Dagur gerði eins og Guðmundur og rassskellti Dusjebaev Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. janúar 2016 18:51 Dagur Sigurðsson fer hamförum á hliðarlínunni í kvöld. vísir/epa Annan leikinn í röð fékk ungverska landsliðið undir stjórn Talant Dushebaev rassskell á móti íslenskum þjálfara á Evrópumótinu í Póllandi. Lærisveinar Dags Sigurðssonar pökkuðu Ungverjum saman í fyrsta leik milliriðils tvö á Evrópumótinu í handbolta í kvöld, 29-19. Í síðasta leik riðlakeppninnar vann Guðmundur Guðmundsson átta marka sigur á erkióvini sínum Talant Dusjebaev í uppgjöri Dana og Ungverja. Þýska liðið hefur átt það til á EM að byrja illa en sú var ekki raunin í Wroclaw í kvöld. Þjóðverjarnir skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins og voru 5-2 yfir eftir sex mínútna leik. Þýskaland náði sex marka forskoti eftir 20 mínútur, 12-6 og gaf svo í fyrir lokasprettinn. Þegar liðin gengu til búningsklefa munaði átta mörkum á liðunum, 17-9. Lærisveinar Dags voru að spila frábæran handbolta eins og þeir hafa gert á köflum á mótinu. Sóknarleikurinn flæddi vel, þeir fengu mörk úr mörgum leikstöðum og hraðaupphlaupum þökk sé góðri vörn. Ungverjar, sem unnu aðeins einn leik í riðlakeppninni gegn stigalausu liði Makedóníu, áttu engin svör við þýsku vélinni í seinni hálfleik, en liðið hans Dags lítur alveg ótrúlega vel út miðað við öll meiðslin. Þýska liðið réði lögum og lofum á vellinum og náði mest tólf marka forskoti, 28-16, þegar fimm mínútur voru eftir. Ungverska liðið fann engar glufur á þýsku vörninni og fyrir aftan voru bæði Andreas Wolff og Carsten Lichtlein í miklu stuði. Þegar uppi var staðið nældu Þjóðverjar sér í fyrstu stigin sem í boði voru í milliriðli tvö og eru nú með fjögur stig líkt og Danmörk og Spánn sem mætast á morgun. Fabian Wiede var markahæstur Þjóðverja í kvöld með sex mörk en hornamaðurinn Tobias Reichman skoraði fimm mörk. Í markinu varði Andreas Wolff ellefu skot og var með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu, en Lichtlein varði þrjú skot og var með 50 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hjá Ungverjum voru Kornel Nagy, Laszlo Nagy og Iman Jamali markahæstir með þrjú mörk. Ungverjaland er stigalaust í milliriðlinum. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Sjá meira
Annan leikinn í röð fékk ungverska landsliðið undir stjórn Talant Dushebaev rassskell á móti íslenskum þjálfara á Evrópumótinu í Póllandi. Lærisveinar Dags Sigurðssonar pökkuðu Ungverjum saman í fyrsta leik milliriðils tvö á Evrópumótinu í handbolta í kvöld, 29-19. Í síðasta leik riðlakeppninnar vann Guðmundur Guðmundsson átta marka sigur á erkióvini sínum Talant Dusjebaev í uppgjöri Dana og Ungverja. Þýska liðið hefur átt það til á EM að byrja illa en sú var ekki raunin í Wroclaw í kvöld. Þjóðverjarnir skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins og voru 5-2 yfir eftir sex mínútna leik. Þýskaland náði sex marka forskoti eftir 20 mínútur, 12-6 og gaf svo í fyrir lokasprettinn. Þegar liðin gengu til búningsklefa munaði átta mörkum á liðunum, 17-9. Lærisveinar Dags voru að spila frábæran handbolta eins og þeir hafa gert á köflum á mótinu. Sóknarleikurinn flæddi vel, þeir fengu mörk úr mörgum leikstöðum og hraðaupphlaupum þökk sé góðri vörn. Ungverjar, sem unnu aðeins einn leik í riðlakeppninni gegn stigalausu liði Makedóníu, áttu engin svör við þýsku vélinni í seinni hálfleik, en liðið hans Dags lítur alveg ótrúlega vel út miðað við öll meiðslin. Þýska liðið réði lögum og lofum á vellinum og náði mest tólf marka forskoti, 28-16, þegar fimm mínútur voru eftir. Ungverska liðið fann engar glufur á þýsku vörninni og fyrir aftan voru bæði Andreas Wolff og Carsten Lichtlein í miklu stuði. Þegar uppi var staðið nældu Þjóðverjar sér í fyrstu stigin sem í boði voru í milliriðli tvö og eru nú með fjögur stig líkt og Danmörk og Spánn sem mætast á morgun. Fabian Wiede var markahæstur Þjóðverja í kvöld með sex mörk en hornamaðurinn Tobias Reichman skoraði fimm mörk. Í markinu varði Andreas Wolff ellefu skot og var með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu, en Lichtlein varði þrjú skot og var með 50 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hjá Ungverjum voru Kornel Nagy, Laszlo Nagy og Iman Jamali markahæstir með þrjú mörk. Ungverjaland er stigalaust í milliriðlinum.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Sjá meira