Snéri við lífinu og ákvað að byrja að elska sig Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2016 09:55 Magnaður árangur hjá Auði. „Frá því ég man eftir mér sem krakki hef ég alltaf borið þónokkur aukakíló með mér, það þó hafði engin áhrif á mig að ég hélt en þegar litið er til baka hefur það alltaf verið minn versti óvinur,“ segir Auður Ýr, 27 ára tveggja barna móðir sem tók líf sitt í gegn fyrir um tveimur árum. Í dag hefur hún létt sig mikið og hefur hún helgað lífi sínu baráttunni við ofþyngd. „11-12 ára gömul fór ég þjálfun til Gaua litla því ástandið mitt sem barn var ekki þar sem það átti að vera, alltaf að leita af þessari skyndilausn eða megrun. Tuttugu ára gömul eignast ég mitt fyrsta barn og koma þá nokkru auka kíló. Tuttugu mánuðum seinna eignast ég mitt annað barn og þá bætast við enn fleiri auka kíló.“ Hún segir að árið 2014 hafi hún gjörsamlega verið komin á botnin, bæði líkamlega og andlega. „Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera og var ný búinn greinast með psoriaxisliðagigt, og læknirinn minn búinn segja mér að ég væri í mikilli ofþyngd og ég sá ekki fram á að geta gert þetta þar sem andlega hliðin var í molum og hreyfing var minn versti óvinur.“Þetta er gríðarlegur árangur.„Þarna gerði ég það sem ég gerði alltaf, leita að skyndilausn og í apríl 2014 fer ég aðgerð sem heitir magabandsaðgerð , þar sem band er sett utan um magaopið sem gerir það að verkum maturinn kemst hægar ofan í magann og ég get borðað minna í einu og þetta átti bara breyta mínum lífsstíl og ég átti bara verða grönn og lífið átti bara breytast.“ Auður segist hafa verið búin að gefast upp á þessum tíma. „Það sem gleymdist að segja manni að ég sem matarfíkill þurfti vinna í hausnum á mér og þá væri að hægt væri að byrja að vinna í líkamlega partinum. Bandið breytti ekki mínum lífsstíl. Jú, það fóru fimm kíló á 6 mánuðum , og ég átti borða 1-3 máltíðir á dag en það hentar mér ekki og ég var ennþá að borða óhollt og var enn döpur og með öll mín auka kíló.“Langaði alltaf í eitthvað óholltÁ þessu tíma langaði hana í eitthvað óhollt á hverjum degi og það jókst bara með tímanum. „Bandið virkar ábyggilega mjög vel fyrir marga og ég get og ætla ekki að dæma skoðanir annarra en þetta var ekki lífsstílinn sem ég vildi lifa. Þannig ég tók þá ákvörðun að ég ætlaði gera þetta sjálf, eitt skiptir fyrir öll og hætta í megrun og skyndilausnum. Bandið er enn inni mer en ég hef látið taka allan vökva úr því þannig virkni þess er ekki lengur til staðar það sem það hentaði mer ekki að lifa þeim lífsstíl sem það atti að veita mér.“Auður Ýr er 27 ára tveggja barna móðir.Það sem hentar Auði er að borða sex máltíðir á dag. „Í dag hef ég lært að borða hollt og rétt samsettar máltíðir. Fyrir mig skiptir miklu máli að borða reglulega og á þriggja tíma fresti. það hefur hjálpað mér að ná góðum og flottum árangri og hlakka ég til komandi tíma. Ég á yndislega vinkonu var búinn að ná ótrúlega flottum árangri og var sjálf byrjuð að hjálpa fólki við að breyta sínum lífsstíl og læra borða rétt og elska sjálfan sig í leiðinni. Það sem hún kenndi mér var hvernig ég átti að setja máltíðir saman og halda blóðsykrinum í jafnvægi og ég byrjaði á því að setja næringasjeikinn inn sem morgunmat og fannst það frábær leið á því að byrja daginn.“ Hún segir að mikil eftirfylgni og hjálp við að læra borða rétt sé algjört lykilatriði. „Það sem gerðist þarna haustið 2014 þegar ég leita til vinkonu minnar var þriggja stafa tala á vigtinni og andlega hliðin var í molum. Þá tók ég ákvörðun, núna væri minn tími kominn. Ég byrjaði á því að bæta inn morgunmat í mína rútínu, byrjaði svo huga millimálum og svo koll af kolli. Það sem hefur hjálpað mér gríðarlega með að komast í gegnum daginn og að mínum árangri í dag er að ég lokaði á allt neikvætt í mínu lífi og ákvað að vera jákvæð og taka öllu sem áskorunum í stað þess að líta á það sem vandamál.“32 kíló farin Í dag hefur Auður lést um 32 kíló og tíu prósent fitu. „Ég er ekki að segja að þetta hafi verið auðvelt á tímum en þetta hefur hjálpað mér alveg gríðarlega mikið og ég er ótrúlega ánægð með þá ákvörðun sem ég tók að byrja að elska mig , hugsa um mig og hætta í megrun. Mín markmið eru að halda áfram að vinna að mínu besta formi. Ég á ég alveg þónokkur kíló eftir í mitt markmið og það kemur einn daginn.“ Hún segist vinna þetta sem langhlaup, ekki spretthlaup. Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Sjá meira
„Frá því ég man eftir mér sem krakki hef ég alltaf borið þónokkur aukakíló með mér, það þó hafði engin áhrif á mig að ég hélt en þegar litið er til baka hefur það alltaf verið minn versti óvinur,“ segir Auður Ýr, 27 ára tveggja barna móðir sem tók líf sitt í gegn fyrir um tveimur árum. Í dag hefur hún létt sig mikið og hefur hún helgað lífi sínu baráttunni við ofþyngd. „11-12 ára gömul fór ég þjálfun til Gaua litla því ástandið mitt sem barn var ekki þar sem það átti að vera, alltaf að leita af þessari skyndilausn eða megrun. Tuttugu ára gömul eignast ég mitt fyrsta barn og koma þá nokkru auka kíló. Tuttugu mánuðum seinna eignast ég mitt annað barn og þá bætast við enn fleiri auka kíló.“ Hún segir að árið 2014 hafi hún gjörsamlega verið komin á botnin, bæði líkamlega og andlega. „Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera og var ný búinn greinast með psoriaxisliðagigt, og læknirinn minn búinn segja mér að ég væri í mikilli ofþyngd og ég sá ekki fram á að geta gert þetta þar sem andlega hliðin var í molum og hreyfing var minn versti óvinur.“Þetta er gríðarlegur árangur.„Þarna gerði ég það sem ég gerði alltaf, leita að skyndilausn og í apríl 2014 fer ég aðgerð sem heitir magabandsaðgerð , þar sem band er sett utan um magaopið sem gerir það að verkum maturinn kemst hægar ofan í magann og ég get borðað minna í einu og þetta átti bara breyta mínum lífsstíl og ég átti bara verða grönn og lífið átti bara breytast.“ Auður segist hafa verið búin að gefast upp á þessum tíma. „Það sem gleymdist að segja manni að ég sem matarfíkill þurfti vinna í hausnum á mér og þá væri að hægt væri að byrja að vinna í líkamlega partinum. Bandið breytti ekki mínum lífsstíl. Jú, það fóru fimm kíló á 6 mánuðum , og ég átti borða 1-3 máltíðir á dag en það hentar mér ekki og ég var ennþá að borða óhollt og var enn döpur og með öll mín auka kíló.“Langaði alltaf í eitthvað óholltÁ þessu tíma langaði hana í eitthvað óhollt á hverjum degi og það jókst bara með tímanum. „Bandið virkar ábyggilega mjög vel fyrir marga og ég get og ætla ekki að dæma skoðanir annarra en þetta var ekki lífsstílinn sem ég vildi lifa. Þannig ég tók þá ákvörðun að ég ætlaði gera þetta sjálf, eitt skiptir fyrir öll og hætta í megrun og skyndilausnum. Bandið er enn inni mer en ég hef látið taka allan vökva úr því þannig virkni þess er ekki lengur til staðar það sem það hentaði mer ekki að lifa þeim lífsstíl sem það atti að veita mér.“Auður Ýr er 27 ára tveggja barna móðir.Það sem hentar Auði er að borða sex máltíðir á dag. „Í dag hef ég lært að borða hollt og rétt samsettar máltíðir. Fyrir mig skiptir miklu máli að borða reglulega og á þriggja tíma fresti. það hefur hjálpað mér að ná góðum og flottum árangri og hlakka ég til komandi tíma. Ég á yndislega vinkonu var búinn að ná ótrúlega flottum árangri og var sjálf byrjuð að hjálpa fólki við að breyta sínum lífsstíl og læra borða rétt og elska sjálfan sig í leiðinni. Það sem hún kenndi mér var hvernig ég átti að setja máltíðir saman og halda blóðsykrinum í jafnvægi og ég byrjaði á því að setja næringasjeikinn inn sem morgunmat og fannst það frábær leið á því að byrja daginn.“ Hún segir að mikil eftirfylgni og hjálp við að læra borða rétt sé algjört lykilatriði. „Það sem gerðist þarna haustið 2014 þegar ég leita til vinkonu minnar var þriggja stafa tala á vigtinni og andlega hliðin var í molum. Þá tók ég ákvörðun, núna væri minn tími kominn. Ég byrjaði á því að bæta inn morgunmat í mína rútínu, byrjaði svo huga millimálum og svo koll af kolli. Það sem hefur hjálpað mér gríðarlega með að komast í gegnum daginn og að mínum árangri í dag er að ég lokaði á allt neikvætt í mínu lífi og ákvað að vera jákvæð og taka öllu sem áskorunum í stað þess að líta á það sem vandamál.“32 kíló farin Í dag hefur Auður lést um 32 kíló og tíu prósent fitu. „Ég er ekki að segja að þetta hafi verið auðvelt á tímum en þetta hefur hjálpað mér alveg gríðarlega mikið og ég er ótrúlega ánægð með þá ákvörðun sem ég tók að byrja að elska mig , hugsa um mig og hætta í megrun. Mín markmið eru að halda áfram að vinna að mínu besta formi. Ég á ég alveg þónokkur kíló eftir í mitt markmið og það kemur einn daginn.“ Hún segist vinna þetta sem langhlaup, ekki spretthlaup.
Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Sjá meira