Viðskipti innlent

Forstjóra Fáfnis sagt upp

Ingvar Haraldsson skrifar
Steingrímur Erlingsson kynnti hugmyndir sínar á fundi með VÍB í nóvember fyrir ári.
Steingrímur Erlingsson kynnti hugmyndir sínar á fundi með VÍB í nóvember fyrir ári. mynd/íslandsbanki
Steingrími Erlingssyni, forstjóra og stofnanda Fáfnis Off­shore, var sagt upp störfum í vikunni. Þetta staðfestir Bjarni Ármannsson, stjórnar­formaður Fáfnis.

Bjarni vill ekki tjá sig um ástæðu uppsagnarinnar. Hann segir enga breytingu á hluthafahópnum. Steingrímur á 21 prósents hlut í Fáfni.

Fáfnir rekur olíuþjónustuskipið Polarsyssel, sem kostaði 5 milljarða króna á núverandi gengi. Kreppa er í olíuþjónustuiðnaðinum og olíuverð hefur fallið um ríflega helming síðan Fáfnir fékk Polarsyssel afhent haustið 2014. Fáfnir gerði nýlega viðbótarsamning við sýslumanninn á Svalbarða þar sem Polarsyssel verður í útleigu níu mánuði á ári.

Fáfnir er með annað enn stærra og dýrara olíuþjónustuskip í smíðum en afhendingu þess hefur verið frestað nokkrum sinnum vegna erfiðra markaðsaðstæðna, nú síðast fram til ársins 2017. Fáfnir var rekinn með 50 milljóna króna tapi á síðasta ári.


Tengdar fréttir

Bláa lónið og Fáfnir gætu farið í Kauphöll Íslands

Hermann Þórisson, framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðsins Horns II, segir að menn verði að sýna aga í viðskiptum og halda verðvæntingum hóflegum. Hann telur að Bláa lónið og Fáfnir gætu orðið góðir kostir á markaði.

Fáfnir Offshore tapar 50 milljónum

Olíuvinnslufyrirtækið Fáfnir Offshore tapaði 3,5 milljónum norskra króna á síðasta ári, jafnvirði 50 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×