Innlent

Stjórnendur leikskóla uggandi yfir boðuðum niðurskurði

Bjarki Ármannsson skrifar
Stjórnendur leikskóla segjast þar uggandi yfir þeirri ákvörðun borgarráðs að leikskólar eigi að taka með sér halla frá því í fyrra yfir á árið 2016.
Stjórnendur leikskóla segjast þar uggandi yfir þeirri ákvörðun borgarráðs að leikskólar eigi að taka með sér halla frá því í fyrra yfir á árið 2016. Vísir/Daníel
Ekki er hægt að mæta boðuðum niðurskurði Reykjavíkurborgar til skóla- og frístundasviðs borgarinnar nema með beinni skerðingu á þjónustu við börn og fjölskyldur og með minni gæðum í leikskólastarfinu.

Þetta segir í ályktun sem Reykjavíkurdeild Félags stjórnenda leikskóla sendi frá sér í dag. Stjórnendur leikskóla segjast þar uggandi yfir þeirri ákvörðun borgarráðs að leikskólar eigi að taka með sér halla frá því í fyrra yfir á árið 2016, ekki síst þar sem þegar sé boðuð hagræðingarkrafa fyrir skólaárið 2016 um 670 milljónir.

„Við teljum að nú sé komið inn að beini í skerðingu á fjármagni til leikskóla sem ekki er hægt að mæta nema með beinni skerðingu á þjónustu við börn og fjölskyldur og með minni gæðum í leikskólastarfinu,“ segir í ályktuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×