Vildu lækka hlutafé Fáfnis um 85% á hluthafafundi í desember Ingvar Haraldsson skrifar 29. febrúar 2016 07:00 Til stóð að lækka hlutafé í Fáfni Offshore um allt að 85 prósent á hluthafafundi sem halda átti 7. desember síðastliðinn. mynd/fáfnir Til stóð að lækka hlutafé í Fáfni Offshore um allt að 85 prósent á hluthafafundi sem halda átti 7. desember síðastliðinn. Samkvæmt fundarboði á hluthafafund Fáfnis sem sent var út 30. nóvember átti að veita stjórn félagsins heimild til að lækka hlutafé og leggja nýtt hlutafé í félagið. Til stóð að hlutaféð myndi lækka úr 1,8 milljörðum í 275 milljónir króna og stefnt var að því að núverandi hluthafar legðu 183 milljónir króna af nýju hlutafé í félagið. Íslenskir lífeyrissjóðir hafa lagt háar fjárhæðir í Fáfni í gegnum sjóðina Akur og Horn II sem dótturfélög Íslandsbanka og Landsbankans reka. Samkvæmt hugmyndum sem voru uppi átti hæstu framlögin að vera frá sjóðunum í eigu lífeyrissjóðanna. Til stóð að Horn II legði til 60 milljónir af nýju hlutafé í Fáfni og Akur 79 milljónir. Ekki var gert ráð fyrir að Steingrímur Erlingsson, sem sagt var upp sem forstjóra Fáfnis um miðjan desember, né danska félagið Optima legði fé í félagið. Eignarhlutur Steingríms myndi því lækka úr 21 prósenti niður í 12 prósent og Optima úr 2,45 prósentum í 1,47 prósent. Aftur á móti var fallið frá að halda hluthafafund degi síðar. „Við þurftum meiri tíma til að vinna þetta,“ segir Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur undir höndum töldu stjórnendur Fáfnis að gera þyrfti breytingar á fundarboðinu. Ekki var haldinn hluthafafundur fyrir en síðastliðinn miðvikudag. Þar samþykkti meirihluti hluthafa að gefið yrði út skuldabréf í vikunni að fjárhæð 195 milljónir króna til að fjármagna greiðslu til skipasmíðastöðvarinnar Havyard, sem er að smíða skipið Fáfni Viking. Hluthafar Fáfnis eiga að kaupa skuldabréf en heimilt er að breyta skuldabréfinu í hlutafé sem samsvarar meirihlutaeign í Fáfni. Því mun eignarhlutur þeirra hluthafa sem ekki taka þátt í skuldabréfaútgáfunni þynnast út. Tengdar fréttir Finnst furðulegt að hindra eigi stjórnarsetu hans í Fáfni Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og umsjónamaður Orkubloggsins, og Davíð Stefánsson, starfsmaður Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka, sækjast báðir eftir einu lausu sæti í stjórn Fáfnis Offshore á hluthafafundi í dag. 24. febrúar 2016 09:45 Íslandsbanki fjarlægði viðtal við forstjóra Fáfnis af vefsíðu sinni Viðtalið var tekið út eftir að Steingrími Erlingssyni var sagt upp sem forstjóra Fáfnis. 7. janúar 2016 08:00 Forstjóra Fáfnis sagt upp Steingrími Erlingssyni, forstjóra og stofnanda Fáfnis Offshore, var sagt upp störfum í vikunni. 18. desember 2015 07:00 Fjárfestar hafa áhuga á að greiða afborgun Fáfnis og auka hlutafé Danskt félag lýsti áhuga á að borga afborgun Fáfnis Offshore til skipasmíðastöðvarinnar Havyard og leggja til nýtt hlutafé. Boðinu var hafnað. 27. febrúar 2016 07:00 Fáfnir Offshore tapar 50 milljónum Olíuvinnslufyrirtækið Fáfnir Offshore tapaði 3,5 milljónum norskra króna á síðasta ári, jafnvirði 50 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi. 17. desember 2015 07:00 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Fleiri fréttir Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Sjá meira
