Lög um endurupptökunefnd hugsanlega unnin í of miklum flýti sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. febrúar 2016 12:31 Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra segir hugsanlegt að lög um endurupptökunefnd hafi verið unnin í of miklum flýti, en Hæstiréttur komst í gær að þeirri niðurstöðu að ákvæði í lögum um nefndina brjóti gegn stjórnarskrá. Hann segir að nú þurfi innanríkisráðuneytið og allsherjarnefnd Alþingis að leggjast yfir málið og sníða þessa vankanta að lögunum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurðir endurupptökunefndar geti ekki orðið til lþess að fyrri dómar falli úr gildi. Samkvæmt núgildandi lögum getur nefndin það, en að mati dómsins brýtur það ákvæði gegn annarri málsgrein stjórnarskrárinnar um þrískiptingu ríkisvaldsins. Einungis dómstólar geti ógilt fyrri dóm. Lög um endurupptökunefnd voru sett af Alþingi í ráðherratíð Ögmundar Jónassonar fyrrverandi innanríkisráðherra, sem skipaði í nefndina árið 2013. „Endurupptökunefnd getur tekið mál og beint því til dómstóla að endurmeta þau. Það á að gera ef forsendur hafa augljóslega verið rangar sem dómur hvíldi á, eins og til dæmis er líklegt að hafi gerst í svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmáli. Þannig að ég skil málið þannig að þessi niðurstaða hún breyti engu um mál af því tagi,” segir Ögmundur. En eins og nú liggur fyrir þá eru ákveðnir annmarkar á þessum lögum, og á það hefur nú svo sem verið bent. Hefði ekki þurft að bregðast við strax? „Það fór ekki mikið fyrir gagnrýni þegar þessi lög voru sett á sínum tíma. En ég vil taka það fram að lagafrumvarpið var ekki unnið í innanríkisráðuneytinu eða dómsmálaráðuneytinu sem er þar innandyra heldur var það gert á Alþingi. En það breytir því ekki að ég var mjög sáttur við megininntak lagabreytinganna sem kveður á um endurupptöku mála.” Aðspurður hvers vegna frumvarpið hafi orðið að lögum, nú þegar fyrir liggi að ákveðinn hluti þeirra stenst ekki stjórnarskrá, segir hann að eflaust hafi verið um mannleg mistök að ræða. „Vegna þess að öll mannanna verk geta byggt á einhverjum misskilningi eða handvömm eða einhverju slíku og það má vel vera að þetta hafi verið unnið í of miklu flýti, og þar sé komin skýringin á því. Það sem vakti fyrir mönnum á þessum tíma árið 2013 var að flýta því í lög ákvæði sem heimiluðu endurupptökunefnd að vísa máli til dómstóla,” segir Ögmundur. Hann segir næstu skref að fara betur yfir málið. „Skrefin hljóta að vera þau að annað hvort innanríkisráðuneytið eða allsherjarnefnd Alþingis leggist yfir málið og sníði þessa vankanta að lögunum. En ég ítreka það að meginuppistöðu þá standast ákvæði laga um endurupptökunefnd.” Tengdar fréttir Endurupptökunefnd andstæð stjórnarskrá Ákvæði í sakamálalögum um endurupptökunefnd eru andstæð stjórnarskrá. Þetta kemur fram í niðurstöðu Hæstaréttar í máli karlmanns sem hafði óskað eftir endurupptöku vegna formgalla í meðferð sakamáls. 25. febrúar 2016 17:54 Telur ekki að dómur Hæstaréttar hafi áhrif á Guðmundar-og Geirfinnsmálið Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, telur ekki að dómur Hæstaréttar um að endurupptökunefnd sé andstæð stjórnarskrá muni hafa áhrif á það hvort Guðmundar-og Geirfinnsmálið verður tekið upp að nýju en beiðnir nokkurra sakborninga í málinu þess efnis er nú til meðferðar hjá nefndinni. 25. febrúar 2016 19:45 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra segir hugsanlegt að lög um endurupptökunefnd hafi verið unnin í of miklum flýti, en Hæstiréttur komst í gær að þeirri niðurstöðu að ákvæði í lögum um nefndina brjóti gegn stjórnarskrá. Hann segir að nú þurfi innanríkisráðuneytið og allsherjarnefnd Alþingis að leggjast yfir málið og sníða þessa vankanta að lögunum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurðir endurupptökunefndar geti ekki orðið til lþess að fyrri dómar falli úr gildi. Samkvæmt núgildandi lögum getur nefndin það, en að mati dómsins brýtur það ákvæði gegn annarri málsgrein stjórnarskrárinnar um þrískiptingu ríkisvaldsins. Einungis dómstólar geti ógilt fyrri dóm. Lög um endurupptökunefnd voru sett af Alþingi í ráðherratíð Ögmundar Jónassonar fyrrverandi innanríkisráðherra, sem skipaði í nefndina árið 2013. „Endurupptökunefnd getur tekið mál og beint því til dómstóla að endurmeta þau. Það á að gera ef forsendur hafa augljóslega verið rangar sem dómur hvíldi á, eins og til dæmis er líklegt að hafi gerst í svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmáli. Þannig að ég skil málið þannig að þessi niðurstaða hún breyti engu um mál af því tagi,” segir Ögmundur. En eins og nú liggur fyrir þá eru ákveðnir annmarkar á þessum lögum, og á það hefur nú svo sem verið bent. Hefði ekki þurft að bregðast við strax? „Það fór ekki mikið fyrir gagnrýni þegar þessi lög voru sett á sínum tíma. En ég vil taka það fram að lagafrumvarpið var ekki unnið í innanríkisráðuneytinu eða dómsmálaráðuneytinu sem er þar innandyra heldur var það gert á Alþingi. En það breytir því ekki að ég var mjög sáttur við megininntak lagabreytinganna sem kveður á um endurupptöku mála.” Aðspurður hvers vegna frumvarpið hafi orðið að lögum, nú þegar fyrir liggi að ákveðinn hluti þeirra stenst ekki stjórnarskrá, segir hann að eflaust hafi verið um mannleg mistök að ræða. „Vegna þess að öll mannanna verk geta byggt á einhverjum misskilningi eða handvömm eða einhverju slíku og það má vel vera að þetta hafi verið unnið í of miklu flýti, og þar sé komin skýringin á því. Það sem vakti fyrir mönnum á þessum tíma árið 2013 var að flýta því í lög ákvæði sem heimiluðu endurupptökunefnd að vísa máli til dómstóla,” segir Ögmundur. Hann segir næstu skref að fara betur yfir málið. „Skrefin hljóta að vera þau að annað hvort innanríkisráðuneytið eða allsherjarnefnd Alþingis leggist yfir málið og sníði þessa vankanta að lögunum. En ég ítreka það að meginuppistöðu þá standast ákvæði laga um endurupptökunefnd.”
Tengdar fréttir Endurupptökunefnd andstæð stjórnarskrá Ákvæði í sakamálalögum um endurupptökunefnd eru andstæð stjórnarskrá. Þetta kemur fram í niðurstöðu Hæstaréttar í máli karlmanns sem hafði óskað eftir endurupptöku vegna formgalla í meðferð sakamáls. 25. febrúar 2016 17:54 Telur ekki að dómur Hæstaréttar hafi áhrif á Guðmundar-og Geirfinnsmálið Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, telur ekki að dómur Hæstaréttar um að endurupptökunefnd sé andstæð stjórnarskrá muni hafa áhrif á það hvort Guðmundar-og Geirfinnsmálið verður tekið upp að nýju en beiðnir nokkurra sakborninga í málinu þess efnis er nú til meðferðar hjá nefndinni. 25. febrúar 2016 19:45 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Endurupptökunefnd andstæð stjórnarskrá Ákvæði í sakamálalögum um endurupptökunefnd eru andstæð stjórnarskrá. Þetta kemur fram í niðurstöðu Hæstaréttar í máli karlmanns sem hafði óskað eftir endurupptöku vegna formgalla í meðferð sakamáls. 25. febrúar 2016 17:54
Telur ekki að dómur Hæstaréttar hafi áhrif á Guðmundar-og Geirfinnsmálið Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, telur ekki að dómur Hæstaréttar um að endurupptökunefnd sé andstæð stjórnarskrá muni hafa áhrif á það hvort Guðmundar-og Geirfinnsmálið verður tekið upp að nýju en beiðnir nokkurra sakborninga í málinu þess efnis er nú til meðferðar hjá nefndinni. 25. febrúar 2016 19:45