Grótta klárar dæmið í Höllinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. febrúar 2016 06:00 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er í lykilhlutverki í Gróttu. Vísir Fjórða árið í röð verður notast við svokallað „Final 4“-fyrirkomulag í bikarkeppni karla og kvenna í handbolta. Undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikirnir hafa farið fram sömu helgina síðan 2013 og hefur þetta fyrirkomulag algjörlega slegið í gegn. Úrslitahelgin hefst í dag með undanúrslitaleikjum í Coca Cola-bikar kvenna. Klukkan 17.15 eigast við Stjarnan og Fylkir og svo klukkan 19.30 er komið að stórleik tveggja efstu liða Olís-deildar kvenna; Gróttu og Hauka. Sigurvegararnir mætast í bikarúrslitaleiknum klukkan 13.30 á laugardaginn. Fréttablaðið fékk Alfreð Örn Finnsson, þjálfara Vals, til að spá í spilin. Alfreð hefur mætt öllum liðunum á tímabilinu, sumum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.Stress að vera í Höllinni Alfreð Örn hefur meiri trú á Stjörnunni í fyrri undanúrslitaleiknum á móti Fylki þar sem mætast liðin í sjötta og áttunda sæti deildarinnar. Liðin hafa mæst tvívegis á leiktíðinni og Stjarnan unnið í bæði skiptin. Stjarnan vann átta marka sigur á heimavelli, 30-22, og þriggja marka sigur í Árbænum í seinni leik liðanna í deildinni, 26-23. „Ég hef alveg trú á að Fylkir geti komið á óvart en ég spái Stjörnunni sigri því það er reynslumeira lið,“ segir Alfreð Örn. Fylkir hefur ekki komist í Höllina síðan liðið spilaði óvænt úrslitaleikinn á móti Stjörnunni 2008 en Stjarnan hafði þá betur. „Það væri bara styrkur fyrir Fylki að halda þessu í jöfnum leik. Ég held að Stjarnan verði með þetta allan leikinn og stressið verði of mikið fyrir Fylki í Höllinni. Fylkisstúlkur unnu samt ÍBV um daginn sem veitir mér meiri bjartsýni fyrir þeirra hönd. Ég hef verið að bíða eftir þessum kafla hjá þeim,“ segir Alfreð.Thea Imani Sturludóttir í leik með Fylki.VísirAðspurður hver helsti styrkleiki Fylkisliðsins sé segir hann: „Keyra í bakið á andstæðingnum, hvort sem það er eftir mark eða ekki. Fylkisliðið er að spila hraða miðju mjög vel. Það hefur líka náð upp fínum varnarleik eftir jól og er með vopn í Þurí [Þuríði Guðjónsdóttur] og Theu [Imani Sturludóttur].“ Stjarnan er þekktari stærð: „Stjarnan er með gríðarlega sterkan varnarleik og Florentinu í markinu. Þetta eru hennar leikir. Það mæðir líka mikið á Helenu Rut. Það er gríðarlega erfitt við Stjörnuna að eiga þegar hún er heit,“ segir Alfreð Örn.Meistararnir fara alla leið Seinni undanúrslitaleikurinn er algjört konfekt en þar mætast liðin í efstu tveimur sætum Íslandsmótsins. Grótta er einu stigi á undan Haukum í deildinni, en liðin skildu jöfn, 21-21, þegar þau mættust á Nesinu í deildinni fyrr á tímabilinu. „Haukarnir eiga klárlega séns. Það er rosalega erfitt að spá fyrir um þennan leik,“ segir Alfreð. Hann vill meina að markvarslan verði það sem skeri úr um sigurinn. Í marki Gróttu er auðvitað fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Íris Björk Símonardóttir en hjá Haukum stendur Elín Jóna Þorsteinsdóttir vaktina. Elín Jóna varð bikarmeistari með Gróttu í fyrra.Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Hauka.Vísir„Elín hefur verið lykillinn að velgengni Haukanna en Íris Björk er bara alltaf góð. Þessi markvarðabarátta snýst vitaskuld að stóru leyti um varnarleikinn. Gróttuvörnin er stöðugri en hjá Haukum. Haukarnir eiga leiki þar sem þeir skella algjörlega í lás en stundum gengur ekki jafn vel,“ segir Alfreð. Haukarnir eru með sterka útilínu í þeim Ramune Pekarskyte, Karen Helgu Díönudóttur og Mariu Ines Pereira en Alfreð er hrifinn af liðsheildarframlagi Gróttuliðsins. „Á móti okkur var ég mjög hrifinn af hversu margir leikmenn Gróttu voru að skila framlagi. Gróttan spilar sóknarleikinn skynsamlega og fær framlag frá mörgum. Kári þjálfari hefur gert vel í að dreifa álagi og vera duglegur að skipta,“ segir Alfreð sem spáir Gróttu ferð í úrslitaleikinn. En hvaða lið stendur þá uppi sem meistari? „Grótta klárar þetta á móti