Aserta-málið: Sagðir hafa sett upp njósnabúnað í tölvu stærsta viðskiptavinarins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. nóvember 2014 18:04 Ákærðu og verjendur þeirra í Héraðsdómi Reykjaness í dag. vísir/gva Ákæruvaldið í Aserta-málinu svokallaða lagði fram gögn við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag sem benda til þess að tveir ákærðu í málinu hafi sett upp njósnabúnað í tölvum viðskiptavina þeirra. Það eru þeir Gísli Reynisson og Karl Löve Jóhannsson en því neita þeir báðir. Tveir aðrir eru ákærðir í málinu auk Gísla og Karls – Markús Máni Michaelsson Maute og Ólafur Sigmundsson. Gísli, Karl, Markús Máni og Ólafur eru grunaðir um umfangsmikið ólöglegt gjaldeyrisbrask í gegnum einkahlutafélagið Aserta á tímablinu 25. mars til 2. nóvember árið 2009. Hvorki var lögmæt heimild eða leyfi frá Seðlabanka Íslands fyrir viðskiptunum að því er sérstakur saksóknari heldur fram.Ræddu ítarlega uppsetningu njósnabúnaðar Tvær tölvur Gísla voru haldlagðar við rannsókn málsins en Gísli var sá sem sá hvað mest um tölvumál þeirra félaga. Í tölvunum fundust meðal annars samtöl á milli Gísla og Karls í gegnum samskiptaforritið MSN þar sem þeir ræddu ítarlega um það að setja upp netnjósnaforrit hjá mótaðilum sínum. Mótaðilarnir eru þeir sem fyrirtækið á í gjaldeyrisviðskiptum við en í gögnum málsins kom fram að slíkur búnaður hafi verið settur upp hjá þeirra stærsta viðskiptavini, Niko Nordic. „Ertu kominn með SniperSpy up and running?“ sendi Gísli til Karls. Karl sagði forritið þó ekki virka. „Það verður að koma þessu á menn eins og Sigga [hjá Niko Nordic],“ svaraði Gísli.Starfsmenn sérstaks saksóknara. Finnur Þór Vilhjálmsson er lengst til hægri á myndinni.vísir/gvaEkki hluti af sakarefninu Þá kom jafnframt fram í rannsóknarskýrslu sem lögð var fram að ummerki hafi verið um að tölvupóstar hafi borist Gísla frá forritinu eblaster, njósnaforriti sem ber yfirskriftina: „Know everything they do online.“ Þessu mótmæltu verjendur þeirra þó harðlega enda eru gögn þessi ekki hluti af sakarefni ákærðu. Töldu þeir ákæruvaldið hafa lagt þetta fram til þess eins að sverta mannorð skjólstæðinga þeirra og kröfðust úrskurðar dómara. Dómari féllst á það og var málið ekki rætt frekar. Þá bað Reimar Snæfells Pétursson, verjandi Gísla, að tekið yrði hlé í ljósi andrúmsloftsins sem skapast hafði í kjölfar þessara umræðna. Fyrsta degi aðalmeðferðar lauk í dag og verður henni áframhaldið á morgun. Enginn ágreiningur var um viðskipti sem Aserta átti á þessum tíma, viðskiptavini né upphæðir og var því ákveðið að afboða stóran part þeirra vitna sem boðuð höfðu verið. Tengdar fréttir Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða 18. nóvember 2014 13:53 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Sjá meira
Ákæruvaldið í Aserta-málinu svokallaða lagði fram gögn við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag sem benda til þess að tveir ákærðu í málinu hafi sett upp njósnabúnað í tölvum viðskiptavina þeirra. Það eru þeir Gísli Reynisson og Karl Löve Jóhannsson en því neita þeir báðir. Tveir aðrir eru ákærðir í málinu auk Gísla og Karls – Markús Máni Michaelsson Maute og Ólafur Sigmundsson. Gísli, Karl, Markús Máni og Ólafur eru grunaðir um umfangsmikið ólöglegt gjaldeyrisbrask í gegnum einkahlutafélagið Aserta á tímablinu 25. mars til 2. nóvember árið 2009. Hvorki var lögmæt heimild eða leyfi frá Seðlabanka Íslands fyrir viðskiptunum að því er sérstakur saksóknari heldur fram.Ræddu ítarlega uppsetningu njósnabúnaðar Tvær tölvur Gísla voru haldlagðar við rannsókn málsins en Gísli var sá sem sá hvað mest um tölvumál þeirra félaga. Í tölvunum fundust meðal annars samtöl á milli Gísla og Karls í gegnum samskiptaforritið MSN þar sem þeir ræddu ítarlega um það að setja upp netnjósnaforrit hjá mótaðilum sínum. Mótaðilarnir eru þeir sem fyrirtækið á í gjaldeyrisviðskiptum við en í gögnum málsins kom fram að slíkur búnaður hafi verið settur upp hjá þeirra stærsta viðskiptavini, Niko Nordic. „Ertu kominn með SniperSpy up and running?“ sendi Gísli til Karls. Karl sagði forritið þó ekki virka. „Það verður að koma þessu á menn eins og Sigga [hjá Niko Nordic],“ svaraði Gísli.Starfsmenn sérstaks saksóknara. Finnur Þór Vilhjálmsson er lengst til hægri á myndinni.vísir/gvaEkki hluti af sakarefninu Þá kom jafnframt fram í rannsóknarskýrslu sem lögð var fram að ummerki hafi verið um að tölvupóstar hafi borist Gísla frá forritinu eblaster, njósnaforriti sem ber yfirskriftina: „Know everything they do online.“ Þessu mótmæltu verjendur þeirra þó harðlega enda eru gögn þessi ekki hluti af sakarefni ákærðu. Töldu þeir ákæruvaldið hafa lagt þetta fram til þess eins að sverta mannorð skjólstæðinga þeirra og kröfðust úrskurðar dómara. Dómari féllst á það og var málið ekki rætt frekar. Þá bað Reimar Snæfells Pétursson, verjandi Gísla, að tekið yrði hlé í ljósi andrúmsloftsins sem skapast hafði í kjölfar þessara umræðna. Fyrsta degi aðalmeðferðar lauk í dag og verður henni áframhaldið á morgun. Enginn ágreiningur var um viðskipti sem Aserta átti á þessum tíma, viðskiptavini né upphæðir og var því ákveðið að afboða stóran part þeirra vitna sem boðuð höfðu verið.
Tengdar fréttir Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða 18. nóvember 2014 13:53 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Sjá meira
Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða 18. nóvember 2014 13:53