Erlent

Sneru við eftir að leysibendi var beint að flugmanni

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Snúa þurfti vél Virgin Atlantic, á leið frá London til New York í gær, við eftir að leysibendi var beint að stjórnarklefa vélarinnar. Talið er að annar flugmannanna hafi orðið fyrir sjónskaða.

Vélin var skammt frá Íslandi þegar flugstjórar óskuðu eftir að fá að snúa við og sögðu það vegna læknisfræðilegra ástæðna.

Ekki er óalgengt að leysigeislum sé beint að vélum í Bretlandi. Hundruð slík atvik koma upp árlega en fyrr í þessum mánuði var karlmaður handtekinn fyrir að hafa beint leysibendi að flugvélum í Kent í Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×