Hálf skrítin tilfinning að vera orðinn fimmtugur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. febrúar 2016 09:30 „Það var ágætt að enda einn feril og hefja annan,“ segir Hörður sem lagði fótboltaskóna á hilluna og byrjaði á Stöð 2 árið 2001. Vísir/Vilhelm „Það verður afmælisboð í kvöld með nánustu fjölskyldu. Ekkert stórt. Það er hálf skrítin tilfinning að vera orðinn fimmtugur en maður verður bara að vera þakklátur fyrir að geta haldið upp á það,“ segir afmælisbarn dagsins, Hörður Magnússon íþróttafréttamaður. Hann er Hafnfirðingur í húð og hár. Kveðst hafa prófað að búa í Reykjavík hátt í tíu ár en flutt aftur suður í Fjörð fyrir sex árum. „Ræturnar eru í Hafnarfirði og þær toguðu óneitanlega, enda er voða erfitt að sjá mig einhvers staðar annars staðar en í Firðinum,“ segir hann og hlær við. Kannski er það nærveran við FH sem heillar. „Ég byrjaði að spila með FH sex ára og fylgdi því liði upp í meistaraflokk en var þó eitt ár í Val því mér fannst allt í lagi að prófa eitthvað annað. Lagði svo skóna á hilluna 2001 þegar ég var þrjátíu og fimm ára. Þá var ég byrjaður að vinna á Stöð 2, datt inn í það og fannst ágætt að ljúka einum ferli og hefja annan. Það fer ekki vel saman við fótbolta að vinna vaktavinnu og svo er líka betra að vera ekki fastur í einhverju liði þegar maður vinnur í íþróttafréttum, þáttastjórn og lýsingum.“ Ekki kveðst Hörður vita til að hnattreisa sé í kortunum í tilefni tímamótanna, þó auðvitað væri gaman að prófa það. „Sonur minn sem er tvítugur er hins vegar í hálfs árs heimsreisu með tveimur vinum sínum og var í Peking í gær. Hans verður sárt saknað hér í dag, en þetta er frábært hjá honum. Maður hefði verið alveg til í eitthvað svona þegar maður var tvítugur. Krakkar eru miklu framtakssamari í dag. Ég hef ferðast töluvert og á vonandi eftir að gera meira af því.“ Þegar spurt er um áhugamálin er það góð tónlist sem fyrst kemur upp í hugann hjá Herði. „Ég hlusta mikið á tónlist og fer á tónleika þegar ég get komið því við. Hlusta á Sigurrós, David Bowie og er mikill aðdáandi Genesis, bands sem ég kynntist sem unglingur og fór á tónleika með árið 2007, þegar það spilaði á Old Traffold í Manchester. Það var mikil upplifun og hápunkturinn á mínum tónleikaferðum.“ Ertu Manchester-maður? „Þarna er best að ég segi pass en allir íþróttafréttamenn halda náttúrlega með einhverju liði þó þeir séu ekki að flíka því. Það er okkar að gefa öllum jafna möguleika í miðlunum. Í því liggur kúnstin.“ Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
„Það verður afmælisboð í kvöld með nánustu fjölskyldu. Ekkert stórt. Það er hálf skrítin tilfinning að vera orðinn fimmtugur en maður verður bara að vera þakklátur fyrir að geta haldið upp á það,“ segir afmælisbarn dagsins, Hörður Magnússon íþróttafréttamaður. Hann er Hafnfirðingur í húð og hár. Kveðst hafa prófað að búa í Reykjavík hátt í tíu ár en flutt aftur suður í Fjörð fyrir sex árum. „Ræturnar eru í Hafnarfirði og þær toguðu óneitanlega, enda er voða erfitt að sjá mig einhvers staðar annars staðar en í Firðinum,“ segir hann og hlær við. Kannski er það nærveran við FH sem heillar. „Ég byrjaði að spila með FH sex ára og fylgdi því liði upp í meistaraflokk en var þó eitt ár í Val því mér fannst allt í lagi að prófa eitthvað annað. Lagði svo skóna á hilluna 2001 þegar ég var þrjátíu og fimm ára. Þá var ég byrjaður að vinna á Stöð 2, datt inn í það og fannst ágætt að ljúka einum ferli og hefja annan. Það fer ekki vel saman við fótbolta að vinna vaktavinnu og svo er líka betra að vera ekki fastur í einhverju liði þegar maður vinnur í íþróttafréttum, þáttastjórn og lýsingum.“ Ekki kveðst Hörður vita til að hnattreisa sé í kortunum í tilefni tímamótanna, þó auðvitað væri gaman að prófa það. „Sonur minn sem er tvítugur er hins vegar í hálfs árs heimsreisu með tveimur vinum sínum og var í Peking í gær. Hans verður sárt saknað hér í dag, en þetta er frábært hjá honum. Maður hefði verið alveg til í eitthvað svona þegar maður var tvítugur. Krakkar eru miklu framtakssamari í dag. Ég hef ferðast töluvert og á vonandi eftir að gera meira af því.“ Þegar spurt er um áhugamálin er það góð tónlist sem fyrst kemur upp í hugann hjá Herði. „Ég hlusta mikið á tónlist og fer á tónleika þegar ég get komið því við. Hlusta á Sigurrós, David Bowie og er mikill aðdáandi Genesis, bands sem ég kynntist sem unglingur og fór á tónleika með árið 2007, þegar það spilaði á Old Traffold í Manchester. Það var mikil upplifun og hápunkturinn á mínum tónleikaferðum.“ Ertu Manchester-maður? „Þarna er best að ég segi pass en allir íþróttafréttamenn halda náttúrlega með einhverju liði þó þeir séu ekki að flíka því. Það er okkar að gefa öllum jafna möguleika í miðlunum. Í því liggur kúnstin.“
Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira