Orðinn stöðumælavörður Viktoría Hermannsdóttir skrifar 11. febrúar 2016 07:00 Jón Þór tekur sig vel út í nýja starfinu og sést hér að störfum. Ökumaður þessa bíls hafði greinilega gleymt sér. Vísir/Vilhelm „Það er yndislegt að labba út í ferska loftinu og hafa enga ábyrgð nema framfylgja einni lagagrein, 108. grein umferðarlaga,“ segir Jón Þór Ólafsson pírati sem er orðinn stöðumælavörður. Fyrsti dagurinn í nýja starfinu var í gær. Hann hætti á þingi í haust til þess að snúa aftur til fyrri starfa við malbik en hannstarfaði lengi á malbikunarstöð áður en hann tók sæti á Alþingi fyrir Pírata. Þótti það sæta nokkrum tíðindum enda mælast Píratar stærstir allra flokka samkvæmt skoðanakönnunum.Jón Þór er ánægður í nýja starfinu sem stöðumælavörður.Vísir/VilhelmJón Þór fann sig hins vegar ekki í þingstörfunum. Malbiksvinnan er hins vegar árstíðabundinn og ákvað Jón Þór því að sækja um stöðumælavörslu og ætlar að vinna við hana þangað til malbikunartíðin hefst í vor. Síðan Jón Þór hætti á þingi hefur hann þó ekki setið auðum höndum. Hann tók saman leikreglurAlþingis og er kominn langt með þá vinnu auk þess sem hann hefur unnið stjörnugjöf um fjóra alþjóðlega viðurkennda stjórnarhætti sem setja hagsmuni sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna í forgang. Nú er sú vinna á enda og hlakkar hann til að starfa sem stöðumælavörður. „Ég fór að hugsa um hvað ég gæti gert sem ég gæti gripið í inn á milli og sagði þeim að ég færi í malbikið aftur, þetta væritímabundið. Ég sagði þeim að ég teldi starfið henta mér vel og þeir vildu ráða mig,“ segir Jón Þór og vísar þar í Bílastæðasjóð. Fyrsti dagurinn í vinnunni gekk vel enda blíðskapaveður í Reykjavík í gær. Jón Þór var búinn að skrifa út nokkrar stöðumælasektir þegar Fréttablaðið heyrði í honum um miðjan dag í gær. „Ég er búinn að læra það að við sektum ekki, við leggjum á gjald. Það er bara lögreglan sem sektar,“ segir hann hlæjandi. Hann segir starfið leggjast vel í sig og vissulega sé það ólíkt þingstörfunum. „Mér finnst gaman að flandra um göturnar og drekka í mig borgarmyndina. Ég held þetta verði gaman og henti mér vel.“ Jón Þór hefur ekki miklar áhyggjur af kuldanum en kannski örlitlar áhyggjur af hvort hann þoli allt þetta labb sem fylgir því að vera stöðumælavörður. „Ég er alltaf svo vel klæddur en það er spurning hvort lappirnar þoli þetta. Andinn er sterkur en holdið gæti verið veikt.“ Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Allt í lagi að hafa rangt fyrir sér Jón Þór Ólafsson Pírati var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu þessa vikuna. 10. júlí 2015 08:00 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
„Það er yndislegt að labba út í ferska loftinu og hafa enga ábyrgð nema framfylgja einni lagagrein, 108. grein umferðarlaga,“ segir Jón Þór Ólafsson pírati sem er orðinn stöðumælavörður. Fyrsti dagurinn í nýja starfinu var í gær. Hann hætti á þingi í haust til þess að snúa aftur til fyrri starfa við malbik en hannstarfaði lengi á malbikunarstöð áður en hann tók sæti á Alþingi fyrir Pírata. Þótti það sæta nokkrum tíðindum enda mælast Píratar stærstir allra flokka samkvæmt skoðanakönnunum.Jón Þór er ánægður í nýja starfinu sem stöðumælavörður.Vísir/VilhelmJón Þór fann sig hins vegar ekki í þingstörfunum. Malbiksvinnan er hins vegar árstíðabundinn og ákvað Jón Þór því að sækja um stöðumælavörslu og ætlar að vinna við hana þangað til malbikunartíðin hefst í vor. Síðan Jón Þór hætti á þingi hefur hann þó ekki setið auðum höndum. Hann tók saman leikreglurAlþingis og er kominn langt með þá vinnu auk þess sem hann hefur unnið stjörnugjöf um fjóra alþjóðlega viðurkennda stjórnarhætti sem setja hagsmuni sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna í forgang. Nú er sú vinna á enda og hlakkar hann til að starfa sem stöðumælavörður. „Ég fór að hugsa um hvað ég gæti gert sem ég gæti gripið í inn á milli og sagði þeim að ég færi í malbikið aftur, þetta væritímabundið. Ég sagði þeim að ég teldi starfið henta mér vel og þeir vildu ráða mig,“ segir Jón Þór og vísar þar í Bílastæðasjóð. Fyrsti dagurinn í vinnunni gekk vel enda blíðskapaveður í Reykjavík í gær. Jón Þór var búinn að skrifa út nokkrar stöðumælasektir þegar Fréttablaðið heyrði í honum um miðjan dag í gær. „Ég er búinn að læra það að við sektum ekki, við leggjum á gjald. Það er bara lögreglan sem sektar,“ segir hann hlæjandi. Hann segir starfið leggjast vel í sig og vissulega sé það ólíkt þingstörfunum. „Mér finnst gaman að flandra um göturnar og drekka í mig borgarmyndina. Ég held þetta verði gaman og henti mér vel.“ Jón Þór hefur ekki miklar áhyggjur af kuldanum en kannski örlitlar áhyggjur af hvort hann þoli allt þetta labb sem fylgir því að vera stöðumælavörður. „Ég er alltaf svo vel klæddur en það er spurning hvort lappirnar þoli þetta. Andinn er sterkur en holdið gæti verið veikt.“
Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Allt í lagi að hafa rangt fyrir sér Jón Þór Ólafsson Pírati var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu þessa vikuna. 10. júlí 2015 08:00 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Föstudagsviðtalið: Allt í lagi að hafa rangt fyrir sér Jón Þór Ólafsson Pírati var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu þessa vikuna. 10. júlí 2015 08:00