Fjárfestar hafa áhuga á að greiða afborgun Fáfnis og auka hlutafé Ingvar Haraldsson skrifar 27. febrúar 2016 07:00 Danska fyrirtækið Sky Wind Energy lýsti áhuga á að að greiða 12 milljóna norskra króna afborgun sem Fáfnir Offshore átti að greiða til norsku skipasmíðastöðvarinnar Havyard, jafnvirði um 180 milljóna íslenskra króna, samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Félagið vildi einnig leggja fram hlutafé svo breyta mætti Fáfni Viking í þjónustuskip fyrir vindmyllur. Meðal þeirra sem standa á bak við Sky Wind Energy er danski fjárfestirinn Michael Svendsen, sem áður var útibússtjóri Jyske Bank í Danmörku. Því boði var hins vegar ekki tekið. „Þetta var eitt af nokkrum tilboðum sem okkur bárust en mitt mat var það að ég hefði ekki áhuga á að taka þeim, það voru margar ástæður fyrir því,“ segir Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis og starfsmaður Íslandssjóða. Íslenskir lífeyrissjóðir eru stærstu hluthafar í Fáfni í gegnum sjóðina Horn II, sem Landsbréf, dótturfélag Landsbankans, rekur og sjóðinn Akur, sem Íslandssjóðir, dótturfélag Íslandsbanka, rekur. Eftir hluthafafund á miðvikudag er stefnt að því að hluthafar Fáfnis leggi meira fé í félagið. Þeim mun bjóðast að kaupa skuldabréf af fyrirtækinu í samræmi við eignarhlut þeirra til að fjármagna umrædda greiðslu til Havyard. Skuldabréfið mun bera 20 prósenta vexti og heimilt verður að breyta skuldabréfinu í hlutafé sem samsvarar meirihluta hlutafjár í Fáfni. Því mun eignarhlutur þeirra hluthafa sem ekki taka þátt í skuldabréfaútgáfunni þynnast út. Steingrímur Erlingsson, stofnandi Fáfnis, sem var sagt upp störfum sem forstjóra fyrirtækisins um miðjan desember, sagði í Kastljósi á þriðjudag að hann hefði viljað breyta Fáfni Viking úr olíuþjónustuskipi í skip sem þjónusta átti vindmyllur á hafi úti. Fáfnir var orðinn þátttakandi í útboði Siemens þar sem leigja átti Fáfni Viking sem slíkt þjónustuskip við vindmyllur til 15 ára. Jóhannes segir að Steingrímur hafi séð um samskipti Fáfnis við Siemens. Hins vegar hefðu Fáfni borist þær upplýsingar fyrir skemmstu að félagið hefði ekki komist áfram í næstu umferð í útboðinu. Á hluthafafundinum í vikunni var ákveðið að færa Fáfni Viking í sérstakt félag. „Þeir fjármunir sem fóru í það eru í hættu. Við erum að vinna að því með skipasmíðastöðinni Havyard að skoða með hvaða hætti er hægt að breyta því í þjónustuskip við vindmyllur á sjó. Það verður bara að koma í ljós hvaða þátt Fáfnir Offshore muni eiga í því til framtíðar,“ segir Jóhannes. Þá segir Jóhannes að komið sé á samkomulag við Sýslumanninn á Svalbarða um viðbótarútleigu skipsins Polarsyssel, sem Fáfnir á þegar, úr leigu í 6 mánuði á ári í 9 mánuði á ári. Verið sé að ganga frá skriflegum samningum þess efnis.Ásta Rut Jónasóttir stjórnarformaður Lífeyrissjóðs VRLífeyrissjóðir ráða engu hjá Fáfni Offshore„Við tókum ekki ákvörðun um kaupin á þessu fyrirtæki, það eru þessir sjóðir og stjórnir þar, sem taka þær ákvarðanir og svo er önnur stjórn yfir Fáfni,“ segir Ásta Rut Jónasdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Lífeyrissjóðurinn er stærsti einstaki hluthafinn í Akri og sá stærsti ásamt lífeyrissjóðnum Gildi í Horni II og á tæplega 20 prósenta hlut í hvoru félagi. Ásta segir Lífeyrissjóð verslunarmanna ekki fá upplýsingar um rekstur þeirra fyrritækja sem sjóðirnir hafi fjárfest í umfram það sem komi fram í uppgjörum og á aðalfundum þeirra. Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Danska fyrirtækið Sky Wind Energy lýsti áhuga á að að greiða 12 milljóna norskra króna afborgun sem Fáfnir Offshore átti að greiða til norsku skipasmíðastöðvarinnar Havyard, jafnvirði um 180 milljóna íslenskra króna, samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Félagið vildi einnig leggja fram hlutafé svo breyta mætti Fáfni Viking í þjónustuskip fyrir vindmyllur. Meðal þeirra sem standa á bak við Sky Wind Energy er danski fjárfestirinn Michael Svendsen, sem áður var útibússtjóri Jyske Bank í Danmörku. Því boði var hins vegar ekki tekið. „Þetta var eitt af nokkrum tilboðum sem okkur bárust en mitt mat var það að ég hefði ekki áhuga á að taka þeim, það voru margar ástæður fyrir því,“ segir Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis og starfsmaður Íslandssjóða. Íslenskir lífeyrissjóðir eru stærstu hluthafar í Fáfni í gegnum sjóðina Horn II, sem Landsbréf, dótturfélag Landsbankans, rekur og sjóðinn Akur, sem Íslandssjóðir, dótturfélag Íslandsbanka, rekur. Eftir hluthafafund á miðvikudag er stefnt að því að hluthafar Fáfnis leggi meira fé í félagið. Þeim mun bjóðast að kaupa skuldabréf af fyrirtækinu í samræmi við eignarhlut þeirra til að fjármagna umrædda greiðslu til Havyard. Skuldabréfið mun bera 20 prósenta vexti og heimilt verður að breyta skuldabréfinu í hlutafé sem samsvarar meirihluta hlutafjár í Fáfni. Því mun eignarhlutur þeirra hluthafa sem ekki taka þátt í skuldabréfaútgáfunni þynnast út. Steingrímur Erlingsson, stofnandi Fáfnis, sem var sagt upp störfum sem forstjóra fyrirtækisins um miðjan desember, sagði í Kastljósi á þriðjudag að hann hefði viljað breyta Fáfni Viking úr olíuþjónustuskipi í skip sem þjónusta átti vindmyllur á hafi úti. Fáfnir var orðinn þátttakandi í útboði Siemens þar sem leigja átti Fáfni Viking sem slíkt þjónustuskip við vindmyllur til 15 ára. Jóhannes segir að Steingrímur hafi séð um samskipti Fáfnis við Siemens. Hins vegar hefðu Fáfni borist þær upplýsingar fyrir skemmstu að félagið hefði ekki komist áfram í næstu umferð í útboðinu. Á hluthafafundinum í vikunni var ákveðið að færa Fáfni Viking í sérstakt félag. „Þeir fjármunir sem fóru í það eru í hættu. Við erum að vinna að því með skipasmíðastöðinni Havyard að skoða með hvaða hætti er hægt að breyta því í þjónustuskip við vindmyllur á sjó. Það verður bara að koma í ljós hvaða þátt Fáfnir Offshore muni eiga í því til framtíðar,“ segir Jóhannes. Þá segir Jóhannes að komið sé á samkomulag við Sýslumanninn á Svalbarða um viðbótarútleigu skipsins Polarsyssel, sem Fáfnir á þegar, úr leigu í 6 mánuði á ári í 9 mánuði á ári. Verið sé að ganga frá skriflegum samningum þess efnis.Ásta Rut Jónasóttir stjórnarformaður Lífeyrissjóðs VRLífeyrissjóðir ráða engu hjá Fáfni Offshore„Við tókum ekki ákvörðun um kaupin á þessu fyrirtæki, það eru þessir sjóðir og stjórnir þar, sem taka þær ákvarðanir og svo er önnur stjórn yfir Fáfni,“ segir Ásta Rut Jónasdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Lífeyrissjóðurinn er stærsti einstaki hluthafinn í Akri og sá stærsti ásamt lífeyrissjóðnum Gildi í Horni II og á tæplega 20 prósenta hlut í hvoru félagi. Ásta segir Lífeyrissjóð verslunarmanna ekki fá upplýsingar um rekstur þeirra fyrritækja sem sjóðirnir hafi fjárfest í umfram það sem komi fram í uppgjörum og á aðalfundum þeirra.
Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira