Sex ára martröð Aserta-manna lokið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2016 15:15 Frá aðalmeðferð málsins í nóvember 2014. Vísir/GVa Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari sem sótti málið upphaflega í samtali við Vísi. DV greindi fyrst frá.Málið á rætur að rekja til janúar 2010 þegar greint var frá umfangsmiklum rannsóknum efnahagsbrotadeildar lögreglu í samvinnu við Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann á blaðamannafundi. Húsleit var gerð á fjórum heimilum og einni starfstöð. Nokkur hundruð milljónir voru kyrrsettar. Voru þeir ákærðir fyrir stórfelld brot á lögum um gjaldeyrisviðskipti. Áttu þeir að hafa nýtt sér tvöfalt gengi íslensku krónunnar og farið þannig á svig við gjaldeyrishöftin. Þeir neituðu alltaf sök.Markús Máni mætir til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/GVASýknaðir í desember 2014 Héraðsdómur Reykjaness vísaði málinu frá í mars 2014 vegna óskýrleika í ákæru sérstaks saksóknara. Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í apríl sama ár að málið skildi taka efnislega fyrir. Aðalmeðferð í málinu fór loks fram í nóvember 2014 og voru fjórmenningarnir Karl Löve Jóhannsson, Gísli Reynisson, Markús Máni Michaelsson Maute og Ólafur Sigmundsson, sýknaðir í desember sama ár. Lýsti Markús Máni því meðal annars yfir við aðalmeðferðina að hann hefði átt erfitt með að fara út á meðal fólks undanfarin ár. Ríkissaksóknari ákvað að áfrýja málinu til Hæstaréttar en nú hefur verið fallið frá því. Sýknudómurinn úr héraði stendur því en þar kom fram að félagið Aserta hefði verið skráð í Svíþjóð og gjaldeyrisviðskiptin því ekki átt sér stað á Íslandi. Ekki náðist í ríkissaksóknara við vinnslu fréttarinnar. Ólafur Þór gat þó staðfest að hann hefði fengið veður af ákvörðun embættisins fyrir helgi en vísaði að öðru leyti á ríkissaksóknara. Tengdar fréttir 260 milljónir í laun verjenda frá ríkinu Þóknanir til verjenda í stærstu efnahagsbrotamálum höfðuðum af sérstökum saksóknara sem dæmt hefur verið í á árinu nema 350 milljónum. Ríkið borgar rúm 73%. 19. desember 2014 09:00 Aserta-málið: Fjórmenningarnir sýknaðir Ríkissjóður var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. 18. desember 2014 14:26 Aserta-málið: Sagðir hafa sett upp njósnabúnað í tölvu stærsta viðskiptavinarins Ákæruvaldið í Aserta-málinu svokallaða lagði fram gögn við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag sem benda til þess að tveir ákærðu í málinu hafi sett njósnabúnað í tölvur viðskiptavina þeirra. 18. nóvember 2014 18:04 Til skoðunar að fella niður tíu gjaldeyrismál til viðbótar Sérstakur saksóknari hefur nú til skoðunar að fella niður tíu mál þar sem grunur er um brot á reglum um gjaldeyrismál þar sem reglurnar teljast ekki tæk refsiheimild. Seðlabanki Íslands lét fyrir farast að leita staðfestingar ráðherra á reglunum í lok árs 2008 eins og áskilið var í lögum. Sérstakur saksóknari hefur þegar fellt niður sjö slík mál hjá embættinu. 15. júní 2014 18:43 Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða 18. nóvember 2014 13:53 Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari sem sótti málið upphaflega í samtali við Vísi. DV greindi fyrst frá.Málið á rætur að rekja til janúar 2010 þegar greint var frá umfangsmiklum rannsóknum efnahagsbrotadeildar lögreglu í samvinnu við Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann á blaðamannafundi. Húsleit var gerð á fjórum heimilum og einni starfstöð. Nokkur hundruð milljónir voru kyrrsettar. Voru þeir ákærðir fyrir stórfelld brot á lögum um gjaldeyrisviðskipti. Áttu þeir að hafa nýtt sér tvöfalt gengi íslensku krónunnar og farið þannig á svig við gjaldeyrishöftin. Þeir neituðu alltaf sök.Markús Máni mætir til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/GVASýknaðir í desember 2014 Héraðsdómur Reykjaness vísaði málinu frá í mars 2014 vegna óskýrleika í ákæru sérstaks saksóknara. Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í apríl sama ár að málið skildi taka efnislega fyrir. Aðalmeðferð í málinu fór loks fram í nóvember 2014 og voru fjórmenningarnir Karl Löve Jóhannsson, Gísli Reynisson, Markús Máni Michaelsson Maute og Ólafur Sigmundsson, sýknaðir í desember sama ár. Lýsti Markús Máni því meðal annars yfir við aðalmeðferðina að hann hefði átt erfitt með að fara út á meðal fólks undanfarin ár. Ríkissaksóknari ákvað að áfrýja málinu til Hæstaréttar en nú hefur verið fallið frá því. Sýknudómurinn úr héraði stendur því en þar kom fram að félagið Aserta hefði verið skráð í Svíþjóð og gjaldeyrisviðskiptin því ekki átt sér stað á Íslandi. Ekki náðist í ríkissaksóknara við vinnslu fréttarinnar. Ólafur Þór gat þó staðfest að hann hefði fengið veður af ákvörðun embættisins fyrir helgi en vísaði að öðru leyti á ríkissaksóknara.
Tengdar fréttir 260 milljónir í laun verjenda frá ríkinu Þóknanir til verjenda í stærstu efnahagsbrotamálum höfðuðum af sérstökum saksóknara sem dæmt hefur verið í á árinu nema 350 milljónum. Ríkið borgar rúm 73%. 19. desember 2014 09:00 Aserta-málið: Fjórmenningarnir sýknaðir Ríkissjóður var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. 18. desember 2014 14:26 Aserta-málið: Sagðir hafa sett upp njósnabúnað í tölvu stærsta viðskiptavinarins Ákæruvaldið í Aserta-málinu svokallaða lagði fram gögn við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag sem benda til þess að tveir ákærðu í málinu hafi sett njósnabúnað í tölvur viðskiptavina þeirra. 18. nóvember 2014 18:04 Til skoðunar að fella niður tíu gjaldeyrismál til viðbótar Sérstakur saksóknari hefur nú til skoðunar að fella niður tíu mál þar sem grunur er um brot á reglum um gjaldeyrismál þar sem reglurnar teljast ekki tæk refsiheimild. Seðlabanki Íslands lét fyrir farast að leita staðfestingar ráðherra á reglunum í lok árs 2008 eins og áskilið var í lögum. Sérstakur saksóknari hefur þegar fellt niður sjö slík mál hjá embættinu. 15. júní 2014 18:43 Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða 18. nóvember 2014 13:53 Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
260 milljónir í laun verjenda frá ríkinu Þóknanir til verjenda í stærstu efnahagsbrotamálum höfðuðum af sérstökum saksóknara sem dæmt hefur verið í á árinu nema 350 milljónum. Ríkið borgar rúm 73%. 19. desember 2014 09:00
Aserta-málið: Fjórmenningarnir sýknaðir Ríkissjóður var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. 18. desember 2014 14:26
Aserta-málið: Sagðir hafa sett upp njósnabúnað í tölvu stærsta viðskiptavinarins Ákæruvaldið í Aserta-málinu svokallaða lagði fram gögn við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag sem benda til þess að tveir ákærðu í málinu hafi sett njósnabúnað í tölvur viðskiptavina þeirra. 18. nóvember 2014 18:04
Til skoðunar að fella niður tíu gjaldeyrismál til viðbótar Sérstakur saksóknari hefur nú til skoðunar að fella niður tíu mál þar sem grunur er um brot á reglum um gjaldeyrismál þar sem reglurnar teljast ekki tæk refsiheimild. Seðlabanki Íslands lét fyrir farast að leita staðfestingar ráðherra á reglunum í lok árs 2008 eins og áskilið var í lögum. Sérstakur saksóknari hefur þegar fellt niður sjö slík mál hjá embættinu. 15. júní 2014 18:43
Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða 18. nóvember 2014 13:53