Til stóð að lækka hlutafé í Fáfni Offshore um allt að 85 prósent á hluthafafundi sem halda átti 7. desember síðastliðinn. Samkvæmt fundarboði á hluthafafund Fáfnis sem sent var út 30. nóvember átti að veita stjórn félagsins heimild til að lækka hlutafé og leggja nýtt hlutafé í félagið. Til stóð að hlutaféð myndi lækka úr 1,8 milljörðum í 275 milljónir króna og stefnt var að því að núverandi hluthafar legðu 183 milljónir króna af nýju hlutafé í félagið. Íslenskir lífeyrissjóðir hafa lagt háar fjárhæðir í Fáfni í gegnum sjóðina Akur og Horn II sem dótturfélög Íslandsbanka og Landsbankans reka. Samkvæmt hugmyndum sem voru uppi átti hæstu framlögin að vera frá sjóðunum í eigu lífeyrissjóðanna. Til stóð að Horn II legði til 60 milljónir af nýju hlutafé í Fáfni og Akur 79 milljónir. Ekki var gert ráð fyrir að Steingrímur Erlingsson, sem sagt var upp sem forstjóra Fáfnis um miðjan desember, né danska félagið Optima legði fé í félagið. Eignarhlutur Steingríms myndi því lækka úr 21 prósenti niður í 12 prósent og Optima úr 2,45 prósentum í 1,47 prósent. Aftur á móti var fallið frá að halda hluthafafund degi síðar. „Við þurftum meiri tíma til að vinna þetta,“ segir Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur undir höndum töldu stjórnendur Fáfnis að gera þyrfti breytingar á fundarboðinu. Ekki var haldinn hluthafafundur fyrir en síðastliðinn miðvikudag. Þar samþykkti meirihluti hluthafa að gefið yrði út skuldabréf í vikunni að fjárhæð 195 milljónir króna til að fjármagna greiðslu til skipasmíðastöðvarinnar Havyard, sem er að smíða skipið Fáfni Viking. Hluthafar Fáfnis eiga að kaupa skuldabréf en heimilt er að breyta skuldabréfinu í hlutafé sem samsvarar meirihlutaeign í Fáfni. Því mun eignarhlutur þeirra hluthafa sem ekki taka þátt í skuldabréfaútgáfunni þynnast út.
Tengdar fréttir Finnst furðulegt að hindra eigi stjórnarsetu hans í Fáfni Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og umsjónamaður Orkubloggsins, og Davíð Stefánsson, starfsmaður Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka, sækjast báðir eftir einu lausu sæti í stjórn Fáfnis Offshore á hluthafafundi í dag. 24. febrúar 2016 09:45 Íslandsbanki fjarlægði viðtal við forstjóra Fáfnis af vefsíðu sinni Viðtalið var tekið út eftir að Steingrími Erlingssyni var sagt upp sem forstjóra Fáfnis. 7. janúar 2016 08:00 Forstjóra Fáfnis sagt upp Steingrími Erlingssyni, forstjóra og stofnanda Fáfnis Offshore, var sagt upp störfum í vikunni. 18. desember 2015 07:00 Fjárfestar hafa áhuga á að greiða afborgun Fáfnis og auka hlutafé Danskt félag lýsti áhuga á að borga afborgun Fáfnis Offshore til skipasmíðastöðvarinnar Havyard og leggja til nýtt hlutafé. Boðinu var hafnað. 27. febrúar 2016 07:00 Fáfnir Offshore tapar 50 milljónum Olíuvinnslufyrirtækið Fáfnir Offshore tapaði 3,5 milljónum norskra króna á síðasta ári, jafnvirði 50 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi. 17. desember 2015 07:00 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Fleiri fréttir Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Sjá meira
Finnst furðulegt að hindra eigi stjórnarsetu hans í Fáfni Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og umsjónamaður Orkubloggsins, og Davíð Stefánsson, starfsmaður Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka, sækjast báðir eftir einu lausu sæti í stjórn Fáfnis Offshore á hluthafafundi í dag. 24. febrúar 2016 09:45
Íslandsbanki fjarlægði viðtal við forstjóra Fáfnis af vefsíðu sinni Viðtalið var tekið út eftir að Steingrími Erlingssyni var sagt upp sem forstjóra Fáfnis. 7. janúar 2016 08:00
Forstjóra Fáfnis sagt upp Steingrími Erlingssyni, forstjóra og stofnanda Fáfnis Offshore, var sagt upp störfum í vikunni. 18. desember 2015 07:00
Fjárfestar hafa áhuga á að greiða afborgun Fáfnis og auka hlutafé Danskt félag lýsti áhuga á að borga afborgun Fáfnis Offshore til skipasmíðastöðvarinnar Havyard og leggja til nýtt hlutafé. Boðinu var hafnað. 27. febrúar 2016 07:00
Fáfnir Offshore tapar 50 milljónum Olíuvinnslufyrirtækið Fáfnir Offshore tapaði 3,5 milljónum norskra króna á síðasta ári, jafnvirði 50 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi. 17. desember 2015 07:00