Aserta-málið: Sagðir hafa sett upp njósnabúnað í tölvu stærsta viðskiptavinarins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. nóvember 2014 18:04 Ákærðu og verjendur þeirra í Héraðsdómi Reykjaness í dag. vísir/gva Ákæruvaldið í Aserta-málinu svokallaða lagði fram gögn við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag sem benda til þess að tveir ákærðu í málinu hafi sett upp njósnabúnað í tölvum viðskiptavina þeirra. Það eru þeir Gísli Reynisson og Karl Löve Jóhannsson en því neita þeir báðir. Tveir aðrir eru ákærðir í málinu auk Gísla og Karls – Markús Máni Michaelsson Maute og Ólafur Sigmundsson. Gísli, Karl, Markús Máni og Ólafur eru grunaðir um umfangsmikið ólöglegt gjaldeyrisbrask í gegnum einkahlutafélagið Aserta á tímablinu 25. mars til 2. nóvember árið 2009. Hvorki var lögmæt heimild eða leyfi frá Seðlabanka Íslands fyrir viðskiptunum að því er sérstakur saksóknari heldur fram.Ræddu ítarlega uppsetningu njósnabúnaðar Tvær tölvur Gísla voru haldlagðar við rannsókn málsins en Gísli var sá sem sá hvað mest um tölvumál þeirra félaga. Í tölvunum fundust meðal annars samtöl á milli Gísla og Karls í gegnum samskiptaforritið MSN þar sem þeir ræddu ítarlega um það að setja upp netnjósnaforrit hjá mótaðilum sínum. Mótaðilarnir eru þeir sem fyrirtækið á í gjaldeyrisviðskiptum við en í gögnum málsins kom fram að slíkur búnaður hafi verið settur upp hjá þeirra stærsta viðskiptavini, Niko Nordic. „Ertu kominn með SniperSpy up and running?“ sendi Gísli til Karls. Karl sagði forritið þó ekki virka. „Það verður að koma þessu á menn eins og Sigga [hjá Niko Nordic],“ svaraði Gísli.Starfsmenn sérstaks saksóknara. Finnur Þór Vilhjálmsson er lengst til hægri á myndinni.vísir/gvaEkki hluti af sakarefninu Þá kom jafnframt fram í rannsóknarskýrslu sem lögð var fram að ummerki hafi verið um að tölvupóstar hafi borist Gísla frá forritinu eblaster, njósnaforriti sem ber yfirskriftina: „Know everything they do online.“ Þessu mótmæltu verjendur þeirra þó harðlega enda eru gögn þessi ekki hluti af sakarefni ákærðu. Töldu þeir ákæruvaldið hafa lagt þetta fram til þess eins að sverta mannorð skjólstæðinga þeirra og kröfðust úrskurðar dómara. Dómari féllst á það og var málið ekki rætt frekar. Þá bað Reimar Snæfells Pétursson, verjandi Gísla, að tekið yrði hlé í ljósi andrúmsloftsins sem skapast hafði í kjölfar þessara umræðna. Fyrsta degi aðalmeðferðar lauk í dag og verður henni áframhaldið á morgun. Enginn ágreiningur var um viðskipti sem Aserta átti á þessum tíma, viðskiptavini né upphæðir og var því ákveðið að afboða stóran part þeirra vitna sem boðuð höfðu verið. Tengdar fréttir Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða 18. nóvember 2014 13:53 Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Ákæruvaldið í Aserta-málinu svokallaða lagði fram gögn við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag sem benda til þess að tveir ákærðu í málinu hafi sett upp njósnabúnað í tölvum viðskiptavina þeirra. Það eru þeir Gísli Reynisson og Karl Löve Jóhannsson en því neita þeir báðir. Tveir aðrir eru ákærðir í málinu auk Gísla og Karls – Markús Máni Michaelsson Maute og Ólafur Sigmundsson. Gísli, Karl, Markús Máni og Ólafur eru grunaðir um umfangsmikið ólöglegt gjaldeyrisbrask í gegnum einkahlutafélagið Aserta á tímablinu 25. mars til 2. nóvember árið 2009. Hvorki var lögmæt heimild eða leyfi frá Seðlabanka Íslands fyrir viðskiptunum að því er sérstakur saksóknari heldur fram.Ræddu ítarlega uppsetningu njósnabúnaðar Tvær tölvur Gísla voru haldlagðar við rannsókn málsins en Gísli var sá sem sá hvað mest um tölvumál þeirra félaga. Í tölvunum fundust meðal annars samtöl á milli Gísla og Karls í gegnum samskiptaforritið MSN þar sem þeir ræddu ítarlega um það að setja upp netnjósnaforrit hjá mótaðilum sínum. Mótaðilarnir eru þeir sem fyrirtækið á í gjaldeyrisviðskiptum við en í gögnum málsins kom fram að slíkur búnaður hafi verið settur upp hjá þeirra stærsta viðskiptavini, Niko Nordic. „Ertu kominn með SniperSpy up and running?“ sendi Gísli til Karls. Karl sagði forritið þó ekki virka. „Það verður að koma þessu á menn eins og Sigga [hjá Niko Nordic],“ svaraði Gísli.Starfsmenn sérstaks saksóknara. Finnur Þór Vilhjálmsson er lengst til hægri á myndinni.vísir/gvaEkki hluti af sakarefninu Þá kom jafnframt fram í rannsóknarskýrslu sem lögð var fram að ummerki hafi verið um að tölvupóstar hafi borist Gísla frá forritinu eblaster, njósnaforriti sem ber yfirskriftina: „Know everything they do online.“ Þessu mótmæltu verjendur þeirra þó harðlega enda eru gögn þessi ekki hluti af sakarefni ákærðu. Töldu þeir ákæruvaldið hafa lagt þetta fram til þess eins að sverta mannorð skjólstæðinga þeirra og kröfðust úrskurðar dómara. Dómari féllst á það og var málið ekki rætt frekar. Þá bað Reimar Snæfells Pétursson, verjandi Gísla, að tekið yrði hlé í ljósi andrúmsloftsins sem skapast hafði í kjölfar þessara umræðna. Fyrsta degi aðalmeðferðar lauk í dag og verður henni áframhaldið á morgun. Enginn ágreiningur var um viðskipti sem Aserta átti á þessum tíma, viðskiptavini né upphæðir og var því ákveðið að afboða stóran part þeirra vitna sem boðuð höfðu verið.
Tengdar fréttir Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða 18. nóvember 2014 13:53 Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða 18. nóvember 2014 13:53