Stjörnunni,“ segir Alfreð Örn Finnsson. Íslenski handboltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Fjórða árið í röð verður notast við svokallað „Final 4“-fyrirkomulag í bikarkeppni karla og kvenna í handbolta. Undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikirnir hafa farið fram sömu helgina síðan 2013 og hefur þetta fyrirkomulag algjörlega slegið í gegn. Úrslitahelgin hefst í dag með undanúrslitaleikjum í Coca Cola-bikar kvenna. Klukkan 17.15 eigast við Stjarnan og Fylkir og svo klukkan 19.30 er komið að stórleik tveggja efstu liða Olís-deildar kvenna; Gróttu og Hauka. Sigurvegararnir mætast í bikarúrslitaleiknum klukkan 13.30 á laugardaginn. Fréttablaðið fékk Alfreð Örn Finnsson, þjálfara Vals, til að spá í spilin. Alfreð hefur mætt öllum liðunum á tímabilinu, sumum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.Stress að vera í Höllinni Alfreð Örn hefur meiri trú á Stjörnunni í fyrri undanúrslitaleiknum á móti Fylki þar sem mætast liðin í sjötta og áttunda sæti deildarinnar. Liðin hafa mæst tvívegis á leiktíðinni og Stjarnan unnið í bæði skiptin. Stjarnan vann átta marka sigur á heimavelli, 30-22, og þriggja marka sigur í Árbænum í seinni leik liðanna í deildinni, 26-23. „Ég hef alveg trú á að Fylkir geti komið á óvart en ég spái Stjörnunni sigri því það er reynslumeira lið,“ segir Alfreð Örn. Fylkir hefur ekki komist í Höllina síðan liðið spilaði óvænt úrslitaleikinn á móti Stjörnunni 2008 en Stjarnan hafði þá betur. „Það væri bara styrkur fyrir Fylki að halda þessu í jöfnum leik. Ég held að Stjarnan verði með þetta allan leikinn og stressið verði of mikið fyrir Fylki í Höllinni. Fylkisstúlkur unnu samt ÍBV um daginn sem veitir mér meiri bjartsýni fyrir þeirra hönd. Ég hef verið að bíða eftir þessum kafla hjá þeim,“ segir Alfreð.Thea Imani Sturludóttir í leik með Fylki.VísirAðspurður hver helsti styrkleiki Fylkisliðsins sé segir hann: „Keyra í bakið á andstæðingnum, hvort sem það er eftir mark eða ekki. Fylkisliðið er að spila hraða miðju mjög vel. Það hefur líka náð upp fínum varnarleik eftir jól og er með vopn í Þurí [Þuríði Guðjónsdóttur] og Theu [Imani Sturludóttur].“ Stjarnan er þekktari stærð: „Stjarnan er með gríðarlega sterkan varnarleik og Florentinu í markinu. Þetta eru hennar leikir. Það mæðir líka mikið á Helenu Rut. Það er gríðarlega erfitt við Stjörnuna að eiga þegar hún er heit,“ segir Alfreð Örn.Meistararnir fara alla leið Seinni undanúrslitaleikurinn er algjört konfekt en þar mætast liðin í efstu tveimur sætum Íslandsmótsins. Grótta er einu stigi á undan Haukum í deildinni, en liðin skildu jöfn, 21-21, þegar þau mættust á Nesinu í deildinni fyrr á tímabilinu. „Haukarnir eiga klárlega séns. Það er rosalega erfitt að spá fyrir um þennan leik,“ segir Alfreð. Hann vill meina að markvarslan verði það sem skeri úr um sigurinn. Í marki Gróttu er auðvitað fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Íris Björk Símonardóttir en hjá Haukum stendur Elín Jóna Þorsteinsdóttir vaktina. Elín Jóna varð bikarmeistari með Gróttu í fyrra.Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Hauka.Vísir„Elín hefur verið lykillinn að velgengni Haukanna en Íris Björk er bara alltaf góð. Þessi markvarðabarátta snýst vitaskuld að stóru leyti um varnarleikinn. Gróttuvörnin er stöðugri en hjá Haukum. Haukarnir eiga leiki þar sem þeir skella algjörlega í lás en stundum gengur ekki jafn vel,“ segir Alfreð. Haukarnir eru með sterka útilínu í þeim Ramune Pekarskyte, Karen Helgu Díönudóttur og Mariu Ines Pereira en Alfreð er hrifinn af liðsheildarframlagi Gróttuliðsins. „Á móti okkur var ég mjög hrifinn af hversu margir leikmenn Gróttu voru að skila framlagi. Gróttan spilar sóknarleikinn skynsamlega og fær framlag frá mörgum. Kári þjálfari hefur gert vel í að dreifa álagi og vera duglegur að skipta,“ segir Alfreð sem spáir Gróttu ferð í úrslitaleikinn. En hvaða lið stendur þá uppi sem meistari? „Grótta klárar þetta á móti Stjörnunni,“ segir Alfreð Örn Finnsson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira