Dásamlegt að fá fólk til að hlæja Starri Freyr Jónsson skrifar 12. febrúar 2016 14:30 Vaxandi ókyrrð olli því að Margrét Kristín Sigurðardóttir, betur þekkt sem tónlistarkonan Fabúla, hóf leiklistarnám í London. Sonur hennar, Ágúst Örn, hefur tekið þátt í fjölda leiksýninga á undanförnum árum og leikur nú í leikritinu Í hjarta Hróa hattar. MYND/ANTON BRINK Þrátt fyrir farsælan feril sem tónlistarkona blundaði leiklistardraumurinn alltaf í Margréti Kristínu Sigurðardóttur, sem flestir landsmenn þekkja sem tónlistarkonuna Fabúlu. Fyrir einu og hálfu ári hóf hún leiklistarnám við Drama Studio London og útskrifaðist þaðan ári síðar og leitar sér nú verkefna á nýjum starfsvettvangi. Það eru þó fleiri í fjölskyldunni sem smitast hafa af leiklistarbakteríunni því að sonur hennar, Ágúst Örn Börgesson Wigum, steig fyrst á svið aðeins sjö ára gamall í leikritinu Oliver Twist í Þjóðleikhúsinu. Á undanförnum átta árum hefur hann m.a. leikið í Macbeth, Línu Langsokk, Óvitum og leikur þessa dagana í leikritinu Í hjarta Hróa hattar. Auk þess lék hann í kvikmyndinni Eldfjalli og stuttmyndinni Hvalfirði. Þótt ferill Margrétar hafi í upphafi einkennst af tónlistarsköpun segir hún leiklistina alltaf hafa skipað stóran sess í æsku hennar. „Að fá eitthvað út úr því að „vera einhver annar“ hefur fylgt mér alla tíð. Ég setti upp alls kyns sýningar í bílskúrum með vinkonum mínum og hlutverkaleikir voru uppáhaldið okkar. Þegar ég lék í skólaleikriti í Melaskóla fannst mér ég vera að upplifa einhvern draum. Ég hugsaði þó lítið um hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór, núið var svo miklu áhugaverðara. En ég vissi að ég þráði tilfinningalega nánd. Þráði að tengjast á sterkan hátt. Um þetta snýst auðvitað bæði tónlistin og leiklistin. Og það að segja sögur.“ Sonur hennar fékk líka leiklistaráhugann ungur að árum. „Þegar ég var lítill átti ég það oft til að fara í ýmsa búninga og leika og syngja fyrir þá sem voru heima. Fyrsta alvöru hlutverk mitt var í Oliver Twist og um leið það eftirminnilegasta en þá lék ég ungan þjóf.“Systkinin Ágúst Örn og Embla í London þar sem móðir þeirra stundaði leiklistarnám.MYND/ÚR EINKASAFNIVaxandi ókyrrð Kannski má rekja kveikjuna að viðsnúningi Margrétar til útskriftar hennar frá Kennaraháskólanum á sínum tíma. Þar lék hún einn af kennurum sínum í skemmtiatriði og segist þá hafa uppgötvað fyrst sem fullorðin hvað henni þótti gaman að leika og ekki síður, að hún gæti það. „Það var dásamlegt að fá fólk til að hlæja. Á þessum tíma var ég nýbúin að gifta mig og maðurinn minn var á leið til Noregs í verkfræðinám. Ég fann því leiklistardeild við Háskólann í Þrándheimi og naut námsins í botn. Á meðan á því stóð opnuðust líka augu mín fyrir því að ég gæti samið tónlist. Að loknu því námi var ég að velta fyrir mér hvert ég vildi stefna þegar systir mín lést skyndilega aðeins 29 ára. Þetta sneri auðvitað lífi okkar allra á hvolf og markaði okkur mikið.“ Tónlistin var því leið hennar til að vinna úr öllum sársaukanum og hún gaf út sína fyrstu plötu árið 1996. Í kjölfarið fylgdu þrjár aðrar plötur og á 18 ára tímabili var tónlistin ástríða hennar og atvinna. En þótt tónlistin ætti hug hennar allan fann hún fyrir vaxandi ókyrrð. Árið 2013 settist Margrét aftur á skólabekk, nú í Listaháskólanum, og nam þar tónsmíðar. „Ég naut námsins en ég var eirðarlaus. Það var eins og hausinn á mér væri sífellt að stækka en kroppurinn að minnka. Daglega heyrði ég í leiklistarnemunum öskra og stappa á hæðinni fyrir neðan og mig langaði til þess að það birtist slökkviliðssúla í gólfinu svo ég gæti rennt mér niður til þeirra.“ Eftir að skólaárinu lauk var Margrét tvístígandi með framhaldið. „Fljótlega fór ég að skoða hvaða leiklistarskólar væru í boði fyrir manneskju á mínum aldri. Á endanum fann ég Drama Studio London og flaug til London í mars 2014 til að taka þátt í opnum degi hjá skólanum. Að koma þar inn var eins og að koma heim og nú varð ekki aftur snúið. Ég sótti um stíft eins árs nám fyrir fólk með nægan bakgrunn og komst inn.“ Sonurinn tekur í sama streng og segist þekkja vel hvað leiklistin getur verið heillandi. „Mér finnst bara einfaldlega eins og ég eigi heima í þessum leikhúsheimi. Það er gott að vera allt í einu einhver annar og ég held að ég eigi frekar auðvelt með að lifa mig inn í tilfinningar annarra sem er nauðsynlegt í þessu starfi.“ Samvinna mæðginanna er með miklum ágætum að sögn Ágústs. „Við mamma „peppum“ hvort annað upp reglulega. Svo hefur hún alltaf lesið á móti mér þegar ég er að undirbúa mig fyrir hlutverk og það sama get ég gert núna fyrir hana.“Ágúst Örn tekur þátt í leikritinu Í hjarta Hróa Hattar í vetur.MYND/ÚR EINKASAFNIGegnum þyrnigerðið Fyrir flesta er mikil áskorun að hasla sér völl á nýjum starfsvettvangi og segist Margrét ekki vera nein undantekning. „Maður þarf svolítið að brjótast í gegnum þyrnigerðið. En ég veit að ég hef eitthvað að gefa, annars myndi ég ekki vera á þessari vegferð. Og nándarþráin er eldsneytið.“ Þótt tónlistarferillinn hafi verið settur til hliðar í bili er Margrét alls ekki hætt að semja tónlist. „Ég samdi tónlist fyrir sýningar í náminu. Auk þess tók ég líka upp nýtt lag úti sem Ágúst sonur minn gerði myndband við nýlega en bæði hann og Embla dóttir mín hafa unnið með mér myndbönd. Að öðru leyti mun ég einbeita mér að leiklistinni í bili og er t.d. með sýningu í bígerð sem heitir Ósagt og er leik-, tón- og dansverk. Einnig er ég að þýða tvö leikverk, annað breskt og hitt norskt, og stefni að því að annað þeirra fari á svið í haust. Einnig var ég að ljúka við handrit að stuttmynd.“ Ágúst stefnir á frekari leiklistarframa á næstu árum en hann á fleiri áhugamál. „Ég keypti góða myndavél fyrir leikhúslaunin mín fyrir tveimur árum og hef fiktað við að taka upp alls konar efni. Mér finnst það virkilega skemmtilegt og um leið að klippa og sjá um alla eftirvinnuna. Svo spila ég á gítar og er svolítið að vesenast í tónlist. Ég held áfram að leika í leikritinu Í hjarta Hróa hattar í vetur og er svo að fara að leika í stuttmynd sem á að taka upp á næstunni. Annað á svo bara eftir að koma í ljós.“ Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Þrátt fyrir farsælan feril sem tónlistarkona blundaði leiklistardraumurinn alltaf í Margréti Kristínu Sigurðardóttur, sem flestir landsmenn þekkja sem tónlistarkonuna Fabúlu. Fyrir einu og hálfu ári hóf hún leiklistarnám við Drama Studio London og útskrifaðist þaðan ári síðar og leitar sér nú verkefna á nýjum starfsvettvangi. Það eru þó fleiri í fjölskyldunni sem smitast hafa af leiklistarbakteríunni því að sonur hennar, Ágúst Örn Börgesson Wigum, steig fyrst á svið aðeins sjö ára gamall í leikritinu Oliver Twist í Þjóðleikhúsinu. Á undanförnum átta árum hefur hann m.a. leikið í Macbeth, Línu Langsokk, Óvitum og leikur þessa dagana í leikritinu Í hjarta Hróa hattar. Auk þess lék hann í kvikmyndinni Eldfjalli og stuttmyndinni Hvalfirði. Þótt ferill Margrétar hafi í upphafi einkennst af tónlistarsköpun segir hún leiklistina alltaf hafa skipað stóran sess í æsku hennar. „Að fá eitthvað út úr því að „vera einhver annar“ hefur fylgt mér alla tíð. Ég setti upp alls kyns sýningar í bílskúrum með vinkonum mínum og hlutverkaleikir voru uppáhaldið okkar. Þegar ég lék í skólaleikriti í Melaskóla fannst mér ég vera að upplifa einhvern draum. Ég hugsaði þó lítið um hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór, núið var svo miklu áhugaverðara. En ég vissi að ég þráði tilfinningalega nánd. Þráði að tengjast á sterkan hátt. Um þetta snýst auðvitað bæði tónlistin og leiklistin. Og það að segja sögur.“ Sonur hennar fékk líka leiklistaráhugann ungur að árum. „Þegar ég var lítill átti ég það oft til að fara í ýmsa búninga og leika og syngja fyrir þá sem voru heima. Fyrsta alvöru hlutverk mitt var í Oliver Twist og um leið það eftirminnilegasta en þá lék ég ungan þjóf.“Systkinin Ágúst Örn og Embla í London þar sem móðir þeirra stundaði leiklistarnám.MYND/ÚR EINKASAFNIVaxandi ókyrrð Kannski má rekja kveikjuna að viðsnúningi Margrétar til útskriftar hennar frá Kennaraháskólanum á sínum tíma. Þar lék hún einn af kennurum sínum í skemmtiatriði og segist þá hafa uppgötvað fyrst sem fullorðin hvað henni þótti gaman að leika og ekki síður, að hún gæti það. „Það var dásamlegt að fá fólk til að hlæja. Á þessum tíma var ég nýbúin að gifta mig og maðurinn minn var á leið til Noregs í verkfræðinám. Ég fann því leiklistardeild við Háskólann í Þrándheimi og naut námsins í botn. Á meðan á því stóð opnuðust líka augu mín fyrir því að ég gæti samið tónlist. Að loknu því námi var ég að velta fyrir mér hvert ég vildi stefna þegar systir mín lést skyndilega aðeins 29 ára. Þetta sneri auðvitað lífi okkar allra á hvolf og markaði okkur mikið.“ Tónlistin var því leið hennar til að vinna úr öllum sársaukanum og hún gaf út sína fyrstu plötu árið 1996. Í kjölfarið fylgdu þrjár aðrar plötur og á 18 ára tímabili var tónlistin ástríða hennar og atvinna. En þótt tónlistin ætti hug hennar allan fann hún fyrir vaxandi ókyrrð. Árið 2013 settist Margrét aftur á skólabekk, nú í Listaháskólanum, og nam þar tónsmíðar. „Ég naut námsins en ég var eirðarlaus. Það var eins og hausinn á mér væri sífellt að stækka en kroppurinn að minnka. Daglega heyrði ég í leiklistarnemunum öskra og stappa á hæðinni fyrir neðan og mig langaði til þess að það birtist slökkviliðssúla í gólfinu svo ég gæti rennt mér niður til þeirra.“ Eftir að skólaárinu lauk var Margrét tvístígandi með framhaldið. „Fljótlega fór ég að skoða hvaða leiklistarskólar væru í boði fyrir manneskju á mínum aldri. Á endanum fann ég Drama Studio London og flaug til London í mars 2014 til að taka þátt í opnum degi hjá skólanum. Að koma þar inn var eins og að koma heim og nú varð ekki aftur snúið. Ég sótti um stíft eins árs nám fyrir fólk með nægan bakgrunn og komst inn.“ Sonurinn tekur í sama streng og segist þekkja vel hvað leiklistin getur verið heillandi. „Mér finnst bara einfaldlega eins og ég eigi heima í þessum leikhúsheimi. Það er gott að vera allt í einu einhver annar og ég held að ég eigi frekar auðvelt með að lifa mig inn í tilfinningar annarra sem er nauðsynlegt í þessu starfi.“ Samvinna mæðginanna er með miklum ágætum að sögn Ágústs. „Við mamma „peppum“ hvort annað upp reglulega. Svo hefur hún alltaf lesið á móti mér þegar ég er að undirbúa mig fyrir hlutverk og það sama get ég gert núna fyrir hana.“Ágúst Örn tekur þátt í leikritinu Í hjarta Hróa Hattar í vetur.MYND/ÚR EINKASAFNIGegnum þyrnigerðið Fyrir flesta er mikil áskorun að hasla sér völl á nýjum starfsvettvangi og segist Margrét ekki vera nein undantekning. „Maður þarf svolítið að brjótast í gegnum þyrnigerðið. En ég veit að ég hef eitthvað að gefa, annars myndi ég ekki vera á þessari vegferð. Og nándarþráin er eldsneytið.“ Þótt tónlistarferillinn hafi verið settur til hliðar í bili er Margrét alls ekki hætt að semja tónlist. „Ég samdi tónlist fyrir sýningar í náminu. Auk þess tók ég líka upp nýtt lag úti sem Ágúst sonur minn gerði myndband við nýlega en bæði hann og Embla dóttir mín hafa unnið með mér myndbönd. Að öðru leyti mun ég einbeita mér að leiklistinni í bili og er t.d. með sýningu í bígerð sem heitir Ósagt og er leik-, tón- og dansverk. Einnig er ég að þýða tvö leikverk, annað breskt og hitt norskt, og stefni að því að annað þeirra fari á svið í haust. Einnig var ég að ljúka við handrit að stuttmynd.“ Ágúst stefnir á frekari leiklistarframa á næstu árum en hann á fleiri áhugamál. „Ég keypti góða myndavél fyrir leikhúslaunin mín fyrir tveimur árum og hef fiktað við að taka upp alls konar efni. Mér finnst það virkilega skemmtilegt og um leið að klippa og sjá um alla eftirvinnuna. Svo spila ég á gítar og er svolítið að vesenast í tónlist. Ég held áfram að leika í leikritinu Í hjarta Hróa hattar í vetur og er svo að fara að leika í stuttmynd sem á að taka upp á næstunni. Annað á svo bara eftir að koma í ljós.“
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira