega fyrir Hæstiréttur sneri í dag við frávísun Héraðsdóms Reykjaness í Aserta-málinu svokallaða þar sem Karli Löve Jóhannssyni, Gísla Reynissyni, Markúsi Mána Michaelssyni Maute og Ólafi Sigmundssyni er gefið að sök að hafa brotið gjaldeyrislög. 4. apríl 2014 17:14 Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. 22. febrúar 2016 15:15 Aserta-málið: Fjórmenningarnir sýknaðir Ríkissjóður var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. 18. desember 2014 14:26 Aserta-málið: Sagðir hafa sett upp njósnabúnað í tölvu stærsta viðskiptavinarins Ákæruvaldið í Aserta-málinu svokallaða lagði fram gögn við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag sem benda til þess að tveir ákærðu í málinu hafi sett njósnabúnað í tölvur viðskiptavina þeirra. 18. nóvember 2014 18:04 Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða 18. nóvember 2014 13:53 Mest lesið „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira
Aserta-málið verður tekið efnislega fyrir Hæstiréttur sneri í dag við frávísun Héraðsdóms Reykjaness í Aserta-málinu svokallaða þar sem Karli Löve Jóhannssyni, Gísla Reynissyni, Markúsi Mána Michaelssyni Maute og Ólafi Sigmundssyni er gefið að sök að hafa brotið gjaldeyrislög. 4. apríl 2014 17:14
Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. 22. febrúar 2016 15:15
Aserta-málið: Fjórmenningarnir sýknaðir Ríkissjóður var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. 18. desember 2014 14:26
Aserta-málið: Sagðir hafa sett upp njósnabúnað í tölvu stærsta viðskiptavinarins Ákæruvaldið í Aserta-málinu svokallaða lagði fram gögn við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag sem benda til þess að tveir ákærðu í málinu hafi sett njósnabúnað í tölvur viðskiptavina þeirra. 18. nóvember 2014 18:04
Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða 18. nóvember 2014 13:53