Viðskipti innlent

Vildu lækka hlutafé Fáfnis um 85% á hluthafafundi í desember

Ingvar Haraldsson skrifar
Til stóð að lækka hlutafé í Fáfni Offshore um allt að 85 prósent á hluthafafundi sem halda átti 7. desember síðastliðinn.
Til stóð að lækka hlutafé í Fáfni Offshore um allt að 85 prósent á hluthafafundi sem halda átti 7. desember síðastliðinn. mynd/fáfnir
Til stóð að lækka hlutafé í Fáfni Offshore um allt að 85 prósent á hluthafafundi sem halda átti 7. desember síðastliðinn.

Samkvæmt fundarboði á hluthafafund Fáfnis sem sent var út 30. nóvember átti að veita stjórn félagsins heimild til að lækka hlutafé og leggja nýtt hlutafé í félagið. Til stóð að hlutaféð myndi lækka úr 1,8 milljörðum í 275 milljónir króna og stefnt var að því að núverandi hluthafar legðu 183 milljónir króna af nýju hlutafé í félagið. Íslenskir lífeyrissjóðir hafa lagt háar fjárhæðir í Fáfni í gegnum sjóðina Akur og Horn II sem dótturfélög Íslandsbanka og Landsbankans reka.

Samkvæmt hugmyndum sem voru uppi átti hæstu framlögin að vera frá sjóðunum í eigu lífeyrissjóðanna. Til stóð að Horn II legði til 60 milljónir af nýju hlutafé í Fáfni og Akur 79 milljónir. Ekki var gert ráð fyrir að Steingrímur Erlingsson, sem sagt var upp sem forstjóra Fáfnis um miðjan desember, né danska félagið Optima legði fé í félagið. Eignarhlutur Steingríms myndi því lækka úr 21 prósenti niður í 12 prósent og Optima úr 2,45 prósentum í 1,47 prósent.

Aftur á móti var fallið frá að halda hluthafafund degi síðar. „Við þurftum meiri tíma til að vinna þetta,“ segir Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur undir höndum töldu stjórnendur Fáfnis að gera þyrfti breytingar á fundarboðinu.

Ekki var haldinn hluthafafundur fyrir en síðastliðinn miðvikudag. Þar samþykkti meirihluti hluthafa að gefið yrði út skuldabréf í vikunni að fjárhæð 195 milljónir króna til að fjármagna greiðslu til skipasmíðastöðvarinnar Havyard, sem er að smíða skipið Fáfni Viking. Hluthafar Fáfnis eiga að kaupa skuldabréf en heimilt er að breyta skuldabréfinu í hlutafé sem samsvarar meirihlutaeign í Fáfni. Því mun eignarhlutur þeirra hluthafa sem ekki taka þátt í skuldabréfaútgáfunni þynnast út.


Tengdar fréttir

Finnst furðulegt að hindra eigi stjórnarsetu hans í Fáfni

Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og umsjónamaður Orkubloggsins, og Davíð Stefánsson, starfsmaður Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka, sækjast báðir eftir einu lausu sæti í stjórn Fáfnis Offshore á hluthafafundi í dag.

Forstjóra Fáfnis sagt upp

Steingrími Erlingssyni, forstjóra og stofnanda Fáfnis Off­shore, var sagt upp störfum í vikunni.

Fáfnir Offshore tapar 50 milljónum

Olíuvinnslufyrirtækið Fáfnir Offshore tapaði 3,5 milljónum norskra króna á síðasta ári, jafnvirði 50 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×