Hálf skrítin tilfinning að vera orðinn fimmtugur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. febrúar 2016 09:30 „Það var ágætt að enda einn feril og hefja annan,“ segir Hörður sem lagði fótboltaskóna á hilluna og byrjaði á Stöð 2 árið 2001. Vísir/Vilhelm „Það verður afmælisboð í kvöld með nánustu fjölskyldu. Ekkert stórt. Það er hálf skrítin tilfinning að vera orðinn fimmtugur en maður verður bara að vera þakklátur fyrir að geta haldið upp á það,“ segir afmælisbarn dagsins, Hörður Magnússon íþróttafréttamaður. Hann er Hafnfirðingur í húð og hár. Kveðst hafa prófað að búa í Reykjavík hátt í tíu ár en flutt aftur suður í Fjörð fyrir sex árum. „Ræturnar eru í Hafnarfirði og þær toguðu óneitanlega, enda er voða erfitt að sjá mig einhvers staðar annars staðar en í Firðinum,“ segir hann og hlær við. Kannski er það nærveran við FH sem heillar. „Ég byrjaði að spila með FH sex ára og fylgdi því liði upp í meistaraflokk en var þó eitt ár í Val því mér fannst allt í lagi að prófa eitthvað annað. Lagði svo skóna á hilluna 2001 þegar ég var þrjátíu og fimm ára. Þá var ég byrjaður að vinna á Stöð 2, datt inn í það og fannst ágætt að ljúka einum ferli og hefja annan. Það fer ekki vel saman við fótbolta að vinna vaktavinnu og svo er líka betra að vera ekki fastur í einhverju liði þegar maður vinnur í íþróttafréttum, þáttastjórn og lýsingum.“ Ekki kveðst Hörður vita til að hnattreisa sé í kortunum í tilefni tímamótanna, þó auðvitað væri gaman að prófa það. „Sonur minn sem er tvítugur er hins vegar í hálfs árs heimsreisu með tveimur vinum sínum og var í Peking í gær. Hans verður sárt saknað hér í dag, en þetta er frábært hjá honum. Maður hefði verið alveg til í eitthvað svona þegar maður var tvítugur. Krakkar eru miklu framtakssamari í dag. Ég hef ferðast töluvert og á vonandi eftir að gera meira af því.“ Þegar spurt er um áhugamálin er það góð tónlist sem fyrst kemur upp í hugann hjá Herði. „Ég hlusta mikið á tónlist og fer á tónleika þegar ég get komið því við. Hlusta á Sigurrós, David Bowie og er mikill aðdáandi Genesis, bands sem ég kynntist sem unglingur og fór á tónleika með árið 2007, þegar það spilaði á Old Traffold í Manchester. Það var mikil upplifun og hápunkturinn á mínum tónleikaferðum.“ Ertu Manchester-maður? „Þarna er best að ég segi pass en allir íþróttafréttamenn halda náttúrlega með einhverju liði þó þeir séu ekki að flíka því. Það er okkar að gefa öllum jafna möguleika í miðlunum. Í því liggur kúnstin.“ Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
„Það verður afmælisboð í kvöld með nánustu fjölskyldu. Ekkert stórt. Það er hálf skrítin tilfinning að vera orðinn fimmtugur en maður verður bara að vera þakklátur fyrir að geta haldið upp á það,“ segir afmælisbarn dagsins, Hörður Magnússon íþróttafréttamaður. Hann er Hafnfirðingur í húð og hár. Kveðst hafa prófað að búa í Reykjavík hátt í tíu ár en flutt aftur suður í Fjörð fyrir sex árum. „Ræturnar eru í Hafnarfirði og þær toguðu óneitanlega, enda er voða erfitt að sjá mig einhvers staðar annars staðar en í Firðinum,“ segir hann og hlær við. Kannski er það nærveran við FH sem heillar. „Ég byrjaði að spila með FH sex ára og fylgdi því liði upp í meistaraflokk en var þó eitt ár í Val því mér fannst allt í lagi að prófa eitthvað annað. Lagði svo skóna á hilluna 2001 þegar ég var þrjátíu og fimm ára. Þá var ég byrjaður að vinna á Stöð 2, datt inn í það og fannst ágætt að ljúka einum ferli og hefja annan. Það fer ekki vel saman við fótbolta að vinna vaktavinnu og svo er líka betra að vera ekki fastur í einhverju liði þegar maður vinnur í íþróttafréttum, þáttastjórn og lýsingum.“ Ekki kveðst Hörður vita til að hnattreisa sé í kortunum í tilefni tímamótanna, þó auðvitað væri gaman að prófa það. „Sonur minn sem er tvítugur er hins vegar í hálfs árs heimsreisu með tveimur vinum sínum og var í Peking í gær. Hans verður sárt saknað hér í dag, en þetta er frábært hjá honum. Maður hefði verið alveg til í eitthvað svona þegar maður var tvítugur. Krakkar eru miklu framtakssamari í dag. Ég hef ferðast töluvert og á vonandi eftir að gera meira af því.“ Þegar spurt er um áhugamálin er það góð tónlist sem fyrst kemur upp í hugann hjá Herði. „Ég hlusta mikið á tónlist og fer á tónleika þegar ég get komið því við. Hlusta á Sigurrós, David Bowie og er mikill aðdáandi Genesis, bands sem ég kynntist sem unglingur og fór á tónleika með árið 2007, þegar það spilaði á Old Traffold í Manchester. Það var mikil upplifun og hápunkturinn á mínum tónleikaferðum.“ Ertu Manchester-maður? „Þarna er best að ég segi pass en allir íþróttafréttamenn halda náttúrlega með einhverju liði þó þeir séu ekki að flíka því. Það er okkar að gefa öllum jafna möguleika í miðlunum. Í því liggur kúnstin.“
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira