Ögmundur varar við leynimakki með fullveldi Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 4. febrúar 2016 19:29 Ögmundur Jónasson vísir/anton brink Ögmundur Jónasson varar við þátttöku Íslendinga í TÍSA viðræðunum svokölluðu þar sem verið sé að semja um breytingar á samfélagsgerðinni sem ekki verði dregnar til baka. Utanríkisráðherra segir samningana hins vegar nauðsynlega smáríki eins og Íslandi. TISA viðræðurnar snúast um að samræma lög þjóðríkja um allan heim í markaðsmálum en viðræðurnar hafa farið mjög leynt. Ögmundur Jónasson sagði í sérstökum umræðum á Alþingi í dag að almenningur gæti þakkað Wikileaks fyrir að hafa birt gögn sem upplýstu um hvað væri verið að semja. Mikil andstaða hefur myndast við þessa samninga í Evrópu þar sem þeir muni hefja stórfyrirtæki upp fyrir lög og rétt og aðeins verði úrskurðað í deilumálum ríkja við fyrirtækin í lokuðum gerðardómum með aðild fyrirtækjanna.. Ögmundur sagði margt við þessa samninga 50 ríkustu þjóða heims að athuga. „Í fyrsta lagi er verið að semja um skipulag samfélagsins. Að undirgangast að færa tiltekin þjónustusvið inn á markaðstorg þar sem jafnræði skuli ríkja. Bæði innan þjóðríkjanna og á milli þeirra,“ sagði Ögmundur Þegar einu sinni hafi verið skrifað undir TISA samningana væru þeir óafturkræfir. „Það sem einu sinni er samið um, það sem núverandi ríkisstjórn semur um, gerir hún fyrir hönd komandi ríkisstjórna og komandi kynslóða. Í þessu er fólgið fullveldisafsal,“ sagði Ögmundur. Fleiri þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýndu þessa samninga og vöruðu við því að Íslendingar gerðust aðilar að þeim.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir viðræðurnar um TISA hefðbundnar viðræður um þjónustuviðskipti í anda fríverslunarsamninga. Hann reikni með að viðræðunum ljúki á þessu ári en samningar taki ekki gildi fyrr en Alþingi hafi staðfest þá. Fylgjast megi með störfum íslensku samninganefndarinnar á vef utanríkisráðuneytisins. „Ég held að að séu fá ríki sem eigi jafn mikið undir slíkum samningum sem hér er verið að tala eins og smáríki eins og ísland. Þar sem við getum komið okkar stefnu á framfæri og unnið að því að efla okkar viðskipti út á við,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Ögmundur Jónasson varar við þátttöku Íslendinga í TÍSA viðræðunum svokölluðu þar sem verið sé að semja um breytingar á samfélagsgerðinni sem ekki verði dregnar til baka. Utanríkisráðherra segir samningana hins vegar nauðsynlega smáríki eins og Íslandi. TISA viðræðurnar snúast um að samræma lög þjóðríkja um allan heim í markaðsmálum en viðræðurnar hafa farið mjög leynt. Ögmundur Jónasson sagði í sérstökum umræðum á Alþingi í dag að almenningur gæti þakkað Wikileaks fyrir að hafa birt gögn sem upplýstu um hvað væri verið að semja. Mikil andstaða hefur myndast við þessa samninga í Evrópu þar sem þeir muni hefja stórfyrirtæki upp fyrir lög og rétt og aðeins verði úrskurðað í deilumálum ríkja við fyrirtækin í lokuðum gerðardómum með aðild fyrirtækjanna.. Ögmundur sagði margt við þessa samninga 50 ríkustu þjóða heims að athuga. „Í fyrsta lagi er verið að semja um skipulag samfélagsins. Að undirgangast að færa tiltekin þjónustusvið inn á markaðstorg þar sem jafnræði skuli ríkja. Bæði innan þjóðríkjanna og á milli þeirra,“ sagði Ögmundur Þegar einu sinni hafi verið skrifað undir TISA samningana væru þeir óafturkræfir. „Það sem einu sinni er samið um, það sem núverandi ríkisstjórn semur um, gerir hún fyrir hönd komandi ríkisstjórna og komandi kynslóða. Í þessu er fólgið fullveldisafsal,“ sagði Ögmundur. Fleiri þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýndu þessa samninga og vöruðu við því að Íslendingar gerðust aðilar að þeim.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir viðræðurnar um TISA hefðbundnar viðræður um þjónustuviðskipti í anda fríverslunarsamninga. Hann reikni með að viðræðunum ljúki á þessu ári en samningar taki ekki gildi fyrr en Alþingi hafi staðfest þá. Fylgjast megi með störfum íslensku samninganefndarinnar á vef utanríkisráðuneytisins. „Ég held að að séu fá ríki sem eigi jafn mikið undir slíkum samningum sem hér er verið að tala eins og smáríki eins og ísland. Þar sem við getum komið okkar stefnu á framfæri og unnið að því að efla okkar viðskipti út á við,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira