Aníta með miða aðra leið á munaðarleysingjahæli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. febrúar 2016 06:00 Aníta G. Axelsdóttir með sex ljónsungum og hundi á munaðarleysingjahæli fyrir villt dýr í Suður-Afríku. „Ég er svo spennt að ég veit ekki hvernig ég á að haga mér,“ segir Aníta G. Axelsdóttir, sem í dag leggur upp í sólarhrings ferðalag frá Íslandi til Kenía til starfa sem sjálfboðaliði á nýju heimili fyrir munaðarlaus börn. Stöð 2 greindi frá því í mars í fyrra að Anna Þóra Baldursdóttir og sænsk vinkona hennar hygðust opna heimili fyrir munaðarlaus börn í Naíróbí í Kenía. Anna Þóra hafði þá dvalist ítrekað ytra sem sjálfboðaliði á slíku heimili eftir að hún fór fyrst út 2013. Að sögn Anítu er starfsleyfi sem beðið hefur verið eftir nú loks í höfn. Heimilið verði fyrst um sinn starfrækt í leiguhúsnæði. Ætlunin sé síðan að byggja nýtt hús frá grunni. Regla sé að tuttugu börn að lágmarki séu á slíkum heimilum og þeim fjölda verði haldið til að byrja með. „Fyrsta barnið kom fyrir þremur dögum. Það er þriggja daga gömul stelpa," segir Aníta sem kveðst afar spennt að komast til Kenía. Sjálf hafi hún ekki verið þar áður en hins vegar dvalist í einn mánuð í Suður-Afríku á árinu 2012. Þá hafi hún verið sjálfboðaliði á munaðarleysingjahæli fyrir villt dýr. „En það var rándýrt, bara sjálfboðaliðastarfið kostaði 500 þúsund krónur - fyrir utan flug og mat og annað." Aníta, sem starfað hefur á Vinakoti sem þjónustar börn með fjölþættan vanda, kveðst hafa beðið eftir tækifæri til að komast utan aftur. Reksturinn í Kenía segir Aníta byggjast á styrktaraðilum, meðal annars í gegnum styrktarfélag hér á Íslandi. Hún kveðst afar þakklát fyrirtækjum sem lagt hafi verkefninu lið. Nefnir hún til dæmis O. Johnson & Kaaber, Rekstrarvörur, Íslensk-Ameríska og DHL. Miði Anítu gildir aðeins aðra leið og hún veit ekki hvenær hún snýr aftur. „Ég kem út þegar þær eru að byrja með þetta og ég held ég muni eiga erfitt með að fara frá börnunum sem koma þarna inn eiginlega á fyrsta degi síns lífs." gar@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
„Ég er svo spennt að ég veit ekki hvernig ég á að haga mér,“ segir Aníta G. Axelsdóttir, sem í dag leggur upp í sólarhrings ferðalag frá Íslandi til Kenía til starfa sem sjálfboðaliði á nýju heimili fyrir munaðarlaus börn. Stöð 2 greindi frá því í mars í fyrra að Anna Þóra Baldursdóttir og sænsk vinkona hennar hygðust opna heimili fyrir munaðarlaus börn í Naíróbí í Kenía. Anna Þóra hafði þá dvalist ítrekað ytra sem sjálfboðaliði á slíku heimili eftir að hún fór fyrst út 2013. Að sögn Anítu er starfsleyfi sem beðið hefur verið eftir nú loks í höfn. Heimilið verði fyrst um sinn starfrækt í leiguhúsnæði. Ætlunin sé síðan að byggja nýtt hús frá grunni. Regla sé að tuttugu börn að lágmarki séu á slíkum heimilum og þeim fjölda verði haldið til að byrja með. „Fyrsta barnið kom fyrir þremur dögum. Það er þriggja daga gömul stelpa," segir Aníta sem kveðst afar spennt að komast til Kenía. Sjálf hafi hún ekki verið þar áður en hins vegar dvalist í einn mánuð í Suður-Afríku á árinu 2012. Þá hafi hún verið sjálfboðaliði á munaðarleysingjahæli fyrir villt dýr. „En það var rándýrt, bara sjálfboðaliðastarfið kostaði 500 þúsund krónur - fyrir utan flug og mat og annað." Aníta, sem starfað hefur á Vinakoti sem þjónustar börn með fjölþættan vanda, kveðst hafa beðið eftir tækifæri til að komast utan aftur. Reksturinn í Kenía segir Aníta byggjast á styrktaraðilum, meðal annars í gegnum styrktarfélag hér á Íslandi. Hún kveðst afar þakklát fyrirtækjum sem lagt hafi verkefninu lið. Nefnir hún til dæmis O. Johnson & Kaaber, Rekstrarvörur, Íslensk-Ameríska og DHL. Miði Anítu gildir aðeins aðra leið og hún veit ekki hvenær hún snýr aftur. „Ég kem út þegar þær eru að byrja með þetta og ég held ég muni eiga erfitt með að fara frá börnunum sem koma þarna inn eiginlega á fyrsta degi síns lífs." gar@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira