Þrándur í Götu háskólagenginna Hrönn Guðmundsdóttir og Hjördís Guðbrandsdóttir skrifar 23. febrúar 2016 11:30 „Mikilvægt er að viðkomandi sérfræðingur hafi víðtæka þekkingu og reynslu af opinberri stjórnsýslu og samstarfi þvert á ráðuneyti. Enn fremur er æskilegt að hann hafi sérþekkingu á þeim málaflokkum sem heyra undir skrifstofu félagsþjónustu. Þá er einnig gerð krafa um víðtæka þekkingu og reynslu af alþjóðlegum samskiptum, ekki síst norrænu samstarfi innan stjórnsýslunnar. Jafnframt er mikilvægt að viðkomandi hafi leiðtogahæfileika, færni og áhuga á sviði stjórnunar og stefnumótunar og geti starfað undir miklu álagi. Einnig þarf viðkomandi að búa yfir færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku, ensku og einu öðru Norðurlandamáli, auk þess að sýna lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum.“Svona hljóðar hluti úr auglýsingu Velferðarráðuneytisins vegna starfs sérfræðings á skrifstofu félagsþjónustu. Eina krafan um menntun sem sett er fram er krafa um háskólapróf eða sambærilega menntun á sviði félagsmála. Háskólamenntun virðist því ekki vera skilyrði. Hins vegar skiptir viðamikil og sérhæfð starfsreynsla höfuðmáli. Ofangreind auglýsing er aðeins eitt dæmi af fjölmörgum þar sem starfsreynsla er gerð að veigameira skilyrði en menntun.Hrönn Guðmundsdóttir LL.M.Í dag ríkir mikil samkeppni á vinnumarkaði meðal háskólamenntaðra og dæmi eru um að tugir manna sækist eftir sömu störfum. Þetta gerir háskólamenntuðum með litla eða enga starfsreynslu erfitt fyrir að hasla sér völl á vinnumarkaði að loknu námi. Verðmæt þekking sem til verður í háskólasamfélaginu skilar sér seint eða aldrei út í íslenskt atvinnulíf. Háskólamenntaðir taka í auknum mæli að sér störf sem ekki krefjast menntunar eða sérfræðiþekkingar eða flytja utan þar sem þeir geta gengið í störf við hæfi. Þannig tapast með tímanum dýrmæt þekking og verðmætt vinnuafl úr landi. Tímafrek og dýr menntun er því ekki aðgöngumiði að atvinnutækifærum og háskólapróf án starfsreynslu virðist vera gagnslaust í núverandi ástandi. Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun eru 25% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá með háskólamenntun (í janúar 2016). Þær tölur hafa ekki að geyma upplýsingar um falið atvinnuleysi menntafólks sem sinnir störfum ótengt þeirri sérfræðiþekkingu sem það hefur aflað sér. Mikil og vaxandi þörf er á stefnumótun í atvinnumálum sem veitir háskólamenntuðum tækifæri til að öðlast starfsreynslu. Það má gera með því að tengja nemendur við atvinnulífið, til dæmis með starfsmenntun og námssamningum. Einnig þarf að gera ráðstafanir sem gera menntafólki auðveldara að afla sér starfsreynslu eftir að námi lýkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
„Mikilvægt er að viðkomandi sérfræðingur hafi víðtæka þekkingu og reynslu af opinberri stjórnsýslu og samstarfi þvert á ráðuneyti. Enn fremur er æskilegt að hann hafi sérþekkingu á þeim málaflokkum sem heyra undir skrifstofu félagsþjónustu. Þá er einnig gerð krafa um víðtæka þekkingu og reynslu af alþjóðlegum samskiptum, ekki síst norrænu samstarfi innan stjórnsýslunnar. Jafnframt er mikilvægt að viðkomandi hafi leiðtogahæfileika, færni og áhuga á sviði stjórnunar og stefnumótunar og geti starfað undir miklu álagi. Einnig þarf viðkomandi að búa yfir færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku, ensku og einu öðru Norðurlandamáli, auk þess að sýna lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum.“Svona hljóðar hluti úr auglýsingu Velferðarráðuneytisins vegna starfs sérfræðings á skrifstofu félagsþjónustu. Eina krafan um menntun sem sett er fram er krafa um háskólapróf eða sambærilega menntun á sviði félagsmála. Háskólamenntun virðist því ekki vera skilyrði. Hins vegar skiptir viðamikil og sérhæfð starfsreynsla höfuðmáli. Ofangreind auglýsing er aðeins eitt dæmi af fjölmörgum þar sem starfsreynsla er gerð að veigameira skilyrði en menntun.Hrönn Guðmundsdóttir LL.M.Í dag ríkir mikil samkeppni á vinnumarkaði meðal háskólamenntaðra og dæmi eru um að tugir manna sækist eftir sömu störfum. Þetta gerir háskólamenntuðum með litla eða enga starfsreynslu erfitt fyrir að hasla sér völl á vinnumarkaði að loknu námi. Verðmæt þekking sem til verður í háskólasamfélaginu skilar sér seint eða aldrei út í íslenskt atvinnulíf. Háskólamenntaðir taka í auknum mæli að sér störf sem ekki krefjast menntunar eða sérfræðiþekkingar eða flytja utan þar sem þeir geta gengið í störf við hæfi. Þannig tapast með tímanum dýrmæt þekking og verðmætt vinnuafl úr landi. Tímafrek og dýr menntun er því ekki aðgöngumiði að atvinnutækifærum og háskólapróf án starfsreynslu virðist vera gagnslaust í núverandi ástandi. Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun eru 25% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá með háskólamenntun (í janúar 2016). Þær tölur hafa ekki að geyma upplýsingar um falið atvinnuleysi menntafólks sem sinnir störfum ótengt þeirri sérfræðiþekkingu sem það hefur aflað sér. Mikil og vaxandi þörf er á stefnumótun í atvinnumálum sem veitir háskólamenntuðum tækifæri til að öðlast starfsreynslu. Það má gera með því að tengja nemendur við atvinnulífið, til dæmis með starfsmenntun og námssamningum. Einnig þarf að gera ráðstafanir sem gera menntafólki auðveldara að afla sér starfsreynslu eftir að námi lýkur.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun