Tvö ár fyrir nauðgun: Faðir konunnar hélt manninum þar til lögregla mætti á svæðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2016 16:31 Var það mat dómsins að framburður konunnar væri í alla staði trúverðugur, frá upphafi skýr og stöðugur í öllum höfuðatriðum. Vísir/Getty Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Vesturlands hefur dæmt karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Var hann sakfelldur fyrir að hafa notfært sér að konan, sem dvaldi í foreldrahúsum, gat ekki spornað við samræðinu sökum svefndrunga og mikillar áfengisdrykkju fyrr um kvöldið. Maðurinn og konan þekktust aðeins lítillega en þau höfðu verið á balli á Vesturlandi fyrr um kvöldið, þann 20. desember 2014. Að loknu ballinu hélt konan heim til sín og sofnaði en síðar um nóttina kom maðurinn ásamt vini sínum, sem var í sambandi við systur konunnar, í húsið. Fóru þeir inn í herbergi konunnar og grínuðust þeir með að ákærði myndi bara gista hjá stelpunni. Fóru þeir inn í herbergi hennar og tók sá sem var í sambandi með systur konunnar meðal annars mynd af félaga sínum liggjandi í rúminu hjá konunni. Um grín átti að hafa verið að ræða og yfirgaf hann svo herbergið. Hann sendi myndina af þeim liggjandi hlið við hlið á tvo vini sína.Vaknaði við samræði Konunni og manninum bar ekki saman um hvað gerðist næst. Maðurinn sagði konuna hafa verið vakandi þegar þeir komu inn í herbergið og myndirnar voru teknar. Þau hafi síðan farið að kyssast, hrósað hvoru öðru og stundað kynmök með samþykki hennar. Frásögn konunnar er hins vegar á þann veg að hún hafi hreinlega vaknað við það að verið var að eiga við hana samræði og kyssa hana. Hún hafi ekki áttað sig á aðstæðum, aðeins kysst á móti en svo áttað sig á því hvað um var að ræða. Hún hefði orðið mjög hrædd, frosið og hvorki veitt mótspyrnu né kallað á hjálp. Hún átti erfitt með að muna hvernig þessu lauk. Svo hefði hún staðið upp úr rúminu, klætt sig og farið yfir í herbergi systur sinnar. Þar var systir sín með kærasta sínum og brugðust þau við með því að segja manninum að koma sér í burtu. Á meðan var konan hágrátandi inn í herbergi systur sinnar.Foreldrarnir vöknuðu Í hamagangnum vöknuðu foreldrar systranna og hélt faðirinn hinum dæmda þar til lögregluna bar að garði skömmu síðar. Var það mat dómsins að framburður konunnar væri í alla staði trúverðugur, frá upphafi skýr og stöðugur í öllum höfuðatriðum. Samræmdist framburðurinn vitnisburði annarra og sömuleiðis fái hann ríkan stuðning í framburði sálfræðings. Á hinn bóginn var framburður mannsins á skjön við framburð vinar hans til dæmis þess efnis að konan hefði verið vakandi þegar þeir komu inn í herergi hennar. Var maðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi og til að greiða konunni eina milljón króna í bætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands fyrr í dag og má lesa hér. Tengdar fréttir Nauðgaði 17 ára stúlku: Taldi sig vera að upplifa martröð Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir nauðgun. 5. febrúar 2016 10:44 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Vesturlands hefur dæmt karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Var hann sakfelldur fyrir að hafa notfært sér að konan, sem dvaldi í foreldrahúsum, gat ekki spornað við samræðinu sökum svefndrunga og mikillar áfengisdrykkju fyrr um kvöldið. Maðurinn og konan þekktust aðeins lítillega en þau höfðu verið á balli á Vesturlandi fyrr um kvöldið, þann 20. desember 2014. Að loknu ballinu hélt konan heim til sín og sofnaði en síðar um nóttina kom maðurinn ásamt vini sínum, sem var í sambandi við systur konunnar, í húsið. Fóru þeir inn í herbergi konunnar og grínuðust þeir með að ákærði myndi bara gista hjá stelpunni. Fóru þeir inn í herbergi hennar og tók sá sem var í sambandi með systur konunnar meðal annars mynd af félaga sínum liggjandi í rúminu hjá konunni. Um grín átti að hafa verið að ræða og yfirgaf hann svo herbergið. Hann sendi myndina af þeim liggjandi hlið við hlið á tvo vini sína.Vaknaði við samræði Konunni og manninum bar ekki saman um hvað gerðist næst. Maðurinn sagði konuna hafa verið vakandi þegar þeir komu inn í herbergið og myndirnar voru teknar. Þau hafi síðan farið að kyssast, hrósað hvoru öðru og stundað kynmök með samþykki hennar. Frásögn konunnar er hins vegar á þann veg að hún hafi hreinlega vaknað við það að verið var að eiga við hana samræði og kyssa hana. Hún hafi ekki áttað sig á aðstæðum, aðeins kysst á móti en svo áttað sig á því hvað um var að ræða. Hún hefði orðið mjög hrædd, frosið og hvorki veitt mótspyrnu né kallað á hjálp. Hún átti erfitt með að muna hvernig þessu lauk. Svo hefði hún staðið upp úr rúminu, klætt sig og farið yfir í herbergi systur sinnar. Þar var systir sín með kærasta sínum og brugðust þau við með því að segja manninum að koma sér í burtu. Á meðan var konan hágrátandi inn í herbergi systur sinnar.Foreldrarnir vöknuðu Í hamagangnum vöknuðu foreldrar systranna og hélt faðirinn hinum dæmda þar til lögregluna bar að garði skömmu síðar. Var það mat dómsins að framburður konunnar væri í alla staði trúverðugur, frá upphafi skýr og stöðugur í öllum höfuðatriðum. Samræmdist framburðurinn vitnisburði annarra og sömuleiðis fái hann ríkan stuðning í framburði sálfræðings. Á hinn bóginn var framburður mannsins á skjön við framburð vinar hans til dæmis þess efnis að konan hefði verið vakandi þegar þeir komu inn í herergi hennar. Var maðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi og til að greiða konunni eina milljón króna í bætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands fyrr í dag og má lesa hér.
Tengdar fréttir Nauðgaði 17 ára stúlku: Taldi sig vera að upplifa martröð Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir nauðgun. 5. febrúar 2016 10:44 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Nauðgaði 17 ára stúlku: Taldi sig vera að upplifa martröð Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir nauðgun. 5. febrúar 2016 10:44