Erlendar konur fastar í ofbeldissamböndum vegna upplýsingaleysis Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 7. febrúar 2016 19:30 Erlendar konur hér á landi eru oft árum saman í ofbeldissamböndum vegna þess að þær hafa ekki vitneskju um þau úrræði sem standa fórnarlömbum heimilisofbeldis til boða. Starfskona Kvennaathvarfsins segir mikilvægt að innflytjendur fái fræðslu um slík mál. Ísól Björk Karlsdóttir starfskona í Kvennaathvarfinu hefur undanfarið rannsakað aðstæður kvenna sem flytja frá löndum utan EES til Íslands og hefja sambúð eða giftast íslenskum ríkisborgara sem reynist vera ofbeldismaður. „Ég talaði við sjö konur sem hafa búið hér á landi í sex til tuttugu og þrjú ár. Þær höfðu allar búið við ofbeldi af hálfu maka en enginn þeirra vissi af starfsemi eða jafnvel tilvist Kvennaathvarfsins þegar ofbeldið gagnvart þeim hófst,“ segir Ísól. Það var almennt skoðun kvennanna að mörg úrræði stæðu konum í ofbeldissamböndum til boða hér á landi. Vandamálið væri aftur á móti skortur á upplýsingamiðlun til þeirra. „Í mörgum löndum tíðkast ekki að hringja í lögreglu útaf heimilisofbeldi. Þess vegna er mikilvægt að þær búi sjálfar yfir þessu mikilvægu upplýsingum, um hvert þær geta leitað, því þetta nýtist ofbeldismönnunum. Að þurfa að reiða sig á eiginmenn sem gefa jafnvel rangar upplýsingar og nota hótanir eins og þeir geti látið senda konurnar úr landinu ef þær reyna að fara eða kjafta frá. Svo það er mjög mikilvægt að þessi fræðsla sé til staðar,“ segir Ísól. Þannig hafi fjölmargar konur verið dvalið lengi í ofbeldissamböndum einfaldlega vegna þess að þær hafa ekki vitneskju um hvaða úrræði standa þeim til boða. „Já það er ekki spurning. Ein sem ég ræddi við segir að það hefði algjörlega gagnast henni að hafa fengið þessar upplýsingar fyrr. Þá hefði hún ekki búið svo lengi við ofbeldið. Hún var með manninum í sex ár en hann byrjaði að beita hana ofbeldi eftir eitt ár. Þannig að í fimm ár þá bjó hún við heimilisofbeldi hreinlega vegna þess að hún vissi ekki hvert hún ætti að snúa sér og var hrædd við ítrekaðar hótanir hans um að láta senda hana úr landi. Hún hafði heyrt af Kvennaathvarfinu en hélt að það væri bara fyrir íslenskar konur og að þær þyrfti að koma í fylgd lögreglu þangað. Þannig það er oft þannig að þær hafi ekki upplýsingarnar eða hreinlega bara rangar upplýsingar,“ segir Ísól. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Erlendar konur hér á landi eru oft árum saman í ofbeldissamböndum vegna þess að þær hafa ekki vitneskju um þau úrræði sem standa fórnarlömbum heimilisofbeldis til boða. Starfskona Kvennaathvarfsins segir mikilvægt að innflytjendur fái fræðslu um slík mál. Ísól Björk Karlsdóttir starfskona í Kvennaathvarfinu hefur undanfarið rannsakað aðstæður kvenna sem flytja frá löndum utan EES til Íslands og hefja sambúð eða giftast íslenskum ríkisborgara sem reynist vera ofbeldismaður. „Ég talaði við sjö konur sem hafa búið hér á landi í sex til tuttugu og þrjú ár. Þær höfðu allar búið við ofbeldi af hálfu maka en enginn þeirra vissi af starfsemi eða jafnvel tilvist Kvennaathvarfsins þegar ofbeldið gagnvart þeim hófst,“ segir Ísól. Það var almennt skoðun kvennanna að mörg úrræði stæðu konum í ofbeldissamböndum til boða hér á landi. Vandamálið væri aftur á móti skortur á upplýsingamiðlun til þeirra. „Í mörgum löndum tíðkast ekki að hringja í lögreglu útaf heimilisofbeldi. Þess vegna er mikilvægt að þær búi sjálfar yfir þessu mikilvægu upplýsingum, um hvert þær geta leitað, því þetta nýtist ofbeldismönnunum. Að þurfa að reiða sig á eiginmenn sem gefa jafnvel rangar upplýsingar og nota hótanir eins og þeir geti látið senda konurnar úr landinu ef þær reyna að fara eða kjafta frá. Svo það er mjög mikilvægt að þessi fræðsla sé til staðar,“ segir Ísól. Þannig hafi fjölmargar konur verið dvalið lengi í ofbeldissamböndum einfaldlega vegna þess að þær hafa ekki vitneskju um hvaða úrræði standa þeim til boða. „Já það er ekki spurning. Ein sem ég ræddi við segir að það hefði algjörlega gagnast henni að hafa fengið þessar upplýsingar fyrr. Þá hefði hún ekki búið svo lengi við ofbeldið. Hún var með manninum í sex ár en hann byrjaði að beita hana ofbeldi eftir eitt ár. Þannig að í fimm ár þá bjó hún við heimilisofbeldi hreinlega vegna þess að hún vissi ekki hvert hún ætti að snúa sér og var hrædd við ítrekaðar hótanir hans um að láta senda hana úr landi. Hún hafði heyrt af Kvennaathvarfinu en hélt að það væri bara fyrir íslenskar konur og að þær þyrfti að koma í fylgd lögreglu þangað. Þannig það er oft þannig að þær hafi ekki upplýsingarnar eða hreinlega bara rangar upplýsingar,“ segir Ísól.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira