Fjölmennasta atkvæðagreiðsla í aldarsögu ASÍ Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2016 12:58 Undirbúningur er hafinn að fjölmennustu sameiginlegu atkvæðagreiðslu í sögu Alþýðusambandsins vegna kjarasamninganna sem unsirritaðir voru á föstudag. Um áttatíu þúsund félagsmenn fjölda verkalýðsfélaga hafa atkvæðarétt. Skrifað var undir nýjan kjarasamning verkalýðsfélaga á almennum vinnumarkaði við Samtök atvinnulífsins síðast liðinn föstudag. Samningurinn felur í sér á bilinu sex til sex komma fimm prósenta launahækkun á næstu þremur árum umfram þær hækkanir sem samið var um í samningum á síðasta ári, sem ætlað er að samræma hækkanir við samninga opinberra starfsmanna. Þá verða lífeyrisréttindi launafólks á almenna markaðnum aukin til samræmis við réttindi opinberra starfsmanna á samningstímanum. Magnús Nordal lögfræðingur ASÍ og formaður kjörstjórnar segir að atkvæðagreiðsla um þennan kjarasamning verði einsdæmi í aldarsögu Alþýðusambands Íslands. „Já það má með sanni segja að hún sé nokkuð söguleg í því samhengi að það hefur aldrei fyrr í 100 ára sögu Alþýðusambandsins farið fram svona stór ein atkvæðagreiðsla um eitt og sama málið,“ segir Magnús. Áttatíu þúsund félagsmenn verkalýðsfélaga innan ASÍ munu greiða atkvæði á sama tíma og talið verður upp úr sameiginlegum potti. Kjörgögn verði send öllu félagsfólki með upplýsingum um innihald samningsins en dagsetningar fyrir atkvæðagreiðsluna liggi ekki fyrir. Hins vegar verður að kynna niðurstöður atkvæðagreiðslunnar fyrir Samtökum atvinnulífsins og Ríkissáttasemjara fyrir klukkan 14 hinn 26. febrúar næst komandi að sögn Magnúsar. Hann segir mikilvægt að þátttaka í henni verði góð. „Ég geri fastlega ráð fyrir að það verði unnið ötullega að því að þátttakan verði sem mest. Því það skiptir auðvitað miklu máli að fólk komi að því að greiða atkvæði í máli sem skiptir jafn miklu og þetta mál hér. Því þetta snýst náttúrlega um það fyrir mjög marga að það er verið að leiðrétta í lífeyrismálum og jafna stöðuna milli almenns og opinbers vinnumarkaðar í því efni. Og það er mjög stórt mál,“ segir Magnús. Launafólk sé hins vegar ekki á neinn hátt að greiða atkvæði um SALEK samkomulagið í þessari atkvæðagreiðslu. „Þetta er nýr kjarasamningur sem verið er að gera um jöfnun lífeyrisréttinda og breytingar á launalið. Það er það eina sem tekin er afstaða til núna. Vissulega byggir hann á rammasamkomulagi vinnumarkaðarins frá því í oktróber 2015 um heildarsýn á hvernig við getum skipað málum til framtíðarinnar. En það er allt óumsamið og atkvæðagreiðsla um það fer fram á árinu 2017,“ segir Magnús Nordal. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Undirbúningur er hafinn að fjölmennustu sameiginlegu atkvæðagreiðslu í sögu Alþýðusambandsins vegna kjarasamninganna sem unsirritaðir voru á föstudag. Um áttatíu þúsund félagsmenn fjölda verkalýðsfélaga hafa atkvæðarétt. Skrifað var undir nýjan kjarasamning verkalýðsfélaga á almennum vinnumarkaði við Samtök atvinnulífsins síðast liðinn föstudag. Samningurinn felur í sér á bilinu sex til sex komma fimm prósenta launahækkun á næstu þremur árum umfram þær hækkanir sem samið var um í samningum á síðasta ári, sem ætlað er að samræma hækkanir við samninga opinberra starfsmanna. Þá verða lífeyrisréttindi launafólks á almenna markaðnum aukin til samræmis við réttindi opinberra starfsmanna á samningstímanum. Magnús Nordal lögfræðingur ASÍ og formaður kjörstjórnar segir að atkvæðagreiðsla um þennan kjarasamning verði einsdæmi í aldarsögu Alþýðusambands Íslands. „Já það má með sanni segja að hún sé nokkuð söguleg í því samhengi að það hefur aldrei fyrr í 100 ára sögu Alþýðusambandsins farið fram svona stór ein atkvæðagreiðsla um eitt og sama málið,“ segir Magnús. Áttatíu þúsund félagsmenn verkalýðsfélaga innan ASÍ munu greiða atkvæði á sama tíma og talið verður upp úr sameiginlegum potti. Kjörgögn verði send öllu félagsfólki með upplýsingum um innihald samningsins en dagsetningar fyrir atkvæðagreiðsluna liggi ekki fyrir. Hins vegar verður að kynna niðurstöður atkvæðagreiðslunnar fyrir Samtökum atvinnulífsins og Ríkissáttasemjara fyrir klukkan 14 hinn 26. febrúar næst komandi að sögn Magnúsar. Hann segir mikilvægt að þátttaka í henni verði góð. „Ég geri fastlega ráð fyrir að það verði unnið ötullega að því að þátttakan verði sem mest. Því það skiptir auðvitað miklu máli að fólk komi að því að greiða atkvæði í máli sem skiptir jafn miklu og þetta mál hér. Því þetta snýst náttúrlega um það fyrir mjög marga að það er verið að leiðrétta í lífeyrismálum og jafna stöðuna milli almenns og opinbers vinnumarkaðar í því efni. Og það er mjög stórt mál,“ segir Magnús. Launafólk sé hins vegar ekki á neinn hátt að greiða atkvæði um SALEK samkomulagið í þessari atkvæðagreiðslu. „Þetta er nýr kjarasamningur sem verið er að gera um jöfnun lífeyrisréttinda og breytingar á launalið. Það er það eina sem tekin er afstaða til núna. Vissulega byggir hann á rammasamkomulagi vinnumarkaðarins frá því í oktróber 2015 um heildarsýn á hvernig við getum skipað málum til framtíðarinnar. En það er allt óumsamið og atkvæðagreiðsla um það fer fram á árinu 2017,“ segir Magnús Nordal.